Bændablaðið - 06.07.2004, Síða 15

Bændablaðið - 06.07.2004, Síða 15
Þriðjudagur 6. júlí 2004 15 Glæsilegur dýragarður í Slakka í Laugarási Þessi fjallmyndarlegi páfagaukur vekur jafnan mikla athygli í Slakka. Dýragarðurinn í Slakka í Laug- arási, Biskupstungum hefur náð miklum vinsældum enda er umhverfið fallegt og garðurinn einstaklega snyrtilegur. Auk dýragarðsins er þarna að finna veitingastofu, mínigolfvöll, pútt- völl og billjardborð sem eru í fyrrum gróðurhúsi. Í dýra- garðinum er að finna öll íslensku dýrin auk nokkurra tegunda af kanínum, kal- kúna, endur, hæn- ur, svín og fjóra stóra páfa- gauka. Það er Helgi Svein- björnsson og fjölskylda hans sem á og rekur garðinn og segir hann aðsóknina fara vaxandi ár frá ári. Hann nefnir sem dæmi að helgina 19. og 20. júní sl. hafi komið 1300 gestir í garðinn. Mestur hefur fjöldinn orðið 800 manns á einum degi. Áratugur er liðinn síðan Helgi og fjölskylda hans hófu að byggja dýragarðinn upp,, stækka hann og bæta. ,,Ef við hefðum vitað hversu erfitt það hefur verið að byggja þetta allt upp þá efast ég um að við hefðum lagt út í þetta. Vonandi er þetta nú að komast á beinu braut- ina hjá okkur sem alvöru fyrir- tæki," sagði Helgi Sveinbjörnsson. Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900 poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is Vara- og aukahlutir fyrir dráttarvélar Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900 poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is Heyvinnuvéladekk og slöngur Dekk og slanga saman í setti 15x600-6-4P-T510 16x650-8-4P-T510 350x6-4P-T510S 350x6-4P-T513S 350x8-4P-T510S 350x8-4P-T513S 400x12-4P-T443S 400x4-4P-T510S 400x4-4P-T513S 400x8-4P-T510S 400x8-4P-T513S Öll dekkin eru 4ra strigalaga T510 er slétt mynstur T513 er langmynstur me› hrygg í mi›ju Heyvinnuvélatindar, hnífar og festingar áratuga reynsla Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900 poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is Húnvetningar og Skagfirðingar stofnuðu með sér veiðifélag Auðkúlu- og Eyvindastaðaheiða í vor. Jóhann Guðmundsson, oddviti í Holti í Svínavatnshreppi, sagði í samtali við Bændablaðið að þarna væri um að ræða vatnasvæði sem áður tilheyrði veiðifélagi Blöndu og Svartár. Það eru fjögur sveitarfélög sem standa að stofnun veiðifélagsins. Vegna Auðkúluheiðar eru það Svínavatns- og Torfalækjarhreppar, vegna Eyvindastaðarheiðar eru það Bólstaðahlíðarhreppur og sveitarfélagið Skagafjörður. Með tilkomu Blönduvirkjunar og stíflu við hana var gert ráð fyrir breytingum á vatnsrennsli og fiskigöngu í lokasamningi við Landsvirkjun. Þá var ákveðið að stofna veiðifélag um Blöndulón og allar ár og þverár sem í það renna. Þar með varð til þetta veiðifélag Auðkúlu- og Eyvindastaðaheiða sem var formlega stofnað í vor. Áður en Blönduvirkjun var byggð gekk sjóbirtingur og bleikja upp í Seyðisá og lax veiddist í Haugakvísl á Eyvindastaðaheiði. Með Blönduvirkjun var lokað fyrir þetta allt saman og eftir er því bara staðbundinn silungur í ánum. Jóhann segir að það munu án vafa verða breytingar á þessu svæði sem tíminn einn mun leiða í ljós hvernig verða. Hann segir að þetta nýja veiðifélag muni í framtíðinni selja veiðileyfi bæði í Blöndulón og árnar sem í það renna. Hann segir að það sé góð færð fyrir fólksbíla upp á heiðarnar. Kjalvegur liggur um Auðkúluheiði og síðan er ágætir vegir sem liggja um Eyvindastaðaheiði fram fyrir Ströngukvísl. Þarna uppi eru skálar sem hægt er að fá að gista í og skálaverðir í þeim á sumrin. Jóhann segir að búið sé að leigja Seyðisá út næstu þrjú árin en síðan er gert ráð fyrir að útbúin verði veiðileyfi og þau seld hjá staðarhöldurum í skálunum en frá þessu hefur ekki verið gengið enn. Stofnað hefur verið veiðifélag Auðkúlu-og Eyvindastaðaheiða 31.ágúst Útgáfudagur næsta Bændablaðs. Þarftu að auglýsa? Þú nærð okkur í síma eftir 16. ágúst.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.