Bændablaðið - 06.07.2004, Page 7
Þriðjudagur 6. júlí 2004 7
Við spurðum um höfund vísunnar
,,Fjallkóngur í fjórtán ár" í 11.
tölublaðinu og fengum svar. Að
vísu á það að vera fimmtán ár en
ekki fjórtán í fyrstu línu en
höfundur vísunnar hét Ásmundur
Gíslason sem bjó í Besey í
Norðurárdal á 19. öld. Vísuna orti
hann um Jón Sæmundsson,
hreppstjóra að Hamri í Þverárhlíð
og leitarstjóra og réttarstjóra í
Fiskivatnsrétt. Þá var til lítil rétt
sem hét Víghólsrétt og vildi Jón
Sæmundsson leggja hana niður
og fá allt féð í Fiskivatnsrétt og
því fór hann og braut Víghólsrétt
niður og það var tilefni vísunnar.
Spurt á ný
Enn á ný langar mig til að spyrja
um höfund ágætrar vísu sem ég
lærði á dögunum. Mannsnafnið
þarf ekki að vera rétt:
Sigurður hefur farið flatt
flæktur í gögnum hæpnum,
dæmdur fyrir að segja satt
en sýknaður af glæpnum.
Um suma
Kristján Bersi sendi þessa
skemmtilegu vísu á Leir ,,eins og
ég lærði hann einhvern tímann í
einhverju þjóðsagnasafni var hún
á þessa leið":
Ef sumir vissu um suma,
hvernig sumir eru við suma,
þegar sumir eru frá, -
þá væru ekki sumir við suma
eins og sumir eru við suma,
þegar sumir eru hjá.
Kommarnir og sálirnar
Sumir kættust vegna dómsins yfir
Davíð en hægri menn urðu reiðir
og kölluðu alla sem kættust
komma og að þeir hefðu allaf eina
sál þegar svona mál kæmu upp.
Þá orti Hjálmar Freysteinsson:
Sýnist vera sannað mál
segir okkur heimild traust,
að kommar eiga eina sál
en íhaldið er sálarlaust.
Kjósendur bjánar
Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá
Vaðbrekku sendi nýlega frá sér
vísnabók sem hann kallar ,,Ekki
orð af viti". Á einum stað segir
Ragnar að nokkrir frændur hans
og vinir hafi boðið sig fram fyrir
hina ýmsu flokka í kosningum en
ekki fengið sérlega góða
kosningu. Þá orti hann í orðastað
þeirra allra:
Mér finnst almættið ýtið og frekt
og óhæf þess víðtæka mekt.
Mér finnst kjörstjórnin kjánar
og kjósendur bjánar
og lýðræðið andstyggilegt
Elsta listgreinin
Ragnar Ingi Aðalsteinsson segir í
kveri sínu Ekki orð af viti að menn
hafi deilt um það hvort súludans
væri list eður ei. Ragnar orti:
Til listgreina ljúfra það telst
og list í því gjörvöllu felst.
Að leggjast á bakið
með lífið allsnakið
er allra listgreina elst.
Mælt af
munni fram
Um nokkurra áratuga skeið hefur á
alþjóðavettvangi verið fjallað um viðskipti milli
landa með það að markmiði að draga úr
hömlum á þeim. Samningar um aukið frelsi í
viðskiptum með búvörur hófust á vegum GATT
á 9. áratugnum en GATT var leyst af hólmi með
stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO,
1992.
Hugmyndin á bak við aukið frelsi í viðskipt-
um er sú að frelsið auki velmegun þjóða jafnt
og einstaklinga. Um langan aldur hafa lönd hins
vegar varið markaði sína með tollum, sem lagð-
ir hafa verið á innflutning, og greitt með út-
flutningi á matvælum sínum og mörgum öðrum
vöruflokkum.
Fórnarlömbin í þessum viðskiptum hafa
einkum verið fátæk lönd, þróunarlönd, sem
koma ekki framleiðslu sinni á markað og eru
illa varin eða óvarin gagnvart ódýrum innflutn-
ingi, sem rænir þeirra eigin bændur lífsbjörg-
inni.
Við fall Sovétríkjanna árið 1989 var eftir-
minnilega staðfest hrun kommúnismans í reynd
hvað sem leið fagurri hugmyndafræði þeirrar
stefnu um jöfnuð og réttlæti. Jafnframt fékk
andstæða kommúnismans, kapítalisminn,
mikinn byr í seglin.
Alþjóðaviðskiptastofnunin hefur reglulega
haldið fundi með þátttöku allra aðildarþjóða
sinna þar sem á dagskrá hefur verið aukið frelsi
í viðskiptum í anda alþjóðahyggju. Þær niður-
stöður, sem að hefur verið stefnt, hafa þó ekki
fengist. Fastur fylgifiskur þessara funda er
jafnframt að mótmælendur alþjóðavæðingar-
innar, af ýmsum toga, hafa fjölmennt á fundar-
staðina.
Síðustu viðræðulotu innan GATT/WTO
lauk 1994 og þar var í fyrsta sinn samið um
aukið frelsi í viðskiptum með búvörur. Árið
2001 fór síðan ný viðræðulota af stað í Doha,
svokölluð Dohalota. Stefnt var að því að
samningum lyki á þessu ári og tækju þeir gildi
2005. Sú tímaáætlun er nú farin út um þúfur, en
viðræðurnar eru í fullum gangi og er tíðinda
vænst af ráðherrafundi sem haldinn verður í
Genf í lok júlí á þessu ári.
Samkvæmt hugmyndafræði alþjóðavæðing-
arinnar skal hver þjóð njóta þess að framleiðsla
hennar sé hagkvæmari og ódýrari en annarra
þjóða. Til að leggja mat á stöðu hverrar þjóðar í
þeim efnum er reiknað svokallað PSE, sem
kallað hefur verið tekjuígildi stuðnings við
landbúnað í hverju landi, miðað við
heimsmarkaðsverð. PSE hefur þó sína veik-
leika. Þannig er tekjuígildi stuðnings við mjólk-
urframleiðendur í Evrópu fundið með því að
ganga út frá mjólkurverði á Nýja-Sjálandi að
viðbættum flutningskostnaði á þungaeiningu á
osti eða smjöri til Evrópu.
Eftir því sem lengur hefur liðið hefur æ
betur komið í ljós að stefna Alþjóða viðskipta-
stofnunarinnar, að beita viðskiptafrelsi og al-
þjóðavæðingu til að jafna kjör ríkra og fátækra
þjóða, á sér ýmsa annmarka. Þar má í fyrsta lagi
nefna að sífellt fleiri þjóðir krefjast þess að hafa
matvælaöflun til eigin þarfa á sinni könnu.
Ástæða þess er sú að þær vilja ekki eiga þessa
mikilvægustu undirstöðu í lífi hvers manns,
matinn, undir öðrum, þ.e. að framboð á nægum
og hollum mat sé tryggt.
Þá er matvælaframleiðsla og búseta í hverju
landi nátengd frá aldaöðli og mikilvægur hluti
af menningararfi hverrar þjóðar og sjálfsmynd
hennar. Í því sambandi kemur oft upp hugtakið
búsetulandslag í umræðunni, þar sem aldagróin
byggð á nú undir högg að sækja.
Þessara sjónarmiða gætir mjög í nýrri land-
búnaðarstefnu ESB en samkvæmt henni á að
greiða opinber framlög til landbúnaðar að ein-
hverju leyti sem byggðastyrki (svokallaðar
grænar greiðslur).
Á hinn bóginn vex fylgi við því á alþjóða-
vettvangi að afnema markaðstruflandi styrki
með útflutningi, hvort sem er í beinum fjár-
framlögum eða sem greiðslufresti.
Á síðari árum hefur sífellt meira borið á því
að auðug alþjóðleg fyrirtæki eða auðugir aðilar,
sem starfa í svokölluðum þróunarlöndum, hafi
boðið fram búvörur á alþjóðamörmarkaði á
lágu verði. Þetta hefur gerst í framhaldi af sams
konar starfsemi á öðrum sviðum, þar sem
kunnust er fataframleiðsla og samsetning raf-
tækja.
Við þessa framleiðslu eru starfsmönnum
greidd afar lág laun og öll vinnuskilyrði og at-
vinnuréttindi látin lönd og leið. Við bú-
vöruframleiðslu eru umhverfismál þar að auki
fótum troðin sem og reglur um notkun eitur-
efna. Viðkomandi þróunarlönd standa illa í við-
skiptum við þessi fyrirtæki. Þau eru að leitast
við að efla atvinnulíf í löndum sínum en kröfum
þeirra um úrbætur í aðbúnaði og umhverfis-
málum er svarað með hótunum um að starf-
semin verði lögð niður og flutt til landa þar sem
hún sé velkomin.
Ódýrar vörur, þar á meðal búvörur, eru
síðan fluttar á markað hvar sem hann er að
finna og nýtt það frelsi sem nú hefur fengist um
rýmkun alþjóðaviðskipta. Fregnir um alvarlegar
afleiðingar þessa fyrir fátæk lönd berast úr
ýmsum áttum. Þar má nefna stórfelldan flótta
bænda í Mexíkó frá búum sínum þar sem ódýrt
korn og sojabaunir streyma inn í landið frá
Bandaríkjunum. Frá Indlandi berast einnig
fréttir um áföll í landbúnaði vegna ódýrs inn-
flutnings og fjölda sjálfsvíga gjaldþrota bænda.
Þann lærdóm verður að draga af baráttu Al-
þjóðaviðskiptastofnunarinnar fyrir frjálsum við-
skiptum og alþjóðavæðingu að þar birtist veik-
leiki kapítalismans. Af öllum fram-
leiðsluþáttum er þar frelsi fjármagnsins eitt sem
sett er í öndvegi. Afrakstur af fjármagni er æðri
réttindum og þörfum fólks sem og um-
hverfisins. Þessi stefna stenst ekki hugmyndir
um sjálfbæra þróun, sem er forsenda þess að líf
fái að þróast til lengdar. Kommúnisminn stóðst
ekki raunveruleikann, hinn óhefti kapítalismi
gerir það ekki heldur. /M. E.
Kjallarinn
Hagkerfi og sjálfbær þróun
Umsjón:
Sigurdór Sigurdórsson
Sveitarstjórnarmenn á
Vesturlandi hafa brugðist hart við
þeirri ákvörðun fv.
menntamálaráðherra, Tómasar Inga
Olricht, að sniðganga Vestlendinga
við úthlutun fjármagns til
menningarsamnings og úthluta 240
milljónum til menningarsamnings á
Akureyri á síðustu dögum hans í
embætti.
Nú er ekki sjálfgefið að fólk
almennt geri sér grein fyrir því út á
hvað menningarsamningur gengur
og er rétt að skýra það hér í
nokkrum orðum.
Frá árinu 2001 hefur
vinnuhópur á vegum
Atvinnuráðgjafar Vesturlands og
Samtaka sveitarfélaga á
Vesturlandi unnið að stefnumótun
og undirbúningi
menningarsamnings við
menntamálaráðuneytið, með
fullum vilja og hvatningu frá
ráðuneytinu.
Höfð var til hliðsjónar skýrsla
starfshóps sem
menntamálaráðherra skipaði árið
2000 en sá starfshópur lagði til að
"Á grundvelli menningarstefnu
verði fjárhagsgrunnur
menningarstarfs í viðkomandi
sveitarfélögum tryggður, m.a. með
samningum við
menntamálaráðuneytið".
Hugmyndin er sem sagt komin
frá vinnuhópi skipuðum af
menntamálaráðherra. En í tengslum
við samþykkt Alþingis um stefnu í
byggðamálum fyrir árin 1999-2001
var m.a. lögð áhersla á að efla
menningu á landsbyggðinni og því
var áðurnefndur vinnuhópur
skipaður.
Hugmyndin byggir á því að
fjármagn komi í menningarsjóð
samkvæmt menningarsamningi
ríkisins og viðkomandi
sveitarfélaga eða samtaka þeirra.
Veittir verði síðan styrkir úr
sjóðnum til sérstakra
menningarverkefna en skilyrði fyrir
úthlutun úr sjóðnum er að
viðkomandi umsækjandi sýni fram
á mótframlag til verkefnisins a.m.k.
50%. Auglýst yrði eftir umsóknum
eigi sjaldnar en árlega.
Stefnumótun og samningsdrög
voru nánast tilbúin til undirskriftar
af hálfu sveitarfélaganna á
Vesturlandi og
menntamálaráðuneytisins á
haustdögum 2002 en fv.
menntamálaráðherra taldi ekki
möguleika á að setja fjármagn til
samningsins við gerð fjárlaga
ársins 2003 og 2004 vegna
fjárskorts.
Við undirbúning samningsins
horfðu Vestlendingar til
sambærilegs samnings á
Austurlandi sem í gildi hefur verið
í nokkur ár. Það er ekki nokkur
vafi á að þar hefur samningurinn
virkað mjög vel á mannlífið,
stuðlað að markvissu
uppbyggingarstarfi menningarmála
og öll sú framkvæmd verið
heimamönnum þar til sóma.
Undanfarin misseri hefur
gríðarlegum fjármunum verið varið
til menningarmála á landinu öllu.
Það er hluti af lífsgæðum
Íslendinga að hafa öflugt
menningarlíf og nauðsynlegt að
ríkið styðji við menninguna með
myndarlegum hætti. Við borgum
öll okkar skatta til samfélagsins
hvar á landinu sem við erum. Það
vekur því óneitanlega athygli
hversu mikil mismunun virðist vera
í úthlutun fjármagns til
menningarmála eftir landshlutum.
Samtök sveitarfélaga á
Vesturlandi og vinnuhópur um
menningarsamning setti mikla og
faglega vinnu í undirbúning
stefnumótunar og samnings fyrir
Vesturland. Við gerum jafnframt
kröfu um fagmennsku frá öðrum
þeim er að þessum málum koma.
Forsvarsmenn sveitarfélaga á
Vesturlandi binda miklar vonir við
að nýr menntamálaráðherra taki
þessi mál til ítarlegrar skoðunar.
Við treystum því að á árinu 2005
verði kominn til framkvæmda
menningarsamningur við
Vesturland og honum fylgi
fjármagn í ekki minna mæli en
runnið hefur til annarra landshluta.
Helga Halldórsdóttir,
formaður Samtaka sveitarfélaga á
Vesturlandi
Mikil hefð er fyrir kórsöng á
Íslandi og ekki síst í hinum dreifðu
byggðum. Þessar lands-
byggðarkonur sungu við upphaf
búnaðarþins fyrir nokkrum árum.
Hvað er menningar-
samningur?