Bændablaðið - 06.07.2004, Page 2
2 Þriðjudagur 6. júlí 2004
Skógrækt ríkisins og BYKO
hafa endurnýjað samning sín í
milli um að BYKO selji timbur
frá Skógræktinni. Að sögn
Þrastar Eysteinssonar, þróunar-
stjóra hjá Skógræktinni,
byrjaði þetta samstarf fyrir
nokkrum árum þegar BYKO
hóf að styrkja grisjun í skóg-
lendum Skógræktarinnar.
Þröstur segir að fyrir 10 árum
hafi BYKO byrjað að selja unninn
við úr skóglendum Skógræktarinn-
ar. Þar hafi síðan fengist borðviður
af íslensku birki og íslensku lerki
og ýmsu öðru sem BYKO hefur
tekið til sölu svo sem plattar úr
lerki og arinviður þó að mest af
honum sé selt á bensínstöðvum
landsins.
,,Þetta er nú ekki mikið magn
því framleiðslan er ekki mikil úr
íslenskum skógum enn sem komið
er. Það hefur spurst út meðal hand-
verksmanna og skóla að þarna sé
íslenskur viður til sölu. Það sparar
þeim á höfuðborgarsvæðinu að
hringja í skógarverðina úti á landi
og panta hjá þeim efni. Nú geta
þeir bara farið í BYKO og keypt
íslenskan við," sagði Þröstur.
Á höfuðborgarsvæðinu fellur
mikið til af trjáviði og af og til
falla til stórir og miklir trjábolir af
ösp eða greni sem garðeigendur
eru að losa sig við. Einnig koma
stundum tegundir sem handverks-
menn sækjast mjög eftir svo sem
hlynur og silfurreynir. Það gerist
oft þegar hús í eldri hverjum skipta
um eigendur að nýja fólkið sem
kemur inn byrjar á að grisja skóg-
inn á lóðinni vegna þess að það
vill sjá til sólar. Þetta fólk hefur
ekki sömu tilfinningar til trjánna
og fólkið sem gróðursetti þau og
fellir þau gjarnan. Hefur Skógrækt
ríkisins boðið upp á að fletta slíka
boli gegn vægu gjaldi.
Enda þótt fólk þurfi leyfi til að
fella tré sem hafa ná ákveðinni
hæð segir Þröstur að æskilegt væri
að koma upp lista yfir friðlýst tré,
bæði á höfuðborgarsvæðinu og
Akureyri, því menn sæju eftir
sumum gömlum fallegum trjám
sem felld eru. Slík tré eru ekki
aðeins minnismerki um bjartsýni
og framtíðarvonir fólks í skóg-
lausu landi á fyrri hluta 20. aldar
heldur gefa þau einnig dýrmætar
upplýsingar um aðlögun viðkom-
andi tegundar og geta orðið mikil-
væg uppspretta fræs til til ræktunar
skóga framtíðarinnar.
BYKO selur timbur
frá Skógrækt ríkisins
Innflutningur er hafinn á náttúruefnum frá
Danmörku sem reynast afburðavel gegn
bráða júgurbólgu og fleiri kvillum í kúm.
Sömuleiðis er eitt efnanna hitalækkandi. Það
er Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi í
Holtseli í Eyjafirði, sem hefur tekið að sér
umboð fyrir þessi hómópataefni, sem ekki
má kalla lyf á Íslandi.
Guðmundur Jón fór á Agromek
landbúnaðarsýninguna í Danmörku í vetur eins
og fleiri íslenskir bændur. Hann kom þá við í
sýningarbás þar sem danskur maður, Per B.
Andersen, var að kynna þessi efni sem hann
hefur umboð fyrir í Danmörku. Guðmundur Jón
segist ekki hafa verið mjög trúaður á þetta en
hafi samt fengið smá sýnishorn af efnunum til
reynslu því ekki sé hægt að neita því sem maður
þekki ekki, eins og hann orðaði það. Efnin eru
unnin úr mismunandi jurtum eftir því til hvers á
að nota þau.
Fyrirtækið heitir AltaVet og hefur selt
þessar vörur í Danmörk í 11 ár en efnin er
framleidd í Frakklandi og hafa verið í
framleiðslu síðan 1936.
,,Við prófuðum efnin á kú sem var með
júgurbólgu og gripum inn í um leið og fyrstu
merkin sáust. Júgurbólgan var nánast horfin um
kvöldið og alveg næsta morgun. Kúnum eru
gefin þessi efni inn líkt og þegar verið er að
lækna súrdoða og það virkaði fullkomlega.
Efnið kemur til landsins sem fæðubótarefni og
hefur þegar verið samþykkt af aðfangaeftirlitinu
sem slíkt," sagði Guðmundur Jón.
Efnum er úðað upp í kýrnar með úðabrúsa,
u.þ.b. 15-20 ml í skammt, en ekki hellt ofan í
kýrnar eins og súrdoðaefnum. Kýrnar eiga helst
að taka þessi efni upp í gegnum slímhimnuna í
munninum. Þess vegna er best að úða efnunum.
Guðmundur Jón segir að þegar fúkkalyf eru
notuð þá séu teknar fjórar til fimm túbur í
kúrinn sem tekur jafn marga daga. Síðan bætast
við 6 dagar í útskolun og þessa 10 til 11 daga
verður að hella niður mjólkinni nema hvað hægt
er að gefa hana kálfum síðust 2 dagana eða svo.
Fyrir utan afurðatap kostar lyfið og dýralæknir
sem kalla verður til á milli 30 og 40 þúsund
krónur. Danska náttúruefnið kostar um það bil
helmingi minna að sögn Guðmundar og það
eyðir júgurbólgunni strax og því verður ekkert
afurðatap.
,,Ég tel að með afurðatapi og dýralækni
kosti hvert júgurbólgutilfelli vart undir 20-30
þúsund krónum en einn lítri af frönsku efnunum
kostar um 20 þúsund krónur og dugar í um það
bil 10-12 meðhöndlanir. Þessi efni eyða ekki
júgurbólgunni heldur virkja ónæmiskerfi kúnna
til að gera það sjálft."
Eitt efnanna hjálpar til við að losa fastar
hildar. Per B. Andersen kom í heimsókn til
Íslands í maí og kom þá með sýnishorn af því
efni með sér. Það hefur þegar verið prófað á
tveimur kúm og virkar fullkomlega, að sögn
Guðmundar Jóns Guðmundssonar.
Franskt náttúruefni gegn júgurbólgu
Heyforði kúabænda í landinu
árið 2003 varð 57% umfram
þarfir sem stafar af einstöku
góðæri í fyrrasumar og ríflegri
áburðagjöf miðað við tíðarfar.
Breytilegur kostnaður við þetta
umframhey nemur á annað
hundrað milljónum króna. Bara
plastið á það kostar um 50
milljónir króna. Þá er eftir olíu-
kostnaður, laun, garn og annað
sem til fellur. Þetta segir Baldur
H. Benjamínsson, ráðunautur
hjá Bændasamtökum Íslands.
Hann segir að margir bændur
sleppi fasta kostnaðinum og segist
eiga vélarnar hvort sem er. Hins
vegar sé þetta það mikið hey að
það er farið að skipta máli í
sambandi við slit á vélum.
,,Ég held að mjög margir hafi
verið á verði í ár því ljóst er að
bændur keyptu mun minna af
áburði en vanalega og menn bera á
minni svæði en þeir hafa gert
undanfarin ár. En það má gera ráð
fyrir að í ár verði enn betra hey-
skaparsumar en í fyrra því dæmi
voru þess að menn byrjuðu að slá í
maí. Slíkt hefur aldrei áður gerst
síðan land byggðist," sagði Baldur.
Hann var spurður hvað bændur
gætu gert við umframheyið. Hann
nefndi sem dæmi að uppi á Gler-
árdal við Akureyri hefur verið
stofnað fyrirtækið Tæting ehf. sem
jarðgerir lífrænan úrgang. Mikið
fellur til á Akureyri af lífrænum
úrgangi en það vantar stoðefni sem
heyið er. Hins vegar mun líklega
falla til meira magn af heyi en
Tæting ehf. getur notað. Þá bendir
Baldur á að hey hafi verið notað til
landgræðslu víða um land. En þeg-
ar svona mikið fellur til af um-
framheyi eins og var í fyrra sé
erfitt að koma því í lóg, þetta sé í
raun vandamál.
Heyforði í fyrra
57% umfram þarfir
Mikill skortur á nautakjöti
Samkvæmt yfirliti frá Landssamtökum sláturleyfishafa var 13,5%
minni nautakjötssala í maí 2004 miðað við sama mánuð 2003. Sömu
sögu er að segja um sölu á 12 mánaða tímabili frá 1. júní 2003 til 31.
maí 2004 en þá hefur nautakjötssala dregist saman um 18.1 tonn
miðað við sama tímabil árið á undan.
Hermann Árnason, sláturhússtjóri SS, sagði ástæðu minni sölu þá að
það skorti kjöt í sláturhúsin. "Það hefur stórlega dregið úr framboði á
nautakjöti og þá alveg sérstaklega ungnautakjöti. Þetta er afleiðing af
lágu verði til bænda í langan tíma. Þumalputtareglan er sú að sá er elur
upp íslenskt naut nær því upp í 250 kg á tveimur árum. Samkvæmt
núverandi verði fengi bóndinn 130 til 140 krónum á dag í þessi tvö ár
fyrir að ala nautið. Þá er eftir að greiða fyrir fóður og húsnæði," sagði
Hermann.
Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, sagði að þar á
bæ fengju menn allt of fáa nautgripi til slátrunar. "Við gætum selt alla
nautavöðva sem nú eru í boði tvisvar til þrisvar sinnum," sagði
Sigmundur.
Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, segir
kúabændur ekki hafa orðið vara við aukinn þrýsting á innflutning
nautakjöts. Hann bendir á að sláturleyfishafar hefðu ekki vilja borga
bændum raunhæft verð fyrir tveimur árum en þá var tekin ákvörðun um
ásetning þeirra gripa sem hefðu getað verið tilbúnir til slátrunar nú.
Þórólfur segist ekki eiga von á breytingu fyrr en bændur fái viðunandi
verð fyrir kjötið. Formaður LK sagði að bændur hefðu fengið rangar
upplýsingar varðandi biðlista eftir að koma nautgripum í slátrun en á
sínum tíma hefði því verið haldið fram að framboðið væri afar mikið og
því væri verðið lágt.
"Á þessum biðlistum voru gripir sem ekki voru til," sagði Þórólfur og
hann segist spyrja sig hvort núverandi tölur séu réttari en þær sem gefnar
voru upp fyrir tveimur árum þegar biðlistar voru sagðir langir. "Vera má
að eitthvað hafi dregið úr framboði en við höfum ekki tölvutækt
skyldumerkingakerfi og meðan svo er þori ég ekki að fullyrða um þetta
mál," sagði Þórólfur.
Landnýtingarákvæði
gæðastýringarinnar
taka ekki gildi fyrr en
á næsta ári
Landgræðslan hefur sent bréf
út í sveitarfélög og látið vita
að vegna ástands á tilteknum
afréttum geti þeir sem nýta þá
ekki uppfyllt skilyrði gæða-
stýringar fyrr en búið sé að
vinna einhverjar
landnýtingar- eða land-
bótaáætlanir.
Að sögn Sigurgeirs Þor-
geirssonar, framkvæmdastjóra
Bændasamtakanna, hafa sumir
tekið þetta þannig að þeir muni
ekki fá gæðatengdu greiðslurnar
í ár en það er ekki rétt. Land-
nýtingarákvæði gæðastýringar-
innar gilda ekki í ár vegna þess
að úttekt á jörðum var ekki
lokið nógu snemma. Allir sem á
annað borð uppfylla önnur skil-
yrði gæðastýringarinnar fá
þessar greiðslur í ár og land-
nýtingarákvæðin taka ekki gildi
fyrr en á næsta ári.
Per B. Andersen kom hingað til lands ásamt
eiginkonu sinni, Helgu. Hér eru þau stödd
norður í Eyjafirði.