Bændablaðið - 06.07.2004, Page 29

Bændablaðið - 06.07.2004, Page 29
Þriðjudagur 6. júlí 2004 29 Töluverð vinna hefur verið unnin á síðustu árum til þess að greina hvaða þörfum þarf að sinna hjá neytendum kindakjöts og til þess er búið að nota ýmis verkfæri. Sumarslátrun er eitt atriði sem mikið hefur verið skoðað. Með breyttum áherslum í útflutningi hefur þörf fyrir aukna sumarslátrun stóraukist. Markaðir ytra, sem er verið að vinna á og gefa besta skilaverðið eins og Bandaríkin, Danmörk, Ítalía o.fl., kalla eftir því að fá nýtt kjöt strax í lok júlí. Þetta hefur hjálpað mikið til með fá betra verð fyrir kjötið og koma meiru magni á markað. Það sama er að gerast hér á heimamarkaði þar sem vel gengur að selja ferskt lambakjöt. Það hefur sýnt sig að lömb sem slátrað er í júlí og ágúst flokkast þannig að um betri söluvöru er að ræða en það sem kemur í slátrun t.d. í nóvember. Fer þar saman minni fita og hæfilegur fallþungi. Þetta er hlutur sem ekki má horfa framhjá og er nauðsynlegt fyrir bændur að huga vel að þessu til þess að hægt sé að selja sem mest af kjöti strax í sláturtíð sem kemur öllum aðilum til góða. Framboð lamba til sumarslátrunar Undanfarin ár hefur nokkuð borið á því að framboð á fé til slátrunar í ágúst og jafnvel í byrjun september hefur ekki verið í takt við möguleika sláturleyfishafa til að slátra. Sauðfjárbændur og sláturleyfishafar verða í sameiningu að reyna að tryggja að þannig áststand komi ekki upp nú í haust. Özur Lárusson Flokkun, fallþungi og verð Á myndinni hér fyrir neðan er stillt upp tilbúnu dæmi um líklegan fallþunga, gæðaflokkun og tekjur (greiðslur sláturleyfishafa m. v. verð haustið 2003) miðað við mismunandi slátrunartíma. Upplýsingarnar í töflunni eru byggðar á tölum frá sláturhúsi Norðlenska haustið 2003. Útflutningshlutfall sem reiknað er með í töflunni er tilbúnar tölur en eru þó í takt við það sem líklega verður komandi haust. Taflan sýnir ekki algildan sannleika um verð, fallþunga og flokkun, en henni er ætlað að vekja athygli á möguleikum sem felast í sumarslátrun. /MSÞ Útflutningshlutfall og álagsgreiðslur Útflutningshlutfall fyrir komandi haustslátrun hefur verið ákveðið og birt í Stjórnartíðindum (www.stjornartidindi.is) og er sem hér segir: 1. janúar - 22. ágúst 2004 10 % 23. ágúst - 29. ágúst 2004 17 % 30. ágúst - 5. september 2004 24 % 6. september - 12. september 2004 31 % 13. september - 28. nóvember 2004 36-38 % *) 29. nóvember - 28. febrúar 2004 24 % 29. febrúar - 1. mars 2005 10 % *) verður ákveðið innan þessara marka og tilkynnt fyrir 1. sept nk. Verð sem slátruleyfishafar greiða fyrir sauðfjárafurðir í haust liggur ekki fyrir. Álagsgreiðslur ,,Markaðsráðs kindakjöts" verða hinsvegar óbreyttar frá fyrra ári. Niðurstaða 1. Dæmin hér að framan sýna að fyrir bændur sem hafa til þess aðstöðu getur verið góður kostur fjárhagslega að slátra elstu og þroskamestu lömbunum snemma til þess að hagnýta álagsgreiðslur, hagstæða flokkun og útflutningshlutfall. 2. Sauðfjárbændur eins og aðrir bændur þurfa eftir því sem þeir hafa tök á og hagkvæmt reynist að sinna og mæta óskum markaðarins. Kjötmarkaðurinn skilar stærstum hluta teknanna. 3. Sumarslátrun hefur reynst mikilvægur þáttur í markaðssetningu dilkakjöts á erlenda markaði og einnig vegna sölu á fersku dilkakjöti innanlands. 4. Til að ná markmiðum um að slátra snemma og fylgja eftir markaðsmöguleikum fyrir ferskt dilkakjöt heima og heiman, verða sauðfjárbændur og þeir aðilar er málið varðar að leitast við að tryggja að fyrirkomulag haustsmalana hafi nægan sveigjanleika og verði ekki hindrun í þeirri jákvæðu þróun sem nú á sér stað í markaðsetningu á dilkakjöti. Tekjur 09.08.04 23.08.04 30.08.04 06.09.04 13.09.04 04.10.04 29.11.04 13.12.04 Meðalvigt kg 13,0 14,0 14,5 15,0 15,3 15,5 15,0 15,5 Útflutningshlutfall 10% 17,0% 24,0% 31,0% 37,0% 37,0% 24,0% 24,0% Meðalflokkun R2 R2 R2 R2 R2 R3 R3 R3+ Innanlandsverð 287 287 287 287 287 267 277 232 Útflutningsverð 250 245 220 180 150 150 200 200 Álag afurðastöðvar 8% 7% 5,0% 10 Álag markaðsráðs 600 400 200 100 0 0 15 25 Lambsverð innanlands 3.731 4.018 4.162 4.305 4.391 4.139 4.155 3.596 Lambsverð í útflutningi 3.250 3.430 3.190 2.700 2.295 2.325 3.000 3.100 Álagsgreiðslur samtals 898 681 408 250 0 0 225 388 Meðalverð / lamb 4.548 4.599 4.404 4.154 3.699 3.540 3.716 3.408 Mismunur frá fyrstu viku 51,6 -143,3 -394,0 -848,3 -1007,7 -831,6 -1140,2 Markaðir fyrir dilka- kjöt heima og heiman Við förum hvert á land sem er! Blásið á vandann! Við hjá JF verktökum höfum sérhæft okkur í háþrýstiþvotti og höfum yfir öflugum búnaði að ráða og höfum þekkingu og reynslu til að nýta hann á skilvirkan hátt. Háþrýstiþvottur Votblástur Sótthreinsun Upplýsingar í síma 894-5376. Verðtilboð Smalamaður á Öxnadalsheiði sl. haust. Flagheflar Vinnslubreidd 2,5 m Verð kr. 198.000 m. vsk. H. Hauksson ehf Suðurlandsbraut 48 108 Reykjavík Sími 588 1130

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.