Bændablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 5
Bændablaðið — BÚ ‘87
allur upplýsingabanki bænda-
samtakanna ‘k'oniinn og Pétur
og Páll getur komið og beðið
um útskrift fyrir þennan eða
hinn bæinn hafi viðkomandi
bóndi gefið leyfi fyrir hnýsn-
inni!
Efaðnúsólinskíníheiði, — eins
og hlýtur að verða á góðri sýn-
ingu, — og menn fá nú hausverk
af öllu skoðinu þá geta þeir
labbað sig út í þetta fyrrum-
greinda góða veður, sest i grasið
og horft á nokkuð svo myndar-
leg tré frá Skógræktinni öðru
megin við heimreiðina en eldgos
í hlíðum landgræðsluhólsins
hinumegin við sömu heimreið.
Hilarius
P.S. Svo höfum við fregnað af
því að Flugleiðir bjóði sérfar-
gjöld utan af landi sem er alveg
prýðilegt.
Bifreiðasmiðjur Kaupfélags Árnesinga:
FLEIRA EN BARA
BIFREIÐAR
I BifreiAasmiðjum Kaupfélagsins á Selfossi gera menn
fleira en að laga bíla, — fyrirtækið er að feta fyrstu
skrefin í framleiðslu landbúnaðarfyrirtækja. Keðju-
kastdreifari fyrir húsdýraáburð og sturtuvagnar hafa
verið framleiddir í áratug og nú eykur KÁB framleiðsl-
una með svokölluðum dæludreifara fyrir mykju og
snjótönn fyrir dráttarvélar.
v
.3'^sr
*»-*:*?
Alafoss hf.
býður ykkur velkomin á bás númer 26 á BÚ ’87 þar sem sýndar verða
værðarvoðir, nýjar garntegundir og fatnaður.
„Okkar markmið með því að koma fram
á þessari sýningu er einmitt að koma þessari
vöru meira á framfæri. Fram til þessa hefur
engu verulegu fé verið varið til auglýsinga,“
sagði Sæmundur Ingólfsson hjá Bifreiða-
smiðjunum í samtali við Bændablaðið.
Smíðaverkefnin hafa mest verið til íhlaupa
að vetrinum þegar lítið annað er við að vera,
— en nú er ætlunin að auka framleiðsluna.
í KÁB vinna um 60 manns en alls eru
starfsmenn Kaupfélagsins á þriðja hundrað-
inu.
Uppboð á
hrossum
Félag Hrossabænda verður með uppboðs-
markað á hrossum seinni sýningarhelgina
og verða söluhestarnir sýndir á útisvæðinu
milli klukkan 16 og 18 miðvikudaginn 19.
ágúst. Þessutan geta kaupendur skoðað
hrossin í húsi þar sem þau verða geymd og
lagt tilboð i sérstakan kassa sem þar verður.
Kassinn verður síðan opnaður síðasta sýn-
ingardag og þá eru seljendur skuldbundnir
til að taka einu af þremur hæstu tilboðun-
um. Alls verða 14 hestar boðnir, tveir frá
hverri landshlutadeild Félags hrossabænda
og er reiknað með að þetta verði upphafið
að uppboðsmarkaði sem til stendur að starfi
til frambúðar í Reiðhöllinni.
-ww Þaó hressir ^
Bmgakafflo