Bændablaðið - 01.08.1987, Qupperneq 12

Bændablaðið - 01.08.1987, Qupperneq 12
12 Bændablaðið — BÚ ‘87 Blómamiðstöðin: Selur 3/4 hluta blómaframleiðslunnar Blómarœkt er vaxandi atvinnuvegur og er stór hluti gróðurhúsa landsmanna lagður undir blómarœkt. Þeir 26 framleiðendur sem standa að Blómamiðstöðinni rœkta blóm í um 40 þúsund fer- metrum. Blómamiðstöðin hf. er félagsskapur blómabænda sem stunda ræktun á afskorn- um blómum og pottaplöntum á helstu yl- ræktarsvæðum í Biskupstungum, Hruna- mannahreppi, Hveragerði og Mosfellssveit. Vísirinn að Blómamiðstöðinni var lagður árið 1961, þá sameinuðust 5 blómabændur í Hveragerði um að ráða blómasölumann, en fram að þeim tíma hafði hver og einn þeirra orðið að olnboga sig áfram við sölu fram- leiðslunnar. Nú standa 26 framleiðendur að fyrirtæk- inu og rækta mikla fjölbreytni inniblóma. Nálgast flatarmál gróðurhúsa þeirra um 40.000 fermetra en það er hérumbil A af heildarfleti gróðurhúsa á landinu. Blómamiðstöðin selur daglega til blóma- verslana um allt land, en þær eru liðlega 70 að tölu. Árlega svarar sala Blómamiðstöðvarinn- ar til þess að um lA hlutar íslenskrar blóma- framleiðslu fari í gegn um hendur hennar, samkv. sjóðagjöldum. Fyrirtækið er nú til húsa í 900mJ húsnæði að Réttarhálsi 2 Reykjavík, en það var tekið í notkun í ágúst 1986. Þar er 200mJ rými fullkominna kæliklefa fyrir afskorin blóm sem sótt eru daglega til blómabænda. Auk þess er rúmt pláss fyrir pottaplöntur, pökk- un og frágang afurða. Við söluna og flutninga hjá fyrirtækinu starfa nú 8 manns, en um framkvæmda- stjórn sér Sveinn Indriðason sem grundvall- aði og byggði upp fyrirtækið, en Sigurður Móritsson er sölustjóri. Blómamiðstöðin hefur verið þátttakandi í mörgum sýningum í gegn um árin, auk þess hefur hún staðið sjálfstætt að veglegum blómasýningum bæði á Akureyri og í Reykjavík. Áskrifendur BÖNNUHI ENGUM BLAO UM LANDBÚNAÐAR- OG LANDSBYOQÐAMAL <V% - vlssl að þær myndu vakna en lór að ráðl BijSStiirS dýralæknls, seglr bóndlnn VÍSNASPJALL XT Við minnum á heim- senda gíróseðla. Þeir sem ætla að fá 4. tbl. sent þurfa að hafa greitt fyrir 20. ágúst. Þeir sem fengið hafa áskriftartilboð sent með 2. tölublaði og hafa ekki ákveðiö sig geta enn fengið þetta 3. tb. sent ef þeir borga strax. ♦ i

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.