Bændablaðið - 10.03.2004, Page 16

Bændablaðið - 10.03.2004, Page 16
16 Miðvikudagur 10. mars 2004 ðalfundur Osta- og smjör- sölunnar sf., sá 45. í röð- inni, var haldinn föstudaginn 5. mars síðastliðinn, og sóttu hann fulltrúar mjólkursamlag- anna og gestir. Fundarstjóri var kosinn Ásvaldur Þormóðs- son og fundarritari Karl Stef- ánsson. Hvert stefnir? Birgir Guðmundsson stjórnar- formaður flutti skýrslu stjórnar fyrir liðið ár en hún hélt sjö bókaða fundi þar sem fjallað var um ótal mál og ákvarðanir teknar. Birgir minntist á þá ó- vissu sem nú ríkir varðandi starfsemi mjólkuriðnaðarins og starfsskilyrði Osta- og smjör- sölunnar. Í tilefni af því leitaði stjórnin til lögmannsstofunnar Logos og bað hana að kanna hver staðan er nú og hvert stefnir. Ítarleg skýrsla um þetta efni hefur nýverið borist og er nú til athugunar. Birgir taldi að skýrslan mundi koma að góðu gagna við undirbúning að nýrri stefnumótun og gerð nýs bú- vörusamnings og þá miklu vinnu sem hún krefst. Sneiddur ostur æ vinsælli Magnús Ólafsson forstjóri flutti ítarlega skýrslu bæði í máli og skýringamyndum um starfsemi Osta- og smjörsölunnar á árinu 2003 en hún var sem fyrr fjöl- breytileg og öflug og afkoman góð. Meðal annars kom fram að sala á sneiddum osti jókst verulega á árinu eða alls um 15,7%. Aukningin nam 19,1% í sneiddum osti í neytenda- pakkningum og 14,3% í sneiddum osti ætluðum stórnotendum. Í ljósi mikillar söluaukningar undanfarin ár var ákveðið að undirbúa kaup á fullkomnum tækjabúnaði fyr- ir sneiðapökkun. Í október 2003 var gengið frá kaupum á sjálfvirkri sneiðapökkunarvél frá fyrirtækinu CFS B.V. í Hollandi. Hún verður væntan- lega tekin í notkun í aprílmán- uði næstkomandi, og þá verður unnt að bjóða upp á mun fjöl- breyttara úrval af sneiddum osti. Ný tæki fyrir rifinn ost Sala á rifnum osti jókst um 11,9% milli ára. Í fyrra voru keypt ný tæki til pökkunar á rifnum osti og þau hafa reynst mjög vel. Þau hafa orðið til þess að draga úr framleiðslu- kostnaði, þar sem færra starfs- fólk þarf við framleiðsluna, rýrnun hráefnis og kostnaður við umbúðir minnkar og afköst aukast til muna. Söluaukning á rifnum osti í fyrra var mest meðal stórnotenda eða 11,7% en í smásölupakkningum varð hún 6,9% Rafræn gæðahandbók Mikil vinna fór í að bæta raf- ræna gæðahandbók á árinu til samræmis við breytingar sem hafa verið gerðar á ISO-gæða- staðlinum. Tekinn var upp nýr staðall, ISO 9001, en með til- komu hans er lögð meiri á- herslu á setningu markmiða, vöruþróun og náin tengsl við viðskiptavini. Það var haustið 1991 sem tekið var að huga að gæðakerfi sem henta mundi fyrirtækinu. Vorið 1992 var valið kerfið ISO 9002, og eftir tímafrekan undirbúning var takmarkinu náð og vottun fékkst í ágústmánuði 1994. Síðan hefur gæðastjórnun ver- AÐALFUNDUR OSTA- OG SMJÖRSÖLUNNAR SF. : Öflug starfsemi og góð afkoma A Magnús Ólafsson sextugur agnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunar, varð sextugur 6. mars síðast- liðinn og tók á móti gestum í Akoges- salnum. Mikill fjöldi vina og samstarfsmanna fagnaði með honum og fjöl- skyldu hans þessum merku tímamótum. • Helgi Jóhannesson ávarpar Magnús og afhendir honum andvirði listaverks að gjöf frá Osta- og smjörsölunni. ið ómissandi þáttur í starfsemi Osta- og smjörsölunnar. Vel heppnaðar auglýsingar Nýstárleg og vel heppnuð aug- lýsingaherferð var í tengslum við markaðssetningu á Léttu og laggóðu með olífuolíu. Saga film annaðist gerð sjónvarps- auglýsinganna, sem fylgt var eftir með stuðningsefni í dag- blöðum og tímaritum og á strætisvagnaskýlum. Athygli vakti að ´sjónvarpsauglýsing- arnar voru teknar í Slóveníu með þarlendum leikurum. Önnur auglýsingaherferð, sem einnig tókst með ágætum, var skafmiðaleikur í samstarfi við Laugarásbíó; aðrir samstarfs- aðilar voru Bónus og Iceland Express. Endurnýjaður var á árinu birtingarsamningur vegna sjónvarpsauglýsinganna með leikkonunum Helgu Brögu Jónsdóttur og Halldóru Geirharðsdóttur. Þessar vin- sælu auglýsingar verða birtar fram á vormánuði 2004 en þá verður allt auglýsingaefni fyrir osta endurnýjað. Stjórnin endurkosin Stjórn Osta- og smjörsölunnar var endurkosin í lok aðalfund- arins en hana skipa: Birgir Guðmundsson, Helgi Jóhann- esson, Erlingur Teitsson, Þórólfur Gíslason og Guðlaug- ur Björgvinsson. Varamenn voru kjörnir: Magnús H. Sig- urðsson, Guðmundur Þor- steinsson, Jóhannes Ævar Jónsson, Hólmgeir Karlsson og Snorri Evertsson. • Ísland í þriðja sæti sland er í þriðja sæti samkvæmt skýrslu IDF um mestu ostaþjóðir heims á árinu 2002. Í efsta sæti er Grikkland með 27,5 kg á hvern íbúa, Frakkland er í öðru sæti með 25,8 kg. og síðan komum við með 22,3 kg. Hafa ber í huga að kvarg er haft með ostum er- lendis og skyrið hjá okkur. Neyslan hér á landi er enn meiri á árinu 2003 eða 23,9 kg.; ostur er 15 kg. og skyr- ið 8,9 kg. • Í M Yst til vinstri er Ásvaldur Þormóðsson fundarstjóri, í miðju sést Birgir Guðmundsson stjórnarformaður og loks Magnús Ólafsson forstjóri í ræðustóli. Séð yfir fundarsalinn á aðalfundi Osta- og smjörsölunnar.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.