Bændablaðið - 06.07.2004, Síða 14
14 Þriðjudagur 6. júlí 2004
,,Mér líst bæði vel og illa á
þessa þróun. Í sveitarfélagi þar
sem eru kannski tveir mjög stórir
kúabændur en aðrir í einhverju
öðru hlýtur að verða öðru vísi sam-
félag en þegar 15 til 20 minni kúa-
bú voru í sveitarfélaginu. Sam-
koman hjá kúabændum verður að
minnsta kosti ekki mjög fjölmenn.
Í sumum tilfellum getur þetta leitt
til hagræðingar. Heyskapartækni
nútímans er bæði dýr og mjög af-
kastamikil. Hún kostar jafn mikið
hvort sem verið er að heyja fyrir
20 eða 100 kýr. Þar í liggur hag-
kvæmni stóru búanna. Mjalta-
búnaðurinn er líka dýr hvort sem
um er að ræða mjaltagryfjur eða
mjaltaþjóna og þá er hagkvæmt að
vera með fleiri kýr en færri. Síðan
er það spurningin hvað fjölskyldan
vill því hún er býsna bundin þegar
komnar eru 60 til 80 kýr í fjósið.
Þá er ekki hægt að láta hvern sem
er annast það þannig að helgarfríin
verða ekki mörg," segir Þorfinnur.
Hann bendir líka á að þegar
menn eru komnir með tvo mjalta-
þjóna og ef til vill 140 til 150 kýr
séu skuldirnar óhjákvæmilega
miklar. Þá gefi það augaleið að
búin verði afar viðkvæm fyrir
hvers konar áföllum sem geta
komið víða að. Vextir geta hækkað
fyrirvaralaust, verð á mjólk getur
lækkað, grasspretta getur brugðist
því ekki er útilokað að kal komi í
tún og fleira getur komið til. Þor-
finnur segir að áföllin verði erfið-
ari þegar búin eru orðin svona stór
því þau séu mun viðkvæmari fyrir
þeim en minni búin. Máli sínu til
stuðning bendir hann á hin stóru
svína- og kjúklingabú og þá
erfiðleika sem þau hafa lent í
síðustu misserin.
Hann var spurður um
endurnýjunina í kúabúskap þegar
búin eru orðin svona stór og
mjólkurkvótinn jafn dýr og raun
ber vitni. Hver getur keypt þessi
bú?
,,Í gegnum tíðina höfum við elt
Dani í mörgu varðandi búskap en
verið töluvert á eftir þeim. Ég var í
Danmörku þegar ég var ungur og
ég tók eftir því að margt sem þá
var við lýði í Danmörku kom til Ís-
lands 20 árum síðar. Í allmörg ár
hafa verið 100 til 150 mjólkurkýr á
stóru búunum í Danmörku og nú
er þetta að koma hingað. Í Dan-
mörku eru þessi stóru kúabú fjár-
mögnuð af bönkunum eins og hver
önnur fyrirtæki og verða að reka
sig eins og þau. Ungt fólk í Dan-
mörku sem tekur við svona stórum
búum fer út í stórrekstur sem bank-
inn fjármagnar til að byrja með.
Þannig hlýtur endurnýjunin líka að
verða hér á landi. Það getur ekkert
ungt fólk keypt bú upp á 100 - 200
milljónir króna og lagt meiri-
hlutann fram. Það væri heldur ekki
eðlilegt."
Þorfinnur segir að fyrir ekki
mjög mörgum árum hafi það verið
algeng stærð á búum á Suðurlandi
að vera með svo sem 15 kýr og
200 til 300 ær. Nú hafi mjög
dregið úr sauðfjárbúskap en þó séu
eftir nokkur sauðfjárbú og dæmi
um sauðfjárbú með um 800 fjár á
Suðurlandi. Hins vegar hafi
hrossabúum fjölgað mjög hin
síðari ár og gangi vel. Svo hefur
fólk til sveita tekjur af ýmsu öðru
en búskap. Hann nefnir sem dæmi
lax og silungsveiði, þjónustu við
þéttbýlisbúa, ferðaþjónustu sem er
orðin mjög stór liður hjá mörgum
bændum í uppsveitum Árnessýslu
og víðar á landinu. Þorfinnur segir
að ferðaþjónusta bænda hafi orðið
til þess að halda jörðum í byggð og
líka haldið uppi verðgildi eigna.
Þorfinnur var spurður hvort
íslenskir bændur væru undir það
búnir að keppa við taumlausan
innflutning á landbúnaðarafurðum
innan fárra ára ef WTO
samningurinn fellur á þann veg
eins og útlit er fyrir.
,,Mér finnst bændur loka
nokkuð á þetta og telji þetta vera
eitthvað sem þeir þurfi ekki að
taka tillit til strax. Það komi bara
þegar það kemur en vona að það
komi ekki. Að mínum dómi liggur
þarna mesta hættan fyrir íslenska
bændur í framtíðinni. Við getum
ráðið við kal eða aðra óáran en
þetta verður erfitt viðureignar.
Erfiðast held ég að þetta verði fyrir
þá sem fjárfesta mest og skulda
eins og við ræddum um áðan.
Menn virðast vera bjartsýnir á að
þetta komi ekki yfir okkur í náinni
framtíð. Þeir ræða allt annað sín í
milli jafnvel þótt nýbúið sé að
ganga frá nýjum mjólkursamningi
sem er með fyrirvörum um að
þetta geti gerst," segir Þorfinnur
Þórarinsson.
Eins og fram kom í Bændablaðinu fyrir skömmutók sala á mjaltabásum og mjaltaþjónum mikinnkipp eftir að nýi mjólkursamningurinn leitdagsins ljós. Það kom líka fram að í nokkrumtilfellum eru bændur komnir með tvo
mjaltaþjóna og allt bendir þetta til þess að búin séu að
stækka mjög mikið því mjaltaþjónn annar um 70 kúm.
Þorfinnur Þórarinsson, bóndi á Spóastöðum og formaður
Búnaðarsambands Suðurlands, segir að þróunin hafi
verið sú í nokkur ár að kúabúum fækki og að þau sem eftir
eru stækki. Hann segist ekki sjá nein merki þess að þetta
sé að breytast og að menn séu uppi með hugmyndir um
enn stærri kúabú upp á eitt hundrað kýr eða meira.
Formaður Búnaðarsambands Suðurlands
Fækkun og stækkun
kúabúa hefur bæði
kosti og galla
Landssam-
band kúa-
bænda
Greiðslumarkið aukið
Þann 16. júní sl. var sett reglugerð
um mjólk og mjólkurvörur fyrir
næsta verðlagsár. Sá góði árangur
náðist að auka greiðslumarkið um 1
milljón lítra, eða um tæpt 1%. Eins
og kúabændur vita var ekki útlit fyrir
aukningu framan af árinu en góð
sala undanfarið er grundvöllur
þessarar aukningar. Jafnframt fór
landbúnaðarráðherra að tillögum LK
um að auka framleiðsluskyldu úr
85% í 90%.
Einna mestar breytingar á reglu-
gerðinni verða þó í tengslum við
aðilaskipti með greiðslumark
mjólkur, eins og vísað er til í hinum
nýja mjólkursamningi og í
viljayfirlýsingu BÍ. Í reglugerðinni
segir: "Tilkynningu um aðilaskipti
skal fylgja undirritaður samningur
þar um, þar sem m.a. skal koma
fram nafn samningsaðila,
dagsetning samnings, kaupverð,
verð á lítra mjólkur og heildarmagn.
Einnig skal fylgja staðfesting um
eignarhald að lögbýlinu. Þá skal
seljandi leggja fram þinglýsingar-
vottorð fyrir það lögbýli sem
greiðslumark er selt frá og skriflegt
samþykki allra veðhafa fyrir sölunni.
Tilkynningar um aðilaskipti að
greiðslumarki, fyrir verðlagsárið
2004-2005, ásamt fylgigögnum
skulu hafa borist Bændasamtökum
Íslands í síðasta lagi fyrir 20. júní
2005 til að þau taki gildi á
verðlagsárinu. Aðilaskiptin taka fyrst
gildi þegar staðfesting Bænda-
samtaka Íslands liggur fyrir. Bænda-
samtökum Íslands er heimilt að birta
yfirlit yfir viðskipti með greiðslu-
mark. Upplýsingar sem þannig eru
birtar skal ekki vera hægt að rekja til
einstakra aðila."
Markaðsmál nautakjöts
Samkvæmt nýju yfirliti um fram-
leiðslu og slátrun nautgripa var
13,5% minni nautgripakjötssala í
maí 2004 miðað við sama mánuð
2003. Sömu sögu má segja um
sölu á 12 mánaða tímabili, frá 1.
júní 2003 til 31. maí 2004 hefur
nautgripakjötssala dregist saman
um 18.1 tonn miðað við sama
tímabil árið áður. Nýverið voru birtar
upplýsingar um kjötframleiðsluna í
heiminum árið 2003 og kemur þar
fram að hún jókst verulega. Árið
2003 nam heildarframleiðsla á kjöti í
heiminum um 253,5 milljón tonnum
og var það aukning um 2,3% frá
fyrra ári eða um 5,8 milljón tonn.
Aukningin nemur um 230-faldri
heildarkjötframleiðslu Íslendinga.
Mesta aukning var á framleiðslu
svínakjöts eða um 3,1%. Hlutföll á
milli búgreina haldast óbreytt á milli
ára og er svínakjöt mest framleidda
kjöttegundin í heiminum með um
39% hlutdeild, þá alífuglakjöt með
26% og nautakjöt með 23%. Nánari
upplýsingar á vef LK: www.naut.is.
Sumarleyfi
Skrifstofa LK verður lokuð á
mánudögum frá miðjum júlí til
ágústloka. Annars er opnunar-
/viðverutími hefðbundinn.
Skrifstofa LK
Sími: 433 7077, fax: 433 7078.
Snorri Sigurðsson,
framkvæmdastjóri LK
Nýlega kom út árleg skýrsla OECD um
landbúnaðarstefnuna og þróun hennar í
aðildarlöndunum. Í skýrslunni kemur fram
að stuðningur við landbúnað (mældur sem
PSE - tekjuígildi stuðnings við framleiðendur)
hefur dregist saman í flestum löndunum frá
árunum 1986-1988. Það er helst í löndum
Austur-Evrópu og Tyrklandi sem stuðningur
hefur aukist en er þó lágur í samanburði við
meðaltal OECD ríkja. PSE er mælikvarði á
beinar greiðslur til framleiðenda og tekjur
framleiðenda af því að verð á afurðum er
hærra en ef engin innflutningsvernd væri.
Hins vegar er það ekki mælikvarði á útgjöld
ríkisins eða neytenda vegna
landbúnaðarstefnunnar.
Sem fyrr er Ísland í hópi þeirra 5 landa
sem PSE% er hvað hæst. Þetta hlutfall hefur
þó lækkað á síðustu árum. Þær búgreinar
sem PSE% hefur lækkað hvað mest fyrir frá
árunum 1986-1988 eru kindakjöt (úr 74% í
55%) og svínakjöt (úr 84% í 37%). /EB
0
10
20
30
40
50
60
70
80
K
a
n
a
d
a
J
a
p
a
n
N
o
r
e
g
u
r
S
v
is
s
1986-88
2001-2003
Skýrsla OECD um landbúnaðarmál
Tekjuígildi stuðnings við framleiðendur (PSE) sem hlutfall af heildartekjum bænda (PSE%).
PSE er mælikvarði á beinar greiðslur til framleiðenda og tekjur framleiðenda af því að verð á
afurðum er hærra en ef engin innflutningsvernd væri.
“Ég er að gera hreint fyrir mínum dyrum,” sagði Þorfinnur þegar ljós-
myndarinn tók myndina