Bændablaðið - 06.07.2004, Qupperneq 24
24 Þriðjudagur 6. júlí 2004
Fram til þessa hefur framkvæmd söfnun-
ar og þjónusta sveitarfélaga við bændur
verið með ýmsu móti. Sums staðar er hey-
rúlluplast tekið á 7 - 10 daga fresti ásamt
sorpi, því ekið á urðunarstað og urðað þar.
Annars staðar hafa sveitarfélög samið við
verktaka um að sækja plast til bænda árlega
eða tvisvar á ári. Sums staðar fer pressubíll
milli bæja og þjappar í sig plasti. Annars
staðar hafa bændur sett plast í stórsekki
undan áburði eða búið til bagga með því að
leggja bönd í fiskker, þjappa plasti niður í
kerið og hnýta síðan böndin um baggann
sem þannig verður til. Einhverjir bændur
munu hafa bundið plastið í rúllubagga með
eigin bindivélum. Lítilsháttar hefur verið
endurunnið af plasti hérlendis og einhverju
verið brennt í sorpstöðvum.
Úrvinnslusjóður hyggst koma upp
fyrirkomulagi sem heldur opnum þeim leið-
um sem nú þegar eru í gangi en opnar bænd-
um einnig leið til að koma meira að endur-
vinnslu heyrúlluplasts en þeir gera nú - ef
áhugi er fyrir hendi.
Með endurnýtingu heyrúlluplasts er átt
við hvers konar endurvinnslu þar sem til
verður seljanleg vara, t.d. hráefni fyrir
plastframleiðslu, eða brennslu þar sem orkan
er nýtt.
Ein algeng tegund plasts er "polyethy-
len" (PE). Heyrúlluplast er framleitt úr því.
Baggabönd og flestir stórsekkir (fyrir áburð)
eru úr annarri tegund plasts, "polyprop-
hylen" (PP). Sumar
plasttegundir eru hæfar til
endurvinnslu í þeim
skilningi að hægt er að
bræða plastið og framleiða
úr því nýja vöru, t.d. nýtt
heyrúlluplast. Til þess þarf
plastið að vera sem
hreinast og án að-
skotahluta. Heykusk á
rúlluplasti er þvegið af hjá
endurvinnslufyrirtækjum.
Mikilvægt er að blanda
ekki saman ólíkum plast-
tegundum ef endurvinnsla
á að vera möguleg.
Í ljósi ofangreinds er
haft að leiðarljósi að
framkvæmd geti verið
með ýmsu móti. Stað-
hættir, óskir bænda og vilji
sveitarfélags munu hafa áhrif á hvaða leið er
farin í hverju héraði. Einnig er haft að
leiðarljósi að frágangur plasts hjá bændum
skiptir hvað mestu máli um verðmæti
plastsins í endurvinnslu. Þannig geta bændur
með sínu verklagi og vinnuframlagi haft
fjárhagslegan ávinning af fyrirkomulaginu,
beint eða óbeint.
"Bóndi" er hér notað um aðila þar sem
heyrúlluplast fellur til hjá. Heyrúlluplast
fellur einnig til hjá t.d. hestaeigendum en til
einföldunar á texta kallast þeir hér einnig
bændur.
"Ráðstöfunaraðili" er sá sem tekur við
heyrúlluplasti til endanlegrar endurnýtingar
eða förgunar. Hann getur verið t.d. sorp-
brennslustöð, innlent eða erlent plast-
vinnslufyrirtæki, eða urðunarstaður ef gæði
plastsins eru slök.
ÚRVINNSLUGJALD OG
ÚRVINNSLUSJÓÐUR
Í lögum um úrvinnslugjald segir m.a.:
"Til að stuðla að úrvinnslu úrgangs skal
leggja úrvinnslugjald á vörur, eftir því sem
nánar er kveðið á um í lögum þessum.
Leggja skal úrvinnslugjald á vörur hvort
sem þær eru fluttar inn til landsins eða
framleiddar hér á landi.
Úrvinnslugjald skal standa undir
kostnaði við meðferð flokkaðs úrgangs á
söfnunarstöð, flutning hans frá söfnunarstöð
til móttökustöðvar eða endurnýtingarstöðv-
ar, enda hafi verið greitt úrvinnslugjald af
vörunum. Þá skal gjaldið standa undir
endurnýtingu úrgangsins og förgun hans
eftir því sem við á…".
Lög um úrvinnslugjald eru nr. 162/2002,
með síðari breytingum. Reglugerð nr.
227/2003 fjallar nánar um framkvæmd
laganna. Úrvinnslusjóður annast fram-
kvæmd laganna. Lögin má nálgast á vef Al-
þingis: www.althingi.is eða á vef Úr-
vinnslusjóðs: www.urvinnslusjodur.is/.
Úrvinnslugjaldi, sem innheimt er af inn-
fluttu heyrúlluplasti, er ætlað að standa undir
kostnaði vegna meðhöndlunar notaðs hey-
rúlluplasts og þeim kostnaði sem hlýst af
endurnýtingu þess. Úrvinnslusjóður kemur
ekki að þessu ferli á annan hátt en að leggja
línur í formi skilmála fyrir þá sem hyggjast
þjóna sjóðnum við að safna heyrúlluplasti og
koma því í endurnýtingu á viðurkenndan hátt.
FYRIRKOMULAG
Frá því að plast er tekið utan af heyrúllu
uns það er endurnýtt í plastvinnslu eða til
orkuvinnslu er langur vegur sem saman-
stendur af nokkrum þáttum. Fyrstu þættirnir
snúa að bóndanum. Mikilvægt er að plastið
sé eins hreint og kostur er og laust við
aðskotahluti. Mjög skítugt plast eða plast
sem illa er frá gengið getur verið óhæft til
endurnýtingar og því lent í urðun. Þannig er
frágangur bóndans á plasti, sem tekið er utan
af heyrúllu, ákvarðandi fyrir hvaða mögu-
leikar eru á endurnýtingu plastsins.
Flutningur heyrúlluplasts frá bónda til
ráðstöfunaraðila getur verið á vegum
sveitarfélags, bónda eða verktaka sem er á
höttunum eftir plasti.
Frágangur á plasti fer eftir því hvernig
ráðstöfunaraðilinn hyggst endurnýta plastið.
Þessi frágangur getur verið allt frá lauslegri
pökkun til stífpressaðra bagga. Böggun get-
ur farið fram hjá umboðsaðila erlends ráð-
stöfunaraðila, flutningsaðila, þjónustuaðila
eða bóndanum sjálfum, allt háð aðstæðum.
Ljóst er að af öllum þessum þáttum er
tilkostnaður. Bóndinn þarf að hafa fyrir því
að halda plastinu sér og geyma það. Sveitar-
félögin skulu skv. lögum (55/2003) sjá um
að starfræktar séu móttöku- og söfnunar-
stöðvar þar sem meðal annars er möguleiki
að taka á móti plasti og halda því til haga.
Flutningar kosta sitt og greiða þarf fyrir
förgun/endurnýtingu, mismikið eftir því
hvaða aðferð er notuð. Urðunarstaður þarf
t.d. að urða án þess að fá nokkuð til baka og
innheimtir því urðunargjald. Sorpbrennsla
hefur kostnað af sinni starfsemi en fær þó
orku til baka - sorpbrennslur innheimta samt
förgunargjald. Plastendurvinnslufyrirtækið
hefur kostnað af sinni starfsemi en getur selt
sínar afurðir. Plastendurvinnslufyrirtæki
innheimta samt móttökugjald til að standa
straum af miklum kostnaði við hreinsun og
þurrkun. Enn sem komið er hefur ekki
fundist aðili/aðferð sem greitt getur fyrir
heyrúlluplast heldur þarf að borga með því.
Til einföldunar mun Úrvinnslusjóður ein-
göngu greiða einum aðila fyrir hverja einingu
af plasti sem fargað er [kr/kg]. Þjónustuaðili
(eða bóndi) skilar plasti til ráðstöfunaraðila og
fær hjá honum kvittun fyrir móttöku á heyrúllu-
plasti. Gegn framvísun kvittunarinnar fær hann
greitt frá Úrvinnslusjóði eftir gjaldskrá sjóðsins,
[kr/kg]. Þessi aðili greiðir síðan öðrum aðilum
fyrir þeirra verkþátt og heldur eftir hluta fyrir
sinn þátt.
Að neðan eru settar fram 3 mismunandi
leiðir sem heyrúlluplast getur ratað á leið frá
bónda til ráðstöfunaraðila.
LEIÐ 1
BÓNDI GENGUR FRÁ SÍNU PLASTI
OG KEMUR ÞVÍ TIL ENDUR-
NÝTINGARAÐILA
Bændur (eða samtök þeirra, búnaðarfé-
lög, búnaðarsambönd) geta skilað heyrúllu-
plasti beint til ráðstöfunaraðila. Bóndinn
semur við ráðstöfunaraðilann um fyrir-
komulag. Plastið fer um LEIÐ 1 á myndinni.
Bóndinn og ráðstöfunaraðilinn koma sér
saman um frágang á plastinu, svo sem leyft
magn aðskotahluta, baggabanda o.s.frv. og
hvort plastinu skuli innpakkað í rúllubagga,
ferkantaðan bagga eða t.d. í áburðarpoka.
Bóndinn sér um allt ferlið frá því plastið
fellur til uns það er komið til ráðstöfunar-
aðila (eða umboðsaðili hans), sem gefur úr
móttökukvittun og vigtarnótu (VOG 2). Úr-
vinnslusjóður greiðir bóndanum, en bóndinn
greiðir fyrir flutning, vigtun og ráðstöfun.
Ekkert mælir á móti því að tveir eða
fleiri bændur taki sig saman undir nafni eins
þeirra en þeir skipta þá kostnaði og greiðsl-
um sín á milli án aðkomu Úrvinnslusjóðs.
Hafa skal þó í huga reglur um smithættu (sjá
að aftan).
Ekki er ólíklegt að erlend plastendur-
nýtingarfyrirtæki hafi í framtíðinni umboðs-
aðila hérlendis sem myndu þá þjóna sama
hlutverki gangvart bónda og Úrvinnslusjóði
og ráðstöfunaraðilinn sjálfur.
LEIÐ 2
VERKTAKAR SAFNA PLASTI AF
BÆJUM, LÍKT OG VÍÐA ER GERT NÚ
Þjónustuaðila er heimilt að sækja hey-
rúlluplast beint til einstakra bænda.
Hugsanlega vill sveitarfélag bjóða
bændum þá þjónustu að heyrúlluplast verði
sótt til þeirra t.d. tvisvar eða þrisvar á ári.
Ekkert mælir á móti því að sveitarfélagið
semji við þjónustuaðila um eitthvert fyrir-
komulag þar sem þjónustuaðilinn endar á að
skila plastinu til ráðstöfunaraðila gegn mót-
tökukvittun. Þjónustuaðillinn fær þá greitt
frá Úrvinnslusjóði en að auki hugsanlega
þjónustugjald frá sveitarfélaginu. Þannig
nýtist greiðsla Úrvinnslusjóðs sveitarfé-
laginu til að viðhalda mikilli þjónustu við
SÖFNUNARSTÖÐ
STARFRÆKT AF SVEITARFÉLAGI
ÞJÓNUSTUAÐILI:
- MEÐ SAMNING VIÐ SVEITARFÉLAG
- Á EIGIN VEGUM
- MEÐ SAMNING VIÐ BÆNDUR, SEM
GANGA SJÁLFIR FRÁ PLASTI
TIL ENDURVINNSLU
RÁÐSTÖFUNARAÐILAR:
- FLYTJA PLASTIÐ ÚT
- ENDURVINNA TIL PLASTVINNSLU
- VINNA ORKU ÚR PLASTINU
BÆNDUR,
HESTAMANNAFÉLÖG
VOG 1
LEIÐ 3 BÓNDI SKILAR HEYRÚLLUPLASTI Í SÖFNUNARSTÖÐ SVEITARFÉLAGS
ÚRVINNSLUJÓÐUR
VOG 2
UPPLÝSINGAR FRÁ ÞJÓNUSTUAÐILUM ÁSAMT
STAÐFESTINGU Á MAGNI HEYRÚLLUPLASTS ERU
GRUNDVÖLLUR GREIÐSLU TIL SVEITARFÉLAGA
ÚR ÚRVINNSLUSJÓÐI.
ÞJÓNUSTUAÐILAR GERA SAMNINGA RÁÐSTÖFUNARAÐILA.
ÞEIR GERA EINNIG SAMNING VIÐ ÚRVINNSLUSJÓÐ UM ÞJÓNUSTU VIÐ
SÖFNUNARSTÖÐVAR Á ÁKVEÐNU LANDSSVÆÐI.
BÆNDUR MEGA SKILA TIL ÞJÓNUSTUAÐILA.
GEGN MÓTTÖKUSTAÐFESTINGU RÁÐSTÖFUNARAÐILA FÆR
ÞJÓNNUSTUAÐILA GREIÐSLU FRÁ ÚRVINNSLUSJÓÐI.
ÞJÓNUSTUAÐILI GERIR UPP VIÐ RÁÐSTÖFUNARAÐILA.
LEIÐ 3
GEIÐSLA [ KR/KG ]
GEIÐSLA [ KR/KG ]
MÓTTÖKUSTAÐFESTING [ KG ]
JÚNÍ 2004
SÖFNUNARSTÖÐ
STARFRÆKT AF SVEITARFÉLAGI
ÞJÓNUSTUAÐILI:
- MEÐ SAMNING VIÐ SVEITARFÉLAG
- Á EIGIN VEGUM
- MEÐ SAMNING VIÐ BÆNDUR, SEM
GANGA SJÁLFIR FRÁ PLASTI
TIL ENDURVINNSLU
RÁÐSTÖFUNARAÐILAR:
- FLYTJA PLASTIÐ ÚT
- ENDURVINNA TIL PLASTVINNSLU
- VINNA ORKU ÚR PLASTINU
BÆNDUR,
HESTAMANNAFÉLÖG
ÚRVINNSLUJÓÐUR
VOG 2
STAÐFESTING RÁÐSTÖFUNARAÐILA Á MAGNI
MÓTTEKINS HEYRÚLLUPLASTS ERU GRUNDVÖLLUR
GREIÐSLU ÚR ÚRVINNSLUSJÓÐI.
GREIÐSLUR FRÁ ÚRVINNSLUSJÓÐI ERU BEINT TIL BÓNDA.
BÓNDINN GERIR UPP VIÐ RÁÐSTÖFUNARAÐILA OG HUGSANLEGA
FLUTNINGAÐILA, EN HELDUR HLUTA EFTIR FYRIR SINN ÞÁTT.
LEIÐ 1
GEIÐSLA [ KR/KG ]
MÓTTÖKUSTAÐFESTING [ KG ]
JÚNÍ 2004
LEIÐ 1 BÓNDI SKILAR HEYRÚLLUPLASTI TIL RÁÐSTÖFUNARAÐILA
EÐA UMBOÐSMANNS HANS
UMBOÐSAÐILI:
- EF FLYTJA Á PLASTIÐ ÚT
ER EKKI ÓLÍKLEGT AÐ UMBOÐSAÐILI
VÆRI Á ÍSLANDI
JÚNÍ 2004
MÓTTÖKUSTAÐFESTING [ KG ]
GEIÐSLA [ KR/KG ]
LEIÐ 2
ÞJÓNUSTUAÐILAR GERA SAMNINGA RÁÐSTÖFUNARAÐILA. ÞEIR GERA
EINNIG SAMNING VIÐ ÚRVINNSLUSJÓÐ UM ÞJÓNUSTU VIÐ
SÖFNUNARSTÖÐVAR Á ÁKVEÐNU LASDSSVÆÐI.
GREIÐSLUR FRÁ ÚRVINNSLUSJÓÐI ERU TIL ÞJÓNNUSTUAÐILA.
ÞJÓNUSTUAÐILI GERIR UPP VIÐ RÁÐSTÖFUNARAÐILA.
UPPLÝSINGAR FRÁ ÞJÓNUSTUAÐILUM ÁSAMT
STAÐFESTINGU Á MAGNI HEYRÚLLUPLASTS ERU
GRUNDVÖLLUR GREIÐSLU TIL SVEITARFÉLAGA
ÚR ÚRVINNSLUSJÓÐI.
VOG 2
ÚRVINNSLUJÓÐUR
VOG 1
BÆNDUR,
HESTAMANNAFÉLÖG
RÁÐSTÖFUNARAÐILAR:
- FLYTJA PLASTIÐ ÚT
- ENDURVINNA TIL PLASTVINNSLU
- VINNA ORKU ÚR PLASTINU
ÞJÓNUSTUAÐILI:
- MEÐ SAMNING VIÐ SVEITARFÉLAG
- Á EIGIN VEGUM
- MEÐ SAMNING VIÐ BÆNDUR, SEM
GANGA SJÁLFIR FRÁ PLASTI
TIL ENDURVINNSLU
SÖFNUNARSTÖÐ
STARFRÆKT AF SVEITARFÉLAGI
LEIÐ 2 ÞJÓNUSTUAÐILI SÆKIR PLAST TIL BÆNDA
EÐA BÓNDI VELUR AÐ SKILA TIL ÞJÓNUSTUAÐILA ÚRVINNSLUSJÓÐS
SÖFNUN OG ENDURNÝTING
HEYRÚLLUPLASTS
KYNNING Á FYRIRKOMULAGI
Til Íslands eru árlega flutt 1600-1800 tonn af heyrúlluplasti. Hingað til hefur því ekki
verið safnað skipulega. Megninu hefur verið hent á sorphauga eða verið brennt. Urðun
plasts eða brennsla heima á bæjum er nú með öllu óheimil samkvæmt
mengunarvarnareglugerð. Til að standa undir kostnaði við skipulega söfnun og
endurnýtingu heyrúlluplasts hefur verið lagt á sérstakt úrvinnslugjald.