Tónlistin - 01.06.1945, Síða 34

Tónlistin - 01.06.1945, Síða 34
32 TÓNLISTIN sjávarsíðu, svo sem forðum gerði hinn merki frumherji nútíðarsöngs á Stokks- eyri, Bjarni Pálsson. Arnes- og Rangárvallasýsla. Kjartan Jóhannesson söngkennari frá Ásum hefir að tilhlutun Ungmennafélags íslands kennt söng hjá þessum ungmenna- félögum síðastl. vetur : Umf. Eyrarbakka og Stokkseyrar, Umf. Samhyggð í Gaul- verjabæjarhreppi og Umf. Ásahrepps i Holtum. Akureyri. Kirkjuhljómleika hélt Kirkjukór Ak- ureyrar á páskadag í Akureyrarkirkju. Á efnisskrá voru eingöngu kirkjutónverk eftir Björgvin Guðmundsson, Sigfús Ein- arsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Bach, Arcadelt, Liszt, Prátorius, Hándel o. fl. Þar af lék Jakob Tryggvason tvö lög á kirkjuorgelið. Undirleik við sönginn ann- aðist Áskell Jónsson. — Kirkjukór Ak- ureyrar var stofnaður um síðustu ára- mót að tilhlutun söngstjórans Jakobs Tryggvasonar, kirkjuorganleikara. Stjórn kórsins skipa nú Oddur Kristjánsson for- maður, Jón J. Þorsteinsson ritari, Jón Bergdal féhirðir. Meðstjórnendur eru Lovísa Pálsdóttir og Anna Pétursdóttir. Karlakór Akureyrar hélt samsöng i Akureyrarkirkju. Söngstjóri Áskell Jóns- son. Á söngskrá voru lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Samsöngurinn hófst á lagasyrpu eftir Áskel Snorrason við hátíðaljóð eftir Sigurð Jónsson á Arn- arvatni. Kórinn varð að endurtaka nokk- ur viðfangsefnanna. Einsöngvarar voru Magnús Sigurjónson og Sverrir Magnús- son. Undirleik önnuðust Þyri Eydal (pi- anó) og Jóhann O. Haraldsson (orgel). Hafnarfjörður. Karlakórinn ,,Þrestir“ mun vera næst- elzti karlakór íslands, og hvilir því nokk- ur ábyrgð á honum sem leiðarstjörnu í kórlífi voru. Því er heldur ekki að leyna, að áður fyrr reis kórinn að fullu undir þeim heiðri að hafa starfað og dafnað næstlengst af öllurn hérlendum sveina- kórum. En hamingjan er fallvölt og heimslifið hverfult. Nú virðist hinum fyrr svo kviku söngþröstum Hafnarfjarðar hafa daprazt flugið um hríð. Fylkingar þeirra eru nú þunnskipaðar og skortir hinn kristalskæra söngvaklið íslenzkra skógarlunda á heitum miðsumardegi. Her- námið hefir rist djúp ör í ásýnd Hafnar- fjarðar. Og söngfuglarnir taka því ekki með mannlegu tómlæti. Þeir harma létt- úð og skeytingarleysi mannanna. Rómur þeirra verður tregablandinn og samstill- ingin raskast. Hin fordæmda sál Finna- fjallsins birtist í átakanlegum gjörning- um misstilltra „tónkvíslaðra“ hljóma (hversvegna að nota tónkvísl með ógreini- legum hljóm, þegar fullboðlegt píanó með klárum tónum er við hendina?), og danska þjóðlagið „Bí-bí og blaka“ (höf- undur þess er ekki R. Bay, svo sem stóð í söngskránni) verður að ribbaldalegum bardagaglym í hersetinni grannborg Reykjavíkur. Samræmi og friður svífur ekki yfir söng ,Þrastanna‘ á umrótstímum þeim, sem dunið hafa yfir þjóðina. Batn- andi timar munu eflaust bæta sönglund þeirra og hækka takmarkið, svo að þeir fái notið sín til fulls í hinum fagra gróð- urlundi Hafnfirðinga'og syngi íslenzkri náttúru lof í ríkurn mæli. Einsöngvarar voru Pálmi Ágústsson, Stefán Jónsson og Garðar Þorsteinsson. Undirleik ann- aðist Ingibjörg Benediktsdóttir, en Garð- ar Þorsteinsson stjórnaði söngnum. TÓNLISTIN Útgefandi : „Félag íslenzlcra tónlistarmanna“. Ritstjóri : Hallgrímur Helgason. Afgreiðsla: „EK“, Austurstræti 12. Símar 2800 og 4878. Utanáskrift ritsins: Pósthólf 121, Reykjavík. Prentað í Félagsprentsmiðjunni h.f. i

x

Tónlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.