Bændablaðið - 06.07.2004, Side 16

Bændablaðið - 06.07.2004, Side 16
16 Þriðjudagur 6. júlí 2004 Nýverið var opnuð afar sérstæð myndlistarsýning í húsi Blönduvirkjunar sem mun verða opin almenningi í sumar. Hér er um að ræða 365 málverk, 12x17 sentímetrar að stærð, eftir listamanninn Jón Eiríksson, bónda á Búrfelli í Húnavatnssýslu. Viðfangsefni myndanna eru kýr og hann setti sér það mark að mála eina mynd á dag í heilt ár. Jón er ekki bara góður málari hann er einnig í hópi betri ljósmyndara landsins og hafa margar ljósmyndir hans birst í Bændablaðinu. Jón var spurður um tilurð þessarar einstöku málverkasýningar. Hann sagði að það væri dálítil saga á bak við þetta allt saman. ,,Oft er eins og eitthvert tómarúm myndist á nýársdag enda er hann dagur sem er frátekinn til að gera ekki neitt og þannig var það líka 1. janúar 2003. Ég sagði þá við börnin á heimilinu að ég ætlaði að sýna þeim hvernig sjálfsagi virkar og að ég ætli að mála eina mynd á dag næstu vikurnar. Ég byrjaði strax þennan dag en að öðru leyti var þetta nú óskipulagt hjá mér. Ég talaði svo sjálfan mig upp í það að mála og ljúka við eina mynd á dag allt árið. Í fyrstu fór ég leynt með þessa ákvörðun mína en síðan fór þetta á fulla ferð hjá mér og ég lauk þessu verki. Og til þess að gera mér þetta enn erfiðara fyrir sagði ég krökkunum að það yrði að vera eitthvað tengt kú á hverri mynd. Eins og allir vita koma annríkistímar í búskapnum, sérstaklega í heyskapnum. Þá var stundum komið kvöld þegar maður kom heim og átti mynd dagsins eftir. Þá fann ég það upp að mála það sem ég kalla hraðmyndir af kúm og það sést greinilega í verkunum hvenær voru annríkistímar í búskapnum og ég hafði ekki tíma til að nostra við myndina. Þannig er nú þessi myndlistarsýning í Blönduvirkjun tilkomin," sagði Jón. Fulltrúar Landsvirkjunar komust að því sem Jón var að gera í gegnum ferðamálafulltrúann í Húnaþingi vestra og leist svo vel á hugmyndina og myndirnar að þeir vildu setja sýninguna upp. Hún er þannig upp sett að hver mánuður myndar eina súlu og ein vika er á hverri hlið þannig að sýningargestir geta rakið sig eftir árinu því súlurnar eru merktar mánuðunum. Jón hefur málað í mörg ár og haldið sýningar. Hann sagði að þegar hann hafði lokið búfræðinámi hafi hann farið að teikna og mála og stundað þá iðju allar götur síðan. Málverkasýning Jóns Eiríkssonar í Blönduvirkjun Málaði eina mynd á dag í heilt ár Okkur hjá Fasteignakaupum langar að vekja athygli ykkar á því að frá og með 1. júlí 2004 eru úr gildi fallin ákvæði eldri jarðalaga um forkaups- rétt sveitarfélaga.Við þessa breytingu opnast ykkur nýir og óvæntir mögu- leikar til frjálsrar rástöfunar á eignum ykkar án afskipta opinberra aðila. Í 1. gr. nýrra jarðalaga nr. 81/2004, segir að þeim sé ætlað að "stuðla að skipulegri nýtingu lands í samræmi við landkosti, fjölþætt hlutverk land- búnaðar og hagsmuni sveitarfélaga og íbúa þeirra, svo og að tryggja svo sem kostur er að land sem vel er fallið til búvörufram-leiðslu verði varðveitt til slíkra nota." Umrædd breyting er til þess fallin að vekja áhuga manna á því að kanna möguleika á að nýta land og þau mann- virki, sem þeim fylgja, í þágu þeirra sem á landinu búa eða þar vilja búa og starfa. Við hjá Fasteignakaupum teljum því að hér hafi skapast ný tækifæri til þess að þróa ýmiskonar atvinnustarfsemi vítt og breytt um landið. Við höfum áhuga á að stuðla að þessu markmiði laganna og hagsmunum ykkar með því að hafa milligöngu um viðskipti með fasteignir hvar sem er á landinu og erum ykkur til þjónustu reiðubúin. Hjá okkur er ennfremur að finna ýmsar gerðir fasteigna á höfuðborgarsvæðinu og væri okkur sönn ánægja að aðstoða ykkur við hvers konar fasteignakaup ef þið óskuðuð þess. JARÐEIGENDUR OG AÐRIR LANDEIGENDUR VINSAMLEGA HAFIÐ SAMBAND VIÐ: ÞORBJÖRN Þ. PÁLSSON GUÐMUNDUR VALTÝSSON SIGRÍÐUR BIRGISDÓTTIR PÁLL HÖSKULDSSON SANDRA GUÐ- MUNDSDÓTTIR ERNA VALSDÓTTIR BJÖRGVIN IBSEN SIGRÍÐUR SIGMUNDSDÓTTIR ,,Erum nokkuð sátt við út- komuna af fóstur- talningunni" ,,Samkvæmt þeim svörum sem við höfum fengið frá þeim bændum sem við töldum hjá virðist algengast að hlutfall þess sem rétt var talið sé 83-94% í fósturtalningunni. Þessi tala á við um ærnar en í gemlingum var skekkjan mun minni og hlutfall nánast alls staðar á bilinu 95- 100%. Það voru einkum þrílemburnar sem við fundum ekki sem mynda mestu skekkjuna en það kom okkur svo sem ekki á óvart því "John", sá norski, sem kenndi okkur var búinn að segja að við mættum búast við því á fyrstu tveimur árunum," sagði Gunnar Björnsson, bóndi á Sandfelli í Öxarfirði. Gunnar og kona hans, Anna Englund, fjárfestu í ómsjá í byrjun árs og fóru um Norður- og Austurland sl. vetur og töldu fóstur í sauðfé. Alls töldu þau hjón á um 100 bæjum á tímabilinu 15. febrúar til 30. mars, um 28 þúsund fjár. Í vor sendu þau ölllum þessum bændum bréf þar sem þau óskuðu eftir upplýsingum um hver árangur af talningunni hefði orðið. Að sögn Gunnars voru tæplega 30 búnir að svara um síðustu mánaðamót. Hann vildi hvetja þá sem eftir eiga að senda upplýsingar um fangskoðunina að gera það sem fyrst. Þær upplýsingar sem fást um niðurstöðurnar munu nýtast vel. Gunnar sagðist telja að bændurnir hefðu almennt verið nokkuð ánægðir og talið sig hafa a.m.k. einhvern vinnusparnað og þægindi út úr þessu. Hann hefði hins vegar reynt að gera öllum ljóst fyrirfram að um talsverða skekkju gæti orðið í talningunni meðan þau væru að læra á tækið og menn hefðu því vonandi verið undir það búnir. Ef þessi hlutföll sem komin eru breyttust ekki mikið til hins verra væru þau mjög sátt með útkomuna af talningunni. "Svo er bara að standa sig betur næsta vetur!" sagði Gunnar að lokum. /ÖÞ. Gunnar og Anna við talningu sl. vetur. Bændablaðið/Örn Frétt um afnám flutningsjöfnunar- gjalds af sementi Í umfjöllun um afnám flutnings- jöfnunargjalds af sementi í síðasta tölublaði Bændablaðsins var meinleg villa. Sagt var að gert væri ráð fyrir 350 kg af sementi í hvern rúmmetra hússins sem verið væri að steypa. Eins og menn hafa eflaust séð átti hér að standa að 350 kg. af sementi þyrfti í hvern rúmmetra af steypu. Eru les- endur blaðsins beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Eitt af verkum Jóns. Þetta varð til 8. maí. Fasteignakaup Ármúla 15 - 108 Reykjavík - Sími 515-0500 - Fax 515 0509 Heimasíða: www.fasteignakaup.is Netfang: fasteignakaup@fasteignakaup.is

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.