Tónlistin - 01.11.1944, Síða 33

Tónlistin - 01.11.1944, Síða 33
TÓNLISTIN 23 ÞaÖ er æskulétt söngfylking, sem myndar Samkór Reykjavíkur, og jafnvel í byrjun þorrans slær sólstöfum á söngpall miðnæturhljómleikanna, er hinir hjart- skrýddu söngálfar svífa fram á sviðiÖ og hefja upp þýðar raddir sinar til að kveða Ijúflegan óð um sænskt sumar- kvöld og þýzka jólanótt með grönnum æskuhreim sextiu kórradda. ITinn við- kvæmi persónustíll Schumanns hæfði mjúklegum tökum kórsins mjög vel, en víxlverkanir og hraður talsöngur Karls Runólfssonar í hinu æfintýralega og há- rómantíska sagnkvæði Förumannaflokk- ar þeysa virðast eindregið hæfa uppruna- Iegum flutningsaðila bezt — vígreifum karlakór. Samkór Reykjavíkur er rétt- nefni þessa kórfélags, vegna þess, að hann er tvíþættur, hlandaður kór og karla- kór, og syngja þar i rauninni tveir kór- ar saman. Annars er næsta óeðlilegt, að ósamkynja raddir skuli mynda samkór en samkynja raddir ekki. Karlakórinn Ernir er því aðeins hluti af hlandaða kórnum, og mátti glöggt finna það, er yfirraddirnar höfðu látið hann eiiian hasla sér völl. Kom hér vel fram munur- inn á réttilega þjálfuðum og samsungn- um karlakór og kóristum, sem til tilbreyt- ingar taka sér karlakórslag i hönd. Að síðustu söng blandaði kórinn létt lög með liflegum skemmtihlæ við lipurlegan pí- anóundirleik Önnu Sigríðar Björnsdótt- ur. Jóhann Tryggvason stjórnaði hvor- umtveggja kórunum með rösklegum en nokkuð yfirdrifnum tilvísunum, og hafði hann þar að auki raddsett tvö laganna fyrir hlandaðan kór. Áheyrendur klöpp- uðu óspart lof í lófa þessum lofsverða nýgræðingi í kórlífi Reykjavíkur, þess- ari virðingarverðu tilraun til að veita æskunni starfandi hlutdeild i ástundun tónlistar. „Hljómsveit félags íslenzkra hljóð- færaleikara“ hélt fimm hljómleika í Tjarnarbió í maí síðastliðnum undir stjórn Robert Abraham með aðstoð söng- félagsins „Hörpu“. Þessi unga hljómsveit er stofnuð 25. janúar 1944 að tilhlutun Félags íslenzkra hljóðfæraleikara (F. í. H.), af mönnum, sem stundað hafa hljóð- íæraleik í ýmsum hljómsveitum hér i hæ. Tilgangur félagsins er að vinna að efl- ingu tónlistar í landinu og glæða áhuga landsmanna á þeim efnum. Þessum til- gangi hyggst félagið að ná meðal annars með því að halda hljómleika fyrir al- menning og skóla. Félagið vill kappkosta að hafa ávallt færustu hljóðfæraleikur- um á að skipa, sem völ er á, og taka til meðferðar fjölhreytta úrvalstónlist og við allra hæfi. Stjórn hljómsveitarinnar skipa: Hallgrimur Helgason, formaður, Eiríkur Magnússon, Fritz Weisshappel, Viggó Jónsson og Þórir Jónsson. Viðfangsefn- um þessara fyrstu hljómleika var þannig háttað: Symfónia nr. 5 í B-dúr (Franz Schu- hert). — Þrír söngvar fyrir hlandaðan kór og undirleik: Svíalín og hrafninn (íslenzkt þjóðlag — Sigfús Einarsson raddsetti). Mansöngur úr óperunni „Don Pasquale“ (G. Donizetti) — Einsöngur: Daníel Þorkelsson. Ave verum corpus (W. A. Mozart). Notturno (næturlag) (Felix Mendelssohn). Hochzeitsmarsch (brúðkaupslag) (Felix Mendelssohn) ; tvö þau siðustu úr „Jónsmessunætur- draum“ Shakespeares. Aðaluppistaða hljómleikanna var sym- fónía Scuherts, hún gaf hljóðfæraleikur- unum gott tækifæri til að sýna samleiks- mátt sinn, og áheyrendum ágætt dæmi þess, hve söngvinn og léttfleygur Schu- hert er oft í sköpun sinni. Skal því vik- ið sérstaklega að þessu sígilda og síunga afkvæmi rómantísku stefnunnar og klass- ísku stefnunnar, sem einmitt er lif- andi tákn þess, að beztu verkin verða oft til á straumamótum tveggja ólíkra stefna og sækja næringarkraft sinn til heggja skauta. Hin víðkunna grafskrift Grillparzers yfir jarðneskum leifum Franz. Schuberts : „Dauðinn gróf hér dýra eign, en enn fegurri vonir,“ hefir mætt margskonar athugasemdum hjá æfisagnariturum Schuberts; og þegar litið er yfir lífsaf- rek þessa fölskvalausa Vínarharns, þá ef-

x

Tónlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.