Bændablaðið - 06.07.2004, Side 13

Bændablaðið - 06.07.2004, Side 13
Þriðjudagur 6. júlí 2004 13 Rúlluplast M R / jú ní 2 00 4 / 0 6 Korngarðar 5 • 104 Reykjavík Símar: 540 1100 • Fax: 540 1101 Rétta plastið tryggir gæðin MR selur umbúðir fyrir hey í hæsta gæðaflokki frá Hollenska fyrirtækinu VISSCHER HOLLAND. Umbúðir fyrir hey Magn Þyngd Verð Verð pr. pall. pr. Rúllu án vsk m.vsk Rúlluplast: Grænt 75 cm 30 rl 29 kg 5.995,- 7.464,- Hvítt 75 cm 30 rl 29 kg 5.995,- 7.464,- Rúllunet 12gr x 3000m 47 kg 13.900,- 17.306,- Garn (2 rl í pakka) 9 kg 1.990,- 2.478,- Auglýsing um útflutningshlutfall kindakjöts 2004 - 2005. 1. gr. Landbúnaðarráðherra hefur að fengnum tillögum Bændasamtaka Íslands, ákveðið að útflutningshlutfall kindakjöts af fé sem slátrað verður árin 2004 - 2005, verði sem hér segi: Dilkakjöt: Tímabil: Útflutningshlutfall: 1. júlí 2004 - 22. ágúst 2004 10% 23. ágúst 2004 - 29. ágúst 2004 17% 30. ágúst 2004 - 5. september 2004 24% 6. sept. 2004 - 12. september 2004 31% 13. sept. 2004 - 28. nóvember 2004 36 - 38% * 29. nóv. 2004 - 28. febrúar 2005 24% 1. mars 2005 - 10% *) Hlutfall fyrir tímabilið 13. september til 28. nóvember 2004, verði nánar ákveðið innan þessara marka og auglýst fyrir 1. september n.k. 2. gr. Fyrir sömu tímabil og um getur í 1. gr. er útflutningshlutfall af kjöti af fullorðnu fé ákveðið 0%. 3. gr. Auglýsing þessi er sett í samræmi við reglugerð nr. 524/1998 um útflutning á kindakjöti með síðari breytingum og með heimild í 4. mgr. 29. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og öðlast gildi 1. júlí 2004. Jafnframt er felld úr gildi auglýsing nr. 619/2003 um útflutningshlutfall kindakjöts. Landbúnaðarráðuneytinu, 25. júní 2004. F.h.r. Ólafur Friðriksson. _______________________ Atli Már Ingólfsson. Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofur Bændasamtaka Íslands verða lokaðar vegna sumarleyfis starfsmanna dagana 19. til 30. júlí. Vegna sumarlokunar hjá Bændasamtökum Íslands verða tilkynningar um breytingar á handhöfum beingreiðslna sem taka eiga gildi 1. ágúst n.k. að berast í síðasta lagi 10. júlí n.k. Landgræðsla ríkisins hefur sáð miklu af lúpínu á söndunum í nágrenni Þorlákshafnar. Nú herjar maðkur sem heitir brandygla á ungar lúpínuplönt- ur en veldur litlum skaða á hinum eldri. Menn voru ekki vissir í byrjun hvaða maðkur þetta væri en Erling Ólafsson skordýrafræðingur hefur stað- fest við Bændablaðið að um brandyglu sé að ræða sem er fiðrildalifra. Björn Barkarson, sviðsstjóri landverndarsviðs Landgræðslu ríkisins, segir að brandygla sé þekkt hér á landi bæði í kartöflum og rófum. Varðandi lúpínuna þá virðist maðkurinn éta rætur ungra plantna og plantan visnar, fær á sig gulan lit og drepst síðan. Maðk- urinn virðist ekki hafa teljandi áhrif á fullorðna lúpínu en kemur í veg fyrir að hún dreifi sér. Sendin svæði eins og í ná- grenni Þorlákshafnar virðast vera kjörsvæði fyrir þennan maðk því hann grefur sig niður í sandinn og því þarf hann að vera mjög laus til þess að það takist. Maðkurinn leggst ekki á melgresið á þessu sama svæði en aftur á móti er fjöruarfi á svæðinu mjög illa farinn sem og fleiri tvíkím- blöðungar. Sigurgeir Ólafsson, forstöðu- maður plöntueftirlits RALA, segist hafa fundið brandyglu í kartöflugörðum vorið 1987 þar sem maðkurinn át kartöflugrösin. Sömuleiðis segist hann hafa fundið hana í rófugarði þar sem hún nagaði sundur rótarhálsinn á ungum plötum svo þær visnuðu. Það var vorið 1980. Hann segir að ekkert sé við þessu að gera. Flest árin verði menn lítið varir við brandygluna en svo komi ár þar sem mikið er um hana. Þetta ræðst af stofnsveiflum alveg eins og með grasmaðk. Þessi skordýr eru alltaf fyrir hendi en síðan þegar fjöldinn er kominn upp fyrir ákveðin mörk fara þau að valda tjóni og síðan dregur úr þessu aftur. Maðkur herjar á lúpínu í Þorlákshöfn

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.