Bændablaðið - 01.08.1987, Síða 19
Bændablaðið — BÚ ‘87
19
Deutz dráttarvélin stendur alltaf fyrir sínu
og var til margra ára mest selda dráttarvélin
hér á landi. Bobcat heitir tœkið hér að neð-
an, fjölnotavél og stœrsta bylting Hamars
hf.á þessu ári.
síðast en ekki síst loftkældum dieselmótor
sem gefur minna viðhald, lengri endingu og
minni bilanahættu. Það er almennt talið að
um 80% af bílunum á mótor megi rekja til
vatnskælikerfis. Þessi TORPEDO dráttar-
vél var upphaflega smíðuð í samstarfi við
KLÖCKNER — HUMBOLDT — DEUTZ
AG og er í dag framleidd undir leyfum frá
KHD AG. Það er mjög líklegt að þessi drátt-
arvél taki stóran hluta sölu austantjaldsvéla
á næsta ár vegna mikilla yfirburða í gæðum
miðað við verð sem er frá kr. 390,000.00.
Einnig býður HF HAMAR ámoksturstæki
frá RIKO á þessar vélar frá kr. 125,000.00.
Frá þessu fyrirtæki er HF HAMAR einnig
með gröfubúnað sem hægt er að festa á
hvaða dráttarvél sem er. Sjálfstætt vökva-
kerfi er á þessum gröfubúnaði sem drifið er
af aflúrtaki dráttarvélarinnar. Verðið á þess-
um gröfubúnaði er frá kr. 285,000.00.
Stærsta byltingin sem HF HAMAR kynn-
ir á þessu ári er BOBCAT fjölnotavél, og um
hana hefur verið sagt að hún geri allt það
sem hin tækin geri ekki. Hún grefur, ýtir,
mokar, skefur, jafnar, borar, heggur, grípur,
sópar, lyftir, plantar, leggur og m.fl. Þeir
sem hafa prófað þessa vél segjast ekki geta
án hennar verið. Verðið á vélinni sjálfri er
ffá kr. 375,000.00 og er hægt að greiða hana
á allt að 3—4 árum með kr. 75,000.00 út-
borgun og 50,000.00 á 6 mán. fresti. Þessi
vél ætti að vera á hverjum sveitabæ.
í þriðja lagi kynnir HF HAMAR á BÚ ’87
vörur frá STRANGKO í Danmörku og er
þar um að ræða mjaltakerfi af fullkomn-
ustu gerð, mjólkurrennslismæla, tölvustýrt
fóðurkerfi, flórsköfur, brynningaskálar,
vacumdælur fyrir öll mjaltakerfi og m.fl. Á
BÚ ’87 verður sýningarbíll frá fyrirtækinu
staðsettur á útisvæði HF HAMARS.
Að lokum má minna á hið nýja lánakerfi
sem HF HAMAR hefur verið að kynna á
undanförnum mánuðum, sem gefur mögu-
leika á því að kaupa vönduð tæki hjá HF
H AM AR og dreifa greiðslubyrðinni á allt að
4—5 ár. Annars eru hugmyndir HF HAM-
ARS með þessum lánakjörum fólgnar í því
að kaupandi segir til um sína greiðslugetu og
síðan eru greiðslukjörin sveigð að henni.
Eins og sjá má á framansögðu er HF
HAMAR fyrirtæki sem byggir á sterkum
grunni og hefur vaxið jafnt og þétt síðan
1918, en eins og sjá má af þeim mörgu nýj-
ungum sem þeir nú bjóða uppá er þarna um
fyrirtæki að ræða sem fylgist með og er...
...í TAKT VIÐ TÍMANN.
BÆNDABLAÐIÐ
vantar ódýr eða gefins húsgögn á skrifstofuna.
Borð, skrifstofustóla, skjalaskáp, hillur og
fleira. Má vera notað.
Ungt fyrirtæki á uppleið -
með sparsemi að leiðarljósi. ____
BÆNDASYNIR