Bændablaðið - 06.07.2004, Page 34
34 Þriðjudagur 6. júlí 2004
Fendt
fer fremstur
Vélfang ehf. hefur tekið við umboði fyrir
Fendt dráttarvélar á Íslandi
V E R K I N T A L A
Gylfaflöt 24-30 • 112 Reykajavík • Sími 580 8200 • Fax 580 8210 • velfang@velfang.is
Við kynnum:
• Fendt 200S, 65-95 hö.
• Fendt 300C, 80-105 hö.
• Fendt 400 Vario 86-128 hö.
• Fendt 700 Vario, 115-175 hö.
Í vetur er leið féll snjóflóð á
Stíflurétt í Fljótum og eyðilagði
hana.
Gunnar Steingrímsson og Jón
Númason, sem báðir eru í fjall-
skilanefnd Austur-Fljóta, ræddu
nýverið við landbúnaðarnefnd
sveitarfélagsins Skagafjarðar um
fjallskilamál og þá sérstaklega um
byggingu nýrrar skilaréttar.
Fram kom hjá Gunnari fjall-
skilastjóra að bændur á svæðinu
eru sammála um að byggja skila-
rétt í landi Nýræktar og er þegar
hafinn undirbúningur með lagn-
ingu vegar og að undirstöðum.
Menn eru líka sammála um að
koma þurfi upp aðstöðu til sundur-
dráttar þar sem gamla Stífluréttin
stóð.
Hún var aðal skilaréttin fyrir
bændur á þessu svæði og er þess
vegna á vegum sveitarfélagsins.
Tveir bæir eru í byggð inn af
Stíflunni og gert er ráð fyrir að
þeir geti tekið sitt fé úr safninu við
Stíflurétt en afgangurinn yrði
síðan rekinn í nýju réttina.
Gunnar sagði í samtali við
Bændablaðið að Stíflurétt hafi
verið byggð 1959 og hafi verið
steinsteypt. Hann segir að réttin sé
svo til alveg ónýt eftir snjóflóðið
en þó eigi að reyna að lagfæra eina
fimm dilka. Bændur bjóðast til að
annast þá lagfæringu gegn því að
sveitarfélagið byggi nýju réttina.
Gert er ráð fyrir að hún verði
byggð úr timbri og hún verður að
vera tilbúin í haust því engin önnur
rétt er á þessum slóðum.
Nýja réttin sem til stendur að
byggja í landi Nýræktar er nærri
vegamótunum Siglufjörð-
ur/Ólafsfjörður þegar komið er frá
Hofsósi. Við það að reisa rétt í
landi Nýræktar mun gangna-
fyrirkomulag og smölun breytast
þannig að megnið af því fé sem
smalað var í Stíflurétt verður rekið
niður í nýju réttina. Með tilkomu
hennar minnkar akstur með fé því
bændur, sem búa neðar í sveitinni
og hafa til þessa orðið að aka sínu
fé frá Stíflurétt, geta nú rekið það
heim. Í Austur- Fljótum var um
2.800 fjár á fóðrum í vetur.
Stíflurétt í Fljótum eyðilagðist í
snjóflóði í vetur
Ætla að byggja nýja rétt
Samningur um kaup
á greiðslumarki í
mjólkurframleiðslu
Í nýrri reglugerð landbúnaðarráðuneytisins um
greiðslumark mjólkur á lögbýlum fyrir verðlagsárið
2004-2005 (523/2004), er kveðið á um að tilkynningu
um aðilaskipti að greiðslumarki þurfi að fylgja
samningur þar sem fram komi nöfn samningsaðila,
kennitala, heimili, og lögbýlisnúmer, dagsetning
samnings og gildistaka, kaupverð, verð á lítra mjólkur
og heildarmagn, undirskrift kaupenda og seljenda
ásamt staðfestingu vitundarvotta. Bændasamtök
Íslands hafa útbúið form að slíkum samningi sem auk
þess inniheldur ýmis atriði úr samningsformi fyrir
kaup að greiðslumarki sem aðgengilegt hefur verið á
heimasíðu LK og í Handbók bænda. Samningsform
þetta er aðgengilegt á heimasíðu BÍ, www.bondi.is.
Athygli er vakin á að samningur sem uppfyllir ofantal-
inn skilyrði þarf að fylgja öllum tilkynningum um
aðilaskipti að greiðslumarki sem taka eiga gildi frá 1.
september n.k.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti bókun
þar sem segir að ráðið mótmæli "þeim mismun
að krefja landsmótshaldara um greiðslu fyrir
löggæslukostnað í tengslum við Landsmót
UMFÍ og unglingalandsmót gagnvart smærri
sveitarfélögum og ungmennasamböndum á
landsbyggðinni, samanborið við íþróttafélög og
stærri sveitarfélög sem þurfa ekki að bera
slíkan kostnað vegna viðburða á þeirra vegum.
Byggðarráð telur að gera þurfi skýran
greinarmun á Landsmóti UMFÍ og
unglingalandsmóti sem er þáttur í
forvarnarstarfi og t.d. þeim útihátíðum sem
víða eru haldnar um verslunarmannahelgi."
Byggðaráð Skagafjarðar mótmælir greiðslu
á löggæslukostnaði á Landsmóti UMFÍ
Landsmót UMFÍ
hefst 8. júlí
Landsmót Ungmennafélags Íslands, hið 24. í
röðinni, verður haldið á Sauðárkróki
dagana 8. til 11. júlí nk. Landsmót UMFÍ er
fjölmennasta íþróttamót sem haldið er á
Íslandi.
Fyrsta mótið var haldið árið 1909, en síðan
1940 hefur það verið haldið þriðja hvert ár. Á
þessu móti er keppt í flestum greinum íþrótta
sem stundaðar eru hér á landi auk ýmissa
starfsíþrótta eins og dráttarvélarakstri,
starfshlaupi, línubeitingu auk annarra greina.
Fjöldi keppenda er um 2000 og þeir sem
koma og fylgjast með eru frá 12 til 20.000, en
hefur mest farið upp í 25.000 manns árið 1965.
Það sem gerir mót þetta að stórviðburði á
Íslandi er hinn mikli fjöldi keppenda og
áhorfenda auk mikillar fjölbreytni í
keppnisgreinum.
Unglingalandsmót UMFÍ verður einnig
haldið á Sauðárkróki. Það fer fram um
verslunarmannahelgina, hefst föstudaginn 30.
júlí og stendur til sunnudagsins 1. ágúst.
Getum bætt
við okkur
verkefnum
Erum á Suðurlandi
Grafa
Jarðýta
Vörubílar