Bændablaðið - 06.07.2004, Page 28
28 Þriðjudagur 6. júlí 2004
Á að flýta haustsmölun -
og slátra snemma?
Hér verður fjallað um nokkur atriði ervarða tíðarfarið, gróandann, sumar- oghaustslátrun, dilkakjötsmarkaðinn ogverð fyrir dilkakjöt. Tilgangurinn er aðvekja athygli sauðfjárbænda á þessum
þáttum, - benda á möguleika og tækifæri sem í þeim
geta falist fyrir einhverja sauðfjárbændur. Annars
vegar fyrir þeirra eigin rekstur og tekjumöguleika og
hins vegar fyrir dilkakjötsmarkaðinn bæði heima og
heiman. Ljóst er að það eiga ekki allir sauð-
fjárbændur þess kost né hafa til þess aðstöðu að ná fé
snemma heim á haustin. Fyrir þá sem hafa aðstöðu
til þess er vert að þeir hugleiði þennan valkost.
Tíðarfarið:
Síðastliðið vor og sumar voru óvenjuleg að því er
veðurfar og árgæsku snerti. Gróður var snemma á ferð-
inni, grös þroskuðust fyrr en venjulega og sölnuðu einnig
fyrr þrátt fyrir mikil hlýindi síðsumars. Þroski lamba var
óvenju mikill og allstór hluti þeirra orðin sláturhæfur
áður en hefðbundin slátrunartími hófst.
Í ár eru aðstæður í veðurfari og gróðurfari að ýmsu
leyti áþekkar. Samkvæmt vikulegum mælingum á
þroska túngrasa á nokkrum stöðum á landinu í vor virðist
t. a. m. mega ráða að þroski þeirra í ár sé eða verði
nokkru fyrr á ferðinni en á sömu stöðum vorið 2003.
Þótt ávallt sé erfitt að spá, og einkum um framtíðina, er
full ástæða til að gefa þessu gaum og við getum því
reiknað með að aðstæður verði mjög áþekkar á komandi
hausti.
Þegar gróðurfar og árferði er með þessum hætti og
fóðurgildi beitargróðurs fer að falla tiltölulega snemma
og prótín fer að verða takmarkandi þáttur í fóðri lamba
aukast líkur á að þau fari í auknum mæli að safna fitu.
Almennt má segja að markaðurinn vilji síður feitt kjöt og
gildir það ekki síst um markaðinn fyrir ferskt kjöt.
Punktar vegna sumarslátrunar
sauðfjár
Hjá Sölufélagi Austur-Húnvetninga
fer sumarslátrun fram frá júlíbyrjun fram
í miðjan september. Verð til bænda
tekur mið af þessu og er þeim greitt
betur fyrir þau lömb sem slátrað er á
þessum tíma heldur en þau sem síðar er
slátrað.
Hvaða rök mæla með sumarslátrun?
·Hjá SAH á Blönduósi hafa dilkar
flokkast betur í sumarslátrun en
haustslátrun undanfarin ár.
·Fallþungi er í samræmi við óskir
markaðarins en meðalþyngd dilka sem
slátrað var í ágúst 2003 var 14,5 kg.
Meirihluti þeirra flokkaðist í gæðaflokk
R2
·Slátrun síðsumars eða snemma
hausts gefur sláturleyfishafanum aukna
möguleika á að finna markaði fyrir
ferskt dilkakjöt, m.a. þar sem framboð af
dilkakjöti frá öðrum löndum t.d. Nýja
Sjálandi er í lágmarki í júlí og ágúst.
Þarna er því ,,markaðssmuga" sem
vænlegt er að reyna að nýta.
·Ein af forsendum þess að hægt sé að
ná hærra verði fyrir dilakjöt á erlendum
mörkuðum er að flytja það út ferskt en
til þess þurfum við að ná því á
markaðinn í júlí og ágúst.
·Sumarslátrun gefur einnig
möguleika á að þróa íslenska
kjötmarkaðinn og beina honum meira í
ferskt lambakjöt.
·Kjötgæði eru a.m.k. þau sömu og í
haustslátrun en því miður finnst okkur
að slíkt eigi síður við um kjötgæði þegar
líða tekur að jólum.
Margir bændur hafa fullyrt við okkur
að innlegg þeirra í ágúst skili þeim
bestum heildartekjum enda eru það
sömu bændurnir sem koma aftur og aftur
með fé sitt á þessum tíma.
Sigurður Jóhannesson
Verðmæti dilka - heildarinnlegg
4.113
4.190
3.998
3.478
3.333
3.359
3.540
3.354 3.364 3.348
3.242
0
500
1.000
1.500
2.000
2.500
3.000
3.500
4.000
4.500
33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43
K
r
.
d
i
l
k
Verð til bænda
Í töflunni hér að ofan er meðalverð fyrir dilk í hverri viku sumarið og haustið 2003.
Þetta eru greiðslu sem koma frá sláturleyfishafa, þ.e. verð sláturleyfishafa, og áhrif
útflutningsskyldu. Greiðslur Markaðsráðs eru EKKI inni í þessum tölum.
Verðlagning sláturleyfishafa