Bændablaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 9
BISKUPSTUNGUR Á MYNDBANDI - Tveggja milljón króna kostnaður að fullu greiddur Búnaðarfélag Biskupstungna lauk á síðasta ári viða- miklu verki við að festa bæi og búendur sveitarinnar á myndband. Félagið hefur nú gefið út þrjár myndbands- spólur um sveitina en samtals kostar framtak þetta 2 miiljónir og er nú að fullu greitt. Bændablaðið hafði samband við Ólaf Björnsson frá Úthlíð í Biskupstung- um til þess að spyrjast fyrir um sölu myndarinnar og við- tökur en hann sá að stórum hluta um f ramkvæmd verks- ins. „Okkur hefur tekist að láta enda ná saman og erum ekki óánægðir með þær viðtökur sem myndin hef- ur fengiðþ sagði Ólafur. „Þetta kostaði um 2 milljónir og í fjár- mögnunina hafa komið mjög mörg fyrirtæki í landbúnaði, ríki og aðil- ar í sveitinni. Til þessa hefur salan skilað 200 til 300 þúsundum og við erum ennþá að selja. Við eigum ennþá rúmlega 100 spólur í birgð- um hjá okkur og allt sem við seljum af þeim kemur Búnaðarfélaginu beint til tekna.“ Ólafur benti ennfremur á að framkvæmd alls þessa hefði verið mjög dýr vegna reynsluleysis. Mynd sem þessi hefur aldrei verið gerð áð- ur og til verksins voru fengnir sér- hæfðir tæknimenn. Farið var út í það stórvirki að taka myndir af öll- um búendum í Tungunum, heima á hverju einasta býli en þau eru rúm- lega 100 í sveitinni. Úr þessum tök- um var gerð þriggja tíma löng mynd þar sem koma fyrir allir bændur sveitarinnar. Þá var með úrvali úr löngu myndinni gerð 26 mínútna mynd sem er fyrst og fremst kynn- ing á sveitinni fyrir ferðamenn og þá sem vilja fræðast um búskapar- hætti í íslenskri sveit. Sú mynd var sýnd í sjónvarpinu á liðnum vetri. Hún er til með ensku tali og þýsku auk íslensku útgáfunnar. Innan sveitar seldust rúm 100 eintök af löngu myndinni en styttri myndin hefur verið seld í bókabúðum í Reykjavík, minjagripaverslunum og hjá íslenskum markaði á Kefla- víkurflugvelli. Þá var seldur sýning- arréttur að myndum þessum til sjónvarps og Námsgagnastofnun- ar. Þriðja mynd Búnaðarfélagsins var svo 12 mínútna löng og tekin í Tungnaréttum. Hún hefur ekki enn verið fjölfölduð á almennan mark- að en sýningarréttur hennar hefur þegar verið seldur til Sjónvarpsins. „Þetta á enn eftir að týnast út“ sagði Ólafur ennfremur. „Ég er viss um að það er talsvert af bændafólki utan Biskupstungna sem hefur áhuga á að kaupa þessa spólu en það hefur ekki verið gert neitt átak í slíkri sölu. Við vitum ekki hverjir það eru sem hafa keypt myndina til þessa en eitthvað seldist af löngu spólunni í nágrannasveitum Bisk- upstungna nú fyrir jólin. Við selj- um spólurnar núna á 1000 krónur sem er enginn peningur fyrir þriggja tíma mynd“ Þegar í gerð þessarar myndar var Bændakonur mótmæla: ERII BARA í HÁLFU STARFI — samkvæmt útreikningum Búreikn- inganna Miklar umræður á síðasta þingi Sambands sunn- lenskra kvenna um fæðingarorlof bændakvenna og þá útreikninga Búreiknistofu landbúnaðarins að reikna bændakonum ekki nema um 900 unnar vinnustundir á ári, eða sem svarar til um 40% af fullu starfi. í lok þingsins var þeirri áskorun beint til Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis að tryggja að bændakonur fái fullt fæðingarorlof. 1 samtali við Bændablaðið sagði Halla Aðalsteinsdóttir í Kolsholti, flutningsmaður um- ræddrar tillögu að eins og mál- um væri nú háttað þyrftu konur að vinna meira en 1032 stundir utan heimilis til þess að fá greitt fyrir fullt fæðingarorlof en lög- in gera ráð fyrir að vinna bændakvenna sé metin sam- kvæmt búreikningum Búnaðar- félagsins. í þeim eru heimilis- störf ekki metin til starfa fyrir búið og vinna bændakvenna því ekki meiri en 900 stundir. „Heimilishald á bændabýli sem um leið er vinnustaður fjöl- skyldunnar er auðvitað miklu meira en heimilishald á venju- legu heimili í þéttbýli en það fæst ekki metiðý sagði Halla í samtali við blaðið. „Til þess að bóndakona geti fengið fullt fæðingarorlof og fullar trygg- ingabætur þarf að senda inn sérstaka skýrslu um að hún fari í fjós og vinni útiverk" Fjörugar umræður urðu um þetta mál á Sambandsþinginu sem haldið var í Þjórsárveri dag- ana 9. og 10. maí. Margar bændakonur urðu til að gagn- rýna mat búreiknistofunnar á störfum sínum og jafnframt var bent á að mjög fá býli skila inn búreikningum og töldu sumir fundarmanna að form þeirra væri of flókið og þyrfti einföld unar við. ráðist var gert ráð fyrir að hana mætti selja að einhverju leyti á er- lendri grund til landkynningar enda hafa Tungurnar að geyma perlur ís- lenskrar náttúru og sögu, svo sent Gullfoss, Geysi og Skálholt. Fljót- lega kom þó í ljós að landkynning- armarkaður gat ekki skilað neinum teljandi tekjum. Kom þar fyrst til að mikið framboð er af allskonar landkynningarefni en ekki síður hitt að tíðast vilja erlendar sjón- varpsstöðvar og ferðaskrifstofur ekki borga fyrir kynningarefni. Þrátt fyrir þetta hefur talsvert selst af myndinni til kynningar og má þar nefna að flestar íslensku ferða- skrifstofurnar hafa keypt myndina og senda hana viðskiptavinum sín- um víðs vegar urn heim. -b. BÆNDUR ATHUGIÐ VÉLAKOSTINN í TÍMA VIÐ VILJUM LEYSA VANDA ÞINN. VELKOMINN VERTU VINURINN. ALHLIÐA RENNISMÍÐI OG FRÆSIVINNA NÝSMÍÐI OG VIÐGERÐIR. fleti, til dæmis vökvatjakksstangir, slit undan legum og fleiru. * Gerum við og breytum drifsköftum. * Viðgerðir á felgum, smáum og stórum. * Gerum við kambáslegusæti í heddum. * Smíðum og breytum boltum, öxlum, fóðringum og fleiru. * Endurbyggjum bensín- og díselvélar. * Slípum sveifarása, borum blokkir. * Plönum hedd, blokkir og fleira. * Réttum af höfuðlegusæti í blokkum. * Rennum ventla og ventilsæti. * 25 ára reynsla í málmsprautun á slit- Nýjasta taekni f Castolín viðgerðum VELAVERKSTÆÐIÐ EGILL H.F. SMIÐJUVEGI 9A 200 KÓPAVOGI. SÍMI: 91-44445.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.