Bændablaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 18
Baula: JOGURT- FRAMLEIÐSLA í EINKA- GEIRANUM — vonum að það auki á mjólkurneyslu landsmanna, segir Þórður Ásgeirsson. Nýstofnað hlutafélag, Baula hf. undirbýr nú framlciðslu á jógúrt í sain- keppni við Mjólkursamsöluna og er reiknað með hinni nýju afurð á mark- að í september. Fyrirtækið hefur tekið húsnæði á leigu í Hafnarfirði og tæki frá Alva Laval í Svíþjóð verða flutt til landsins nú um næstu mánaða- mót. Baula hf. mun kaupa gcrilsneydda mjólk frá Mjólkursamsölunni og líkast til selja jógúrtina í neytendapakkningum af svipaðri stærð og þeirri sem MS notar. Þeir sem að Baulu standa eru Þórður Ásgeirsson fyrrverandi for- stjóri OLÍS, Örn Vigfússon mjólk- urfræðingur sem starfaði við jóg- úrtframleiðslu hjá Mjólkurbúi Flóamanna í mörg ár, Jón og Vil- hjálinur Ingvarssynir og Jón Ás- geirsson. Þórður sagði í samtali við Bændablaðið að fjárfestingar vegna þessa skiptu tugum milljóna en fyrirtækið verður mjög vélvætt og starfsmenn í verksmiðju og á skrifstofu ekki nema 5 eða 6, auk bílstjóra sem dreifa afurðinni. Til skamms tíma höfðu mjólkurbúin einkarétt á allri afurðavinnslu en með nýju Búvörulögunum hefur opnast möguleiki til samkeppni á þessu sviði. Aðspurður um markaðshlutdeild hins nýja fyrirtækis sagði Þórður að þeir Baulu menn bindi vonir sín- ar við að geta aukið heildarneyslu jógúrts í landinu. Á síðasta ári var neyslan rúmlega 1500tonn og hafði aukist um 200 tonn á árinu. Samt legra og hagkvæmara að skipta við MS og að þar hafi málaleitaninni ekki verið illa tekið. Qall^ohcd rafgirðingar " ávallt í fararbroddi Fáanlegar: 3 gerðir fyrir veiturafmagn 2 gerðir fyrir rafgeyma 1 gerð fyrir rafgeymi og rafhlöður 1 gerð fyrir rafhlöður Allt til rafgirðinga á einum stað Sendum um allt land Hringið eða skrifið eftir nánari upplýsingum Byggingavörusala á Eyri 550 SAUÐÁRKRÓKUR Sími 95-5874 og 95-5200 Þórður Ásgeirsson hefur nú hœtt að verlsa með olíu hjá Olís og œtlar að selja jógúrt í samkeppni við Mjólkursamsöluna. Mynd: Vikan eigum við íslendingar langt í land með að ná helstu jógúrtlöndum Evrópu í neyslu. Hér seljast 6,6 kg af jógúrt á hvert mannsbarn á ári meðan Finnar selja 10 kg á hvert mannsbarn og samt er talsverð neysla annarra mjólkurrétta sem svara til súrmjólkur og skyrs. Ef vel tekst til getur samkeppni í jógúrtsölu því orðið til að auka heildarneyslu mjólkur í landinu. Með þeim tækjum sem Baula hf. kaupir frá Alva Laval má framleiða næga jógúrt til að anna öllum markaðinum en tankar og ýmis annar hliðarútbúnaður er ekki gerður fyrir svo mikla framleiðslu. Tækin gerilsneyða og fitusprengja mjólkina og því gæti fyrirtækið keypt mjólk beint frá bændum. Þórður sagðist þó telja miklu eðli- Mjólkurframleiðsla krefst hreinlætis Sápugerðin Frigg framleiðir landsins mesta úrval af hreinsiefnum fyrir mjólkuriðnaðinn. Starfrækjum eigin rannsóknastofu til gæðaeftirlits og þróun nýrra vörutegunda. Veitum allar nánari upplýsingar. i Sépugerðin Lyngási 1 Garðabæ Sími 51822

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.