Bændablaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 5
19. júní 1987 NIÐURSKURÐUR I 20 HREPPUM — Útrýmum riðu í landinu á næstu tveimur árum, segir Kjartan Blöndal hjá Sauðfjárveikivörnum Riðufé í yfir 20 hreppum verður skorið niður á hausti komandi en áætlun Sauðfjárveikivarna er að útrýma allri riðu í landinu á tveimur árum. Staðfest tilfelli riðu eru nú aðeins á fjórum svæðum á landinu og er reiknað með að á þessum tveimur árum þurfi að skera niður um 40 þúsund fjár hjá um 200 fjáreigendum. Heldur meira verður væntanlega skorið nú í haust heldur en ’88, eða rúmlega 20 þúsund fjár, samkvæmt upplýsingum sem Bændablaðið fékk hjá Kjartani Blöndal hjá Sauðfjár- veikivörnum. vert Hérað, Seyðisfjörður, v'alla- hreppur, Egilsstaðir, Helgustaða- hreppur og Breiðdalshreppur. Að sögn Kjartans er verið að ganga frá samningum við bændur þessa dag- ana og því ekki hægt að segja hjá hversu mörgum verður skorið í haust. Með niðurskurðinum skuld- binda bændur sig til tveggja ára fjárleysis og nágrannar þeirra þar sem riða hefur ekki fundist skuld- binda sig til að skera ef riðan finnst hjá þeim. Sauðfjárveikivarnir greiða bændum afurðatjónsbætur sem eru 65% af frálagsverði 15 kg. dilks samkvæmt haustgrundvallar- verði fyrir hverja kind fyrstu tvö ár- in en kjósi bóndi að hafa fjárlaust þriðja árið fær hann 45% af sömu tölu það ár. Þá greiða Sauðfjár- veikivarnir hluta kostnaðar vegna hreinsunar fjárhúsa og er áætlað að greiðslurnar nemi 50 þúsund fyrir hvert vísitölubú. Þeir bændur sem kjósa þriggja ára fjárleysi eiga rétt á framlagi Framleiðnisjóðs til búháttabreyt- inga, eins og aðrir sem hætta fjár- Riðu-hólfin eru milli Miðfjarð- argirðingar og Blöndu, milli Blöndu og Héraðsvatna, frá Fells- hreppi í Skagafirði til og með Ár- skógsströnd og frá Hlíðarhreppi á Héraði til og með Geithellnahreppi. Talið er að riðuveiki hafi verið út- rýmt á öðrum landssvæðum. Á þessum svæðum verður fé skorið niður á þeim bæjum þar sem riða hefur verið staðfest einhverntíma á síðastliðnum 5 árum og þar sem mikill samgangur er við fé af riðu- bæ, komi fram óskir um niður- skurð af þeirri ástæðu. Á fyrrgreindum svæðum er riðu- veikin mest útbreidd í Áshreppi í Austur-Húnavatnssýslu, í Svarfað- ardal, Borgarfirði eystri og Norð- firði. Á tveimur síðartöldu svæðun- um verður fé væntanlega skorið niður á öllum bæjum í haust. í Svarfaðardal er ráðgert að skera niðurá tveimur árum og sömuleiðis nágrannasvæðum þar. Aðrir hrepp- ar þar sem skorið verður niður í haust eru í Austur-Húnavatnssýslu, Skagafirði vestan vatna, Holts- hreppur og á Austurlandi; innan- A hausti komandi verðuryfir 20þúsundfjár skorið niður vegna riðu hjá 200framleiðendum í20 hreppum á Norð- ur- og Austurlandi. Riðunni á svo að útrýma endanlega með niðurskurði haustið 1988. búskap og geta þá um leið leigt framleiðslurétt sinn til að lengja fjárleysið þannig að það verði 6 ár. Þeir sem semja til tveggja ára við Sauðfjárveikivarnir eiga aftur á móti ekki rétt á framlagi til bú- háttabreytinga nema þeir þá leigi framleiðslurétt sinn eftir að tveggja ára fjárleysinu lýkur. Samningar þeir sem nú eru gerðir eru um margt svipaðir því sem samdist við Þingeyinga á síðasta ári en frábrugðnir samningum við Barðstrendinga á sínum tíma að því leyti að Sauðfjárveikivarnir taka ekki að sér að hreinsa fjárhúsin eins og þær gerðu þar. Búfjárrækt: VANTAR TUGI MILLJ0NA Á FRAMLAG RÍKISINS — Ástandiö stórversnað síðustu tvö ár. Almennar aðhaldsaðgerðir segir Egill Jónsson alþingismaður og bóndi A þriðja tug milljóna skortir á að ríkið standi við greiðslur til Búnað- arfélags íslands, vegna búfjárrækt- arlaga, en þetta fé á lögum sam- kvæmt að renna til búfjárræktarfé- laga út um landið og þeirra bænda sem vinna sérstaklega að ræktunar- málum. Gunnar Hólmsteinsson skrifstofustjóri BÍ sagði afleiðing- una vera þá að ræktunarfélögin og bændurnir fá ekki þær greiðslur sem þeim ber samkvæmt lögunum og halinn lengist stöðugt. Um er að ræða greiðslur fyrir ár- in 1985 og ’86 en fram til þess tíma hafði Alþingi afgreitt þessar greiðslur með aukafjárlögum en nú hefur það ekki fengist um tveggja ára skeið og er ræktunarstarf bænda víða komið í mestu vand- ræði. Á síðustu áramótum stóð þessi tala í 21 Vi milljón en þar af voru tæpar 9 milljónir frá 1985 en 12 frá síðasta ári. Miðað við núgildi krónunnar er ekki ofáætlað að reikna með að hér vanti nálægt 30 milljónum. Bæði þessi ár skar fjár- Egill Jónsson: „Yfirleitt leiðrétt með aukafjárlögum.“ veitinganefnd Alþingis niður helm- ing þess sem BÍ reiknaði að þyrfti, sem voru 16 milljónir 1985 og 24 milljónir ’86. Auk ræktunarfélaga og búfjárræktarbúa fá Búnaðar- samböndin greiðslur sínar í gegnum þessa leið en að sögn Gunnars eru meiri líkur á að þau bjargi sér á lán- tökum meðan starfsemi litlu félag- anna lamast. í samtali Bændablaðsins við Egil Jónsson alþingismann og einn fjár- veitingarnefndarmanna kom fram að framlög til þessara mála hafa alltaf verið skorin niður á fjárlög- um en svo yfirleitt leiðrétt með aukafjárlögum. Ástæðan til þess að það er ekki gert núna sagði Egill aðeins vera almennar aðhaldsað- gerðir ríkisstjórnarinnar á liðnu kjörtímabili en ekki andstaða nefndarinnar eða ráðherra við nefnd framlög. Þá sagði Egill að öðru leyti væri betur staðið að greiðslum vegna landbúnaðar en oft áður. Nú eru í undirbúningi ný búfjár- ræktarlög sem gera ráð fyrir lítils- háttar sparnaði á framlögum ríkis- ins en óverulegum miðað við það sem nú á vantar. bú o- Landbúnaðarsýningin í Reiðhöllinni í Víðidal 14.-23.ágúst hugmyndasamkeppni Búnaðarsamtök á íslandi eru 150 ára 1987. Þess verður m.a. minnst 14.-23. ágúst með landbúnaðar- sýningunni BÚ '87 í Reiðhöllinni í Víðidal, Reykjavík, ogumhverfi hennar. BÚ '87 og Framleiönisjóöur landbúnaðarins auglýsa af þessu tilefni eftir hugmyndum að nýrri atvinnustarfsemi í sveitum Helst er óskað er eftir alls konar nýjum tillögum að léttri, einfaldri en arðvænlegri atvinnustarfsemi sem einstaklingar geta hafið og stundað í hlutastarfi við þau skilyrði sem nú eru í sveitunum. Veittar verða viðurkenningar eins og hér segir: 1. verðlaun kr. 150.000 2. verðlaun kr. 75.000 3. verðlaun kr. 25.000 Sigurvegarar eiga eftir sem áður höfundarrétt tillagna sinna. Dómnefnd skipa: Ágústa Þorkelsdóttir, bóndi, Refstað í Vopnafiröi, Leifur Kr. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Stofnlánadeildar landbúnaðarins og Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður þróunarsviös Byggðastofnunar. Skilafresturhugmyndaer tiM.ágúst 1987. keppnisgögn ásamt nánari upplýsingum um hugmyndasamkeppnina og sýningarhaldið veita framkvæmdastjóri BÚ '87, Magnús Sigsteinsson og blaðafulltrúi sýningarinnar, Ólafur H. Torfason hjá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. Aösetur: Bændahöllinni, 107 Reykjavík. S: 91-19200, 20025. Einkunnarorð Bu '87 verða: "máttur lífs og moldar"

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.