Tónlistin - 01.11.1944, Qupperneq 39

Tónlistin - 01.11.1944, Qupperneq 39
TÓNLISTIN 29 insson. Fjöldi skeyta barst kórnurn, og ávörp frá Sigurði Birkis söngmálastjóra og fleirum. Hinn 17. júní aðstoðaði Karlakórinn Vísir við hátíð Siglfirðinga undir stjórn Þormóðs Eyjólfssonar, sömuleiðis kirkju- kórinn með söngstjóra sínum, Tryggva Kristinssyni, og söng Daníel Þórhallsson einsöng í kirkjunni. Frá Akureyri. Söngmót Heklu, Sambands norðlenzkra karlakóra, fór fram á Akureyri annan hvitasunnudag 1944. Mættu þar allir þeir kórar, sem í sambandinu eru, nerna Mý- vetningar, sem ekki gátu komið vegna anna. Þeir, sem sóttu mótið voru : Ásbirn- ingar, Sauðárkróki, söngstjóri Ragnar Jónsson. Heimir, Skagafirði, söngstjóri Jón Björnsson, Karlakór Bólstaðarhlíð- arhrepps, söngstjóri Þorsteinn Jónsson, Karlakór Reykdæla, söngstjóri Páll H. Jónsson, Karlakórinn Þrymur, Húsavík, söngstjóri Friðrik A. Friðriksson, Karla- kór Reykhverfinga, söngstjóri Sigurjón Pétursson, Karlakórinn Geysir, Akur- eyri, söngstjóri Ingimundur Árnason, Karlakór Akureyrar, söngstjóri Áskell Jónsson frá Mýri. — Söngmennirnir mættu til æfinga að kvöldi hvítasunnudags og á annan hvítasunnudag. Héldu þeir alls fimm samsöngva, Það má teljast stórmik- ill viðburður í sönglífi Norðurlands, að átta karlakórar skuli geta mætt samtímis á sama stað. Allir þessir karlakórar vinna mjög merkilegt menningarstarf, hver á sínum stað, og þeim mun merkilegra sem aðstaða til söngiðkana er viðast hvar miklum erfiðleikum bundin. I Nýja Bió voru haldnir tveir samsöngvar, og var húsið troðfullt í bæði skiptin. í samkomu- húsi ljæjarins voru og tveir samsöngvar, en aðsókn var þar lakari. Um kl. 6 e. h. mættu kórarnir í Akureyrarkirkju. Söng hver kór eitt lag, en síðan allir saman 8 lög, og stjórnaði hver söngstjóri einu lagi. Var svo margt manna saman. komið i kirkjunni sem rúm var fyrir. Siðast sungu kórarnir á Ráðhústorgi, og safnað- ist þar saman mikill mannfjöldi, enda var veður hið bezta. Var söng kóranna alls- staðar ágætlega tekið. Meðal viðfangs- efna voru lög eftir þekktustu íslenzk tón- skáld, og nokkra athygli vakti það að þania voru sungin ný lög eftir ekki fœrri en 8 nýja höfunda, sem lítt eða ekki eru þekktir hér áður. Undirleik annaðist Ger- trud Friðriksson, Sigríður Auðuns og Þyri Eydal. Að lokum var haldið kveðju- samsæti í samkomuhúsi bæjarins. Flöfðu kórarnir á staðnum, Geysir og Karlakór Akureyrar, lxiðið aðkomumönnum til kvöldverðar. Var mikið sungið og marg- ar ræður fluttar. Hekla færði öllum söng- stjórunum að gjöf pappírshnífa úr hrein- dýrahorni, útskorna, sem lítinn þakklæt- isvott fyrir mikið starf, sem þeir vinna hver á sínum stað. Páll H. Jónsson minnt- ist Magnúsar Einarssonar og færði minn- ingarsjóði hans að gjöf peninga frá Karla- kór Reykdæla. Stjórn Heklu skipa: Her- mann Stefánsson formaður, Gísli Kon- ráðsson, Akureyri, Friðrik A. Friðriks- son, Húsavík, Ragnar Jónsson, Sauðár- króki og Jón Björnsson, Hafsteinsstöð- um, meðstjórnendur. Kórarnir sungu eftirtöld lög: Páll ísólfsson: Söngbræður, Sigfús Einarsson : ísland, Riccius : Kátir söngva- sveinar, F. Möhring: í rökkursölum sef- ur, Guðmann Hjálmarsson: Húnabyggð, Þorsteinn Jónsson : Þrestir á Arnarvatns- heiði, Gísli Jónsson: Eg minnist þín, Jónas Tryggvason: Eg skal vaka, Adam Geibel: Vögguljóð, Björgvin Guðmunds- son : Kvöldljóð, Adolphe Adam: Þjóð- hvöt, Friðrik A. Friðriksson: Söng- kveðja, Sigurður Ilelgason: Skagafjörð- ur, J. Vitt: I natten, Sigurður Þórðar- son : Þér landnemar, Gunnsteinn Eyjólfs- son: Mansöngur, F. Abt: Sumarnótt i heiði, Mendelssohn-Bartholdy: Morgun- bæn, Páll H. Jónsson: Hver er alltaf uppgefinn?, Björgvin Guðmundsson: Villtir i hafi, Sigurður Þórðarson: Sjá da'gar koma, Höf. óþekktur: Þökk fyrir kossinn, Hugo Alfvén: Sveriges flagga, Björgvin Guðmundsson: Klukknahljóð, Askell Snorrason: I sæ er sólin runnin, G. Reichardt: Kvæði um rós, Rússneskt

x

Tónlistin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.