Bændablaðið - 10.03.2004, Page 14

Bændablaðið - 10.03.2004, Page 14
14 Miðvikudagur 10. mars 2004 mennafélagshreyfingarinnar, og Guðmundar Gíslasonar Hagalíns rithöfundar. Þór son- ur hans var bekkjarfélagi minn á Laugarvatni og herbergisfé- lagi um skeið, svo að ég kom á heimili skáldsins á Nýbýlavegi í Kópavogi og síðar í Reyk- holtsdal hér í Borgarfirðinum. Hagalín var afar skemmtilegur maður, hafði afburða frásagn- argáfu og var svo fróður um menn og málefni að undrun sætti. Það var ekki að ástæðu- lausu að afmælisrit, sem gefið var út þegar hann varð sjötug- ur 1968, var nefnt „Íslendingur sögufróði“. Ég heyrði stundum Hagalín og foreldra mína rifja upp sögur að vestan, og það voru ógleymanlegar kvöld- stundir. Nú, þegar þeir nafnar, faðir minn og bróðir, buðu mér að taka þátt í félagsbúinu hér á Skálpastöðum, hafði ég ekki hugleitt sérstaklega, hvort ég ætti að gerast bóndi eða helga líf mitt einhverju öðru starfi. En ég þáði boðið og sé ekki eftir því. Síðan höfum við búið hér, ég og kona mín, Helga Bjarna- dóttir – og við höfum unað okkur vel.“ Formaður Félagsráðs Guðmundur Þorsteinsson hefur látið félagsmál mjólkurbænda mjög til sín taka og hann á nú sæti í stjórn Mjólkursamsöl- unnar og er varamaður í stjórn Osta- og smjörsölunnar og SAM. „Ungmennafélagið var okkar félagsmálaskóli,“ segir hann. „Ég tók þátt í starfsemi þess frá barnæsku og það hafði geysimikla þýðingu fyrir mig. Smátt og smátt tók ég svo að hafa afskipti af málefnum bænda; var til að mynda kos- inn fulltrúi á þing Stéttarsam- bands bænda og var það þar til það sameinaðist Búnaðarfélagi Íslands. En minnisstæðast er mér starf mitt fyrir Osta- og smjörsöluna. Á aðalfundi hennar 1983 var stofnað Fé- lagsráð Osta- og smjörsölunn- ar, þar sem hvert mjólkurbú hlaut í fyrstu einn fulltrúa en síðar tvo. Fyrsti fundur ráðsins var haldinn 11.október 1983 og þá var ég kosinn formaður þess. Félagsráðið var nauðsyn- legur umræðuvettvangur fyrir aðila mjólkuriðnaðarins og það var í senn athafnasamt og á- hrifaríkt. Sem dæmi um það má nefna að níu fundir voru haldnir á árinu 1984, þar af einn á Akureyri, þar sem Mjólkursamlag KEA var skoð- að. Mikill tími fór í undirbún- ing Landsráðstefnu mjólkur- framleiðenda, sem ráðið skipu- lagði og hélt á Hótel Sögu í Reykjavík dagana 31. október til 1. nóvember 1984 og þótti takast vel. Það var sannarlega ástæða til umræðna um þetta leyti, því að gagngerar breyt- ingar voru á döfinni af hálfu hins opinbera varðandi fram- leiðslustjórnun mjólkuriðnað- arins og Félagsráðið ræddi málin jafnóðum og þau bar að og tók afstöðu til þeirra með á- lyktunum sínum. Þegar bú- vörulögin höfðu verið sam- þykkt á alþingi, hélt Félagsráð fund 23. júlí 1985 til að ræða þau og túlkun þeirra. Sam- þykkt var að ég skrifaði land- búnaðarráðherra bréf, þar sem ég lagði til að Félagsráðið yrði hinn lýðræðislegi félagsskapur mjólkurframleiðenda sem lög- in gerðu ráð fyrir. Þessari til- lögu minni var hafnað, en hins vegar var í búvörulögunum á- kvæði um að Félagsráðið til- nefndi mann í Framleiðsluráð landbúnaðarins og ég var kos- inn í það embætti. Landssamband kúabænda Í búvörulögunum var einnig á- kvæði um hlutverk landssam- taka afurðastöðva, og á grund- velli þeirra voru Samtök af- urðastöðva í mjólkuriðnaði stofnuð 7. október 1985 til að koma fram fyrir hönd mjólkur- stöðvanna við framkvæmd nýju búvörulaganna. En fleira bar til tíðinda á þessu við- burðaríka mótunarskeiði í skipulagi landbúnaðarmála. Á fundi Félagsráðs 21. febrúar 1986 var ákveðið að ráðið beitti sér fyrir stofnun lands- samtaka kúabænda og mér ásamt Óskari H. Gunnarssyni var falið að undirbúa hana og boða til stofnfundar. Þetta gekk eftir. Landssamband kúabænda var stofnað í apríl 1986 og reyndist frá upphafi hafa miklu og vaxandi hlut- verki að gegna. Ég átti sæti í stjórn þess í þrettán ár. – Fé- lagsráðið var fyrsti lýðræðis- legi vettvangur kúabænda í landinu, en nú varð hlutverk þess minna en áður og verk- efnin færri eftir tilkomu SAM og LK. Það starfaði þó næstu árin og hélt einn til tvo fundi árlega, þar til það var lagt nið- ur á útmánuðum 1993. Lá við slagsmálum Lykilmaðurinn í þessu öllu saman, bæði Félagsráðinu og SAM, var Óskar H. Gunnars- son; hans þáttur í þessari þróun allri verður ekki ofmetinn að mínum dómi. Ferill hans var með afbrigðum farsæll, og hann var manna drýgstur við að halda þessum hóp saman, því að auðvitað urðu deilur og árekstrar; allir höfðu metnað fyrir hönd sinna fyrirtækja. Ég varð vitni að því að menn ætl- uðu að fara að fljúgast á í veisl- um, en Óskari tókst að sætta menn af sinni alkunnu lagni. – Óskar hvatti okkur og studdi á allan hátt, þegar við stofnuðum Landssamband kúabænda. Hann lagði alla sína löngu starfstíð ríka áherslu á nána og góða samvinnu við bændurna. Og ekki má gleyma hversu vel hann stjórnaði fyrirtæki okkar, Osta- og smjörsölunni, með frábærri markaðssetningu og ströngu gæðaeftirliti. Blómleg ostamenning okkar Íslendinga er mest honum að þakka; það eru engar ýkjur að segja að hann hafi kennt löndum sínum að borða ost. Hann kom svo sannarlega miklu til leiðar og á þakkir skildar fyrir það. Framtíðin kemur Einu sinni sagði ég við Pálma Vilhjálmsson, mjólkurverk- fræðing og framkvæmdastjóra SAM, að það væri vissara að búa sig undir framtíðina; hún kæmi einhvern tíma. Ég er enn ekki farin ofan af því. En hún hefur komið hægar en ég bjóst við. Þó hafa breytingarnar ver- ið gífurlegar og verða áreiðan- lega enn meiri, þegar við þurf- um að keppa við vaxandi inn- flutning landbúnaðarvara. En mjólkurbændur hafa búið sig undir þessar nýju aðstæður. Það hefur ævinlega verið keppikefli Landssambands kúabænda að fólkið sem stundar þessa búgrein hafi við- unandi afkomu. Við höfum Hagkvæmni í sátt við samfélagið Hjónin Guðmundur Þorsteinsson og Helga Bjarnadóttir. Stjórn Félagsráðs Osta- og smjörsölunnar ásamt forstjóra. Frá vinstri: Ósk- ar H. Gunnarsson, Ólafur Þórarinsson, Flugumýrarhvammi, Stefán Hall- dórsson, Hlöðum, Guðmundur Þorsteinsson, Skálpastöðum, formaður, Hörður Sigurgrímsson, Holti, varaformaður og Eiríkur Tryggvason, Búr- felli. Svipmynd úr fjósinu á Skálpastöðum. Íbúðarhús Guðmundar og Helgu snýr að gróðursælum garði.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.