Bændablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 26
26 Miðvikudagur 10. mars 2004
Á
dögunum fóru röskir
tveir tugir loðdýra-
bænda til Danmerkur
í því skyni að kynna
sér starfsemi danska
uppboðshússins í
Kaupmannahöfn og
fylgjast með lands-
sýningu á skinnum danskra loð-
dýrabænda. Sýningin var í
Herning á Jótlandi, en þar voru
einnig sýnd tæki og tól sem notuð
eru í loðdýrarækt. Loðdýraræktin
er í uppsveiflu nú um stundir en á
síðustu árum hafa framleiðendur
fatnaðar notað mikið af skinnum
t.d. í bryddingar og nú beinast
tískustraumar aftur að heilum
pelsum - loðdýrabændum til
mikillar ánægju. Dönsk loðdýrabú
stækka stöðugt og hið sama gildir
um tæki sem eru notuð á búunum.
Um leið er reynt að létta vinnuna
og auka afköstin. Tækin verða
sífellt dýrari og afkastameiri svo
að lítil loðdýrabú standa ekki alltaf
undir fjárfestingunni. Því hafa til
dæmis margir danskir bændur
brugðið á það ráð að stofna sam-
eiginlegar verkunarstöðvar sem
verka allt að 150-200 þúsund
skinn á ári - auk þess hefur sam-
vinna verið aukin á ýmsum öðrum
sviðum. Á Íslandi eru 35 loð-
dýrabændur sem framleiða árlega
um 150 - 160 þúsund minkaskinn
og um 11 - 12.000 refaskinn.
Danskir loðdýrabændur eru rétt
rösklega 2000. Ársframleiðslan er
12 milljónir minkaskinna og 40
þúsund refaskinn.
Íslensku bændurnir skoðuðu
sérstaklega skinn sem danskir
bændur voru með á sýningunni og
það var mál manna að þar væri
gífurlega mikið af frábærum
skinnum en athygli vakti að
allnokkur búnt hefðu ekki náð
langt á sýningum hér á landi. Stutt
er síðan haldin var sýning á af-
urðum loðdýrabænda í Reykjavík
þannig að auðvelt var fyrir ferða-
langana að bera saman það besta á
Íslandi og í Danmörku. "Það hefur
orðið gríðarleg framför í loðdýra-
rækt á Íslandi," sagði Árni Krist-
jánsson, framkvæmdastjóri Sam-
bands íslenska loðdýrabænda.
"Við erum komin að toppnum en
nokkrir bændur á Íslandi eru að fá
að meðaltali sama verð og Danir."
Danskir loðdýrabændur búa
við þann augljósa kost að greiða
lægra verð fyrir loðdýrafóður en
íslenskir starfsbræður þeirra. Svo
virðist sem það ríki meiri skiln-
ingur á því í Danmörku en á Ís-
landi að heppilegra sé að loðdýr éti
t.d. sláturúrgang - og á þann hátt
séu sköpuð verðmæti - fremur en
að úrganginum sé fargað. Það
kostar peninga að urða úrgang og
sums staðar er það ekki liðið.
Þannig fá hollenskir bændur greitt
fyrir að taka á móti sláturúrgangi.
Forsvarsmenn ýmissa fyrir-
tækja á Íslandi hafa sýnt áhuga á
að láta úrgang fara í loðdýra-
ræktina fremur en að henda
honum. Sem dæmi má nefna
Síldarvinnsluna í Neskaupsstað,
sem rekur laxeldi í Mjóafirði, en
SR frystir afskurð sem loðdýra-
bændur nýta. Loðdýrabændurnir
sem Bændablaðið ræddi við um
þessi mál sögðu að hægt væri að
tilgreina fjölmörg dæmi þar sem
sláturúrgangur hefði verið urðaður
eða honum hent frekar en að koma
honum í fóðurstöð. "Sem betur fer
er þetta viðhorf að breytast, en
lægra fóðurverð heima er forsenda
þess að hægt sé að stunda loðdýra-
rækt á Íslandi. Við verðum að
minnsta kosti að standa jafnfætis
samkeppnislöndum okkar hvað
þetta varðar ef greinin á að eiga sér
framtíð. Loðdýraræktin getur
orðið að ígildi stóriðju," sagði
Árni og undir það tóku margir af
viðmælendum blaðsins. Bent var á
að stöðugt væri þrengt að búskap á
meginlandi Evrópu og það á jafnt
við um loðdýrarækt og ýmsar aðr-
ar greinar. Af þeim sökum sagði
Árni að það væri ekki fjarri lagi að
ætla að Ísland gæti orðið stórveldi
á sviði loðdýraræktar enda skorti
hér hvorki landrými né fóður.
Loðdýrabændurnir Gauti
Halldórsson og Bjarni Stefánsson,
sem eiga sæti í fagráði í
loðdýrarækt, sátu nokkra fundi
ytra til að kynna sér stefnu og
strauma í loðdýraræktinni. Þeir
voru sammála um að saman-
burðurinn við Dani væri síður en
svo óhagstæður. "Markmiðið er að
ná Dönunum og fara fram úr
þeim," sagði Bjarni og benti á að
þegar harðnaði á dalnum dyttu þeir
út sem rækju lestina. "Við verðum
að vera framan við miðju ef við
ætlum að vera með."
Á fundum þeirra félaga kom
fram að nú væri verið að kanna
möguleika á einstaklingsfóðrun
loðdýra. Þetta er vel þekkt í naut-
griparæktinni og rétt eins og þar
virðist einstaklingsfóðrun í loð-
dýrarækt ætla að gefast vel. Gauti
sagði að einstaklingsfóðruð dýr
væru stærri og fóðurnotkun væri
minni. Bjarni benti líka á að í
ræktun yrðu þau dýr valin sem
hefðu góða fóðurnýtingu.
Getur loðdýraræktin orðið
ný stóriðja á Íslandi?
Hópurinn sem fór utan til að kynna sér allt það nýjasta og besta í loðdýrarækt.
Hér má sjá Skagfirðingana Benedikt Agnarsson, Breiðstöðum og Harald
Stefánsson, Brautarholti og Reyni Barðdal, Sauðárkróki með þönur úr plasti
en þær eru hluti af samstæðu sem strekkir skinn og þurrkar. Plastpokum er
rennt yfir skinnið þegar það er þurrkað. Reynir sagði að þessi vél væri ein
mesta byltingin í þurrkun á skinnum sem hefði komið fram á liðnum árum.
Bjarni Gauti
Þau Katrín Sigurðardóttir og Stefán
Guðmundsson á Mön, sem einnig reka
loðdýrabú á Hraunbúi í Gnúpverjahreppi,
voru að skoða búr þegar Bbl. hitti þau á
sýningunni. Katrín sagði að þau hefðu
séð margt sem gæti komið sér vel í
búskapnum og nú biði þeirra að
forgangsraða. „Ég sá t.d. hér nýja
strekkivél sem ég hef mikinn áhuga á -
en vélin er dýr. Hér er líka ný fláningslína
sem krefst aðeins eins manns í stað
þriggja eins og staðan er hjá okkur núna
- og þessi eini mundi afkasta meiru,“
sagði Katrín. Stefán minnti á að í
Danmörku er litið á loðdýrarækt sem
mikilvægan atvinnuveg. „Heimsókn á
svona sýningu virkar eins og
vítamínsprauta. Nú förum við heim og
brettum upp ermar.“
Katrín Stefán
Danirnir efndu til margra tískusýninga sem vöktu gríðarlega athygli.
Árni Kristjánsson, framkvæmda-
stjóri SÍL og kona hans Ragn-
heiður Skúladóttir.