Bændablaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 15
BÆNDA
BLAÐIÐ
Paradís gróðurhúsanna
SLEN, NIÐURGANGUR.
SVINII OG ÓGLEÐI
— eru heilsufarseinkenni margra danskra garðyrkjumanna sem umgangast eiturefni
of mikið og nota hlífðarbúnað of lítið
Vinna í gróðurhúsum er oft sveipuð dýrðarljóma, og
það er sú ímynd sem vinnuveitendur vilja sýna af henni.
Ný rannsókn frá Óðinsvéum í Danmörku hefur aðra og
óskemmtilegri sögu að segja.
— Greinin er eftir Kaj Thygesen og birtist í Fagbladet
nr. 13 1986.
einkum um að ræða fjölda bráðra
óþæginda, eins og eitranir í sam-
bandi við notkun verksmiðjufram-
leiddra efna, segir einn vísinda-
mannanna sem að rannsókninni
standa, Flemming Lander læknir
sem nú starfar við deild vinnueftir-
litsins á Fjóni.
Ætla má að vinna meðal blóma
og grænna plantna í þöglu og ró-
legu umhverfi gróðurhúss sé þægi-
legri vinnustaður en hávaðasöm
verksmiðja eða færiband sem veld-
ur streitu og öðru álagi.
En er það í raun aðeins þannig
sem starfsmenn garðyrkjustöðva
upplifa vinnuumhverfi sitt. Raun-
veruleikinn er oft annar og óþægi-
legri, jafnvel þótt ytri aðstæður séu
í lagi. Notkun verksmiðjufram-
leiddra eiturefna til útrýmingar á
óþrifum í heitum og rökum gróður-
húsunum hefur nefnilega alvarleg-
ar heilsuspillandi afleiðingar í för
með sér. „Paradísin" í gróðurhús-
unum er ekki til. Hinn napri raun-
veruleiki starfsmanna gróðurhús-
anna er niðurgangur, svimi, ógleði
ásamt óþægindum á húð og í slím-
himnum. Þessi óþægindi sem eru
alvörumál fylgja notkun sterkra eit-
urefna. Til viðbótar koma þrálát-
ari, en ekki hættuminni óþægindi
eins og exem, heymæði, ofnæmi,
útbrot ásamt samansöfnun eitur-
efna í líkamanum.
AUGU MANNA
ERU AÐ OPNAST
í nýrri skýrslu um vinnuumhverfi
og heilsufar garðyrkjumanna er nú
í fyrsta sinn lyft hulunni af mörgum
óþægindum, sem starfsmenn gróð-
urhúsa verða fyrir. Vandamálin
hafa verið til um langt árabil, en
vinnuveitendum hefur tekist að
halda þeim innanhúss til að varð-
veita jákvæða ímynd almennings á
starfsgreininni og starfsmennirnir
hafa sætt sig við óþægindin til að
halda vinnunni.
Rannsóknin og árangur hennar
hefur haft mikil áhrif. Áhugi fé-
lagsmanna Gartnernes Fagforening
er farinn að vakna fyrir vandamál-
inu. Þeir leita í vaxandi mæli upp-
lýsinga um eiturefnin hjá vinnuveit-
endum sínum. Þó að það beri ekki
árangur hætta þeir ekki við svo bú-
ið. Við verðum vör við að þeir koma
til okkar og segja frá vandamálun-
um. Þennan aukna áhuga á bættu
vinnuumhverfi meðal félaga okkar
höfum við aldrei áður upplifað.
Starfsmenn garðyrkjustöðva hafa
gert athugasemdir við vinnuað-
stæður sínar og æ fleiri koma með
gagnrýni á vinnuumhverfi sitt, segir
formaður Gartnernes Fagforening í
Óðinsvéum, Hans Jörgen Pahlke.
Það er einmitt Garnernes Fagfor-
ening, sem í samvinnu við starfs-
menn „Arbeidsmedicinsk klinik“ í
Óðinsvéum og „Institut for social-
medicin“ við háskólann í Óðinsvé-
um hafa staðið fyrir rannsókninni.
Vinnuverndarsjóðurinn hefur veitt
henni fjárhagslegan stuðning.
Hans Jörgen Phalke hefur látið í
ljós að „garðyrkjumannaskýrslan",
eins og hún liggur nú fyrir, muni
vera nægjanleg ástæða til að fara
fram á úrbætur fyrir starfsmenn
gróðurhúsa.
Þó að frekari rannsóknir þurfi að
gera í þessum efnum, þá höfum við
nú þegar ótvíræðar niðurstöður og
ábendingar og þ.a.l. góða mögu-
leika til að nota þær. Hvernig
vinnuaðstæður okkar eru er m.ö.o.
ekki eins og áður byggt á ágiskun-
um. Nú höfum við ýmsar borðliggj-
andi staðreyndir, fullyrðir formað-
ur garðyrkjumanna í Óðinsvéum.
Hin aukna þátttaka félagsmanna
í starfsemi þess og sú upplýsinga-
herferð sem er verið að hleypa af
stað hafa sameiginlega sett um-
hverfisnefnd félagsins í sviðsljósið.
Það er á vegum hennar sem þessi
störf verða skipulögð og hefur
stjórn félagsins tekið mið af því
þegar fjárveitingar hafa verið
ákveðnar.
Fyrsti greinilegi árangurinn er
þegar sýnilegur garðyrkjumönn-
um. Með kröftugum mótmælum í
fyrra og þátttöku í nefndarstarfi
sem á eftir fylgdi heppnaðist það að
sögn Bent Poulsen, félaga í um-
hverfisnefnd félagsins að sannfæra
yfirvöld í Óðinsvéum um nauðsyn
þess að takmarka notkun verk-
smiðjuframleiddra eiturefna og
beita öðrum og minna hættulegum
aðferðum við illgresiseyðingu.
— Það er ekki nokkur vafi, segir
Bent Poulsen, að með því að sýna
fram á þennan góða árangur hjá
bændum, munum við nú reyna að
hafa áhrif á einkafyrirtæki í garð-
yrkju. Sem fyrstu aðgerð höfum við
beðið öryggisfulltrúa okkar um, að
þeir hver á sínum vinnustað rann-
saki hve mikil notkunin á verk-
smiðjuframleiddum eiturefnum sé,
og hvers konar efni það séu sem þeir
vinna með.
FYRSTU MARKTÆKU
NIÐURSTÖÐURNAR
KRÓNÍSKAR
ÞJÁNINGAR
Rannsóknin meðal garðyrkju-
manna í Óðinsvéum fór fram með
hjálp spurningalista til um 1600 fé-
laga. Tæplega 3/4 þeirra svöruðu.
Svörin leiddu greinilega í ljós að
garðyrkjumenn þjást í meira mæli
en aðrir þegnar þjóðarinnar af
vinnusjúkdómum svo sem exemi og
ýmsum öðrum tegundum húðút-
brota og heymæði. Það kom einnig
í ljós að óþægindin eru sérstaklega
áberandi meðal starfsmanna í
blómagarðyrkjustöðvum. Það er
Þessi garðaúðari var að eitra með efni í A eða flokki, hvorki með hanska
né grímu. Myndin var tekin uppi í Breiðholti fyrir fáum árum. Þetta gerist
í garðaúðun þar sem þó er talsvert eftirlit. Getur verið að ástandið sé verra
í gróðurhúsum!
UNDIRBÚNINGUR
NÝRRAR
RANNSÓKNAR
Jafnvel þó að verksmiðjufram-
leidd eiturefni liggi undir grun þeg-
ar leitað er orsaka að vinnusjúk-
dómum garðyrkjumanna, er það
einkum í blómaræktinni sem hugs-
anlegt er að hætta stafi af plöntun-
um sjálfum.
— En í rannsókn þeirri sem þeg-
ar hefur verið gerð höfum við ekki
haft tækifæri til að kanna það til
hlítar. Þess vegna undirbúum við
frekari rannsóknir, sem eiga að
veita okkur meiri upplýsingar um
það á hvern hátt eiturefnin valda
sjúkdómum, segir Flemming
Lander. Við höfum nýlega fengið
fjárframlag og fljótlega eftir sum-
arfrí förum við að taka blóðprufur
úr 100 garðyrkjumönnum og bera
þá sama við 100 kjötiðnaðarmenn,
sem er viðmiðunarhópur. Árangurs
verður örugglega að vænta innan
ársloka.
HLÍFÐARBÚNAÐUR
Flemming Lander dregur ekki
dul á að það hafi verið óvænt að
komast að því að aðeins 38% garð-
yrkjumanna nota hlífðarhanska,
og ennþá færri nota grímu og hlífð-
arföt. Og það sem verra er, u.þ.b.
20% nota engan hlífðarbúnað.
— Það er ótrúlegt, þegar við vit-
um að meirihluti eitursins er tekið
upp í gegnum húðina, segir hann.
— Núna vitum við, hvernig
ástandið er og þess vegna erum við
einnig á því að hrinda af stað upp-
lýsingaherferð fyrir félaga G.F.,
segir Hans Jörgen Pahlke. í þessu
sambandi megum við ekki heldur
gleyma skyldu vinnuveitandans að
hafa viðurkenndan hlífðarbúnað til
ráðstöfunar fyrir starfsmenn sína.
Við vitum dæmi þess að svo er ekki
og að sömu hlífðargrímur eru not-
aðar af starfsmönnunum til skiptis.
Það segir sig sjálft að það er
óskemmtilegt sérstaklega fyrir
þann síðasta í röðinni af notendun-
um. Og hvað um hlífðaráhrifin?
Einnig þessi hlið málsins verður í
sviðsljósinu í væntanlegri viðleitni
til að bæta vinnuumhverfið.
U.þ.b. 5000 manns eru starfandi í
dönskum ylræktarstöðvum og eru
reglulega í snertingu við verk-
smiðjuframleidd eiturefni. í ná-
grenni Óðinsvéa er mest um gróður-
hús í Danmörku.
— Þannig er það þar í landi.
Skyldi nokkur hafa leitt hugann að
því hvernig ástandið er í íslenskum
gróðrarstöðvum?
Þýtt og endursagt hg.