Bændablaðið - 06.07.2004, Side 35

Bændablaðið - 06.07.2004, Side 35
Þriðjudagur 6. júlí 2004 35 Hjalti Oddsson, starfsmaður Landgræðslu ríkisins, er þúsund þjala smiður. Hann hefur fundið upp, lagað og breytt ýmsum vélum, tækjum og tólum fyrir Landgræðsluna. Það nýjasta er sáðvél sem hann kallar Traðkolínu og þykir mikið þing. Áður voru sáðvélar hafðar aftan í dráttarvélunum en þá vildu fræin fjúka auk þess sem illgerlegt var að fara með þær yfir erfitt land. Þá datt Hjalta í hug að búa til vél sem var sett fyrir framan dráttarvélina. Það líkaði honum ekki heldur og þá kom hugmyndin að Traðkolínu. Hún er sett fyrir framan afturhjól dráttarvélarinnar og síðan fer hjólið yfir fræin og pressar þau niður í svörðinn. Aftan á dráttarvélinni er svo eins og sjá má mikill tankur sem í er áburður sem dreifist yfir hjólförin þar sem fræin liggja. Með þessari útfærslu er hægt að fara yfir og sá í ,,tungllandslag" segja menn í Gunnarsholti. Atlantsolía hefur hafið sölu á 1.300 lítra plasttönkum fyrir dísilolíu til bænda og smærri verktaka. Engar skuldbindingar fylgja kaupum á þessum tönkum. Þess vegna geta bændur leitað bestu kjara hverju sinni óháð innflytjanda eldsneytis. Miðað við verð á dísilolíu hjá Atlantsolíu borga tankarnir sig upp á 6 til 18 mánuðum. Hægt er að velja milli þess að hafa 220 volta dælur með eða án mælis en dælurnar eru útbúnar með tæplega tveggja metra slöngum. Það var Eyvindur Jóhannsson, hjá Vinnulyftum Garðabæ, sem var fyrsti aðilinn til að taka í notkun þessa nýju gerð tanka frá Atlantsolíu. Tankarnir eru smíðaðir hjá Sæplasti Dalvík og eru sérstaklega styrktir. Verð á 1300 lítra tanki og ódýrri 230 volta rafmagnsdælu er 66,184 kr. án vsk. Ef og þegar nýtt fyrirkomulag verður tekið upp varðandi dísilolíuna og bændur verða að nota litaða olíu á dráttarvélar sínar en ólitaða á bifreiðarnar eru tankar á borð við þessa athyglisverður kostur T.v. Eyvindur en t.h. er Ólafur Baldursson, sölustjóri Atlantsolíu. Plasttankar fyrir dísilolíu Æðarbændur athugið Móttaka æðardúns er hafin, ásamt hreinsun og sölu. Hækkandi verð. Mikil eftirspurn. Frír flutningskostnaður allsstaðar af landinu. Fyrsta sending fer erlendis í júlí. Fyrstir koma fyrstir fá. Sama gamla ódýra hreinsunargjaldið fyrir þá sem hreinsa og selja í gegnum okkur, kr. 3.500 með vsk. pr hreint kg. Margra áratuga reynsla í meðferð æðardúns. Uppl. gefa Þórunn í síma 434-1430 eða 893-3460. Hilmar í síma 434-1588 eða 893-6745 Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi. Verðdæmi: 3000 mm X 3000 mm = kr. 115.020,- m/VSK Bílskúra- og iðnaðarhurðir Vagnar & þjónusta ehf Tunguháls 10, 110 Reykjavík Sími: 567-3440, Fax: 587-9192 Afgreiðslutími hurða 3m hæð, 4 dagar. Steinefnastampur Nýjung. Steinefni og vítamín í fötum. Innihaldið er sérframleitt fyrir FB en uppskriftin er þróuð af sérfræðingum FB. Hafðu samband núna. Stórlækkað verð Útsölustaðir: Fóðurblandan, Reykjavík. FB Búvörur, Selfossi FB, Búvörur, Hvolsvelli Bústólpi, AkureyriVerð aðeins kr. 2.585 www.fodur.is Sími: 570 - 9800

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.