Bændablaðið - 06.07.2004, Page 39

Bændablaðið - 06.07.2004, Page 39
Þriðjudagur 6. júlí 2004 39 Efnagreiningar á heyi 2004 Fyrirkomulag og framkvæmd heyefnagreininga haustið 2004 Fyrirkomulag og framkvæmd á efnagreiningaþjónustu fyrir bændur verður með sama hætti og á síðastliðnu ári. Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA), Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri (LBH) og Ráðunautaþjónusta á Norðausturlandi (RN) munu vinna verkið sameiginlega. Vinnuferillinn verður því óbreyttur frá síðasta ári. Sýnin skulu öll send að Hvanneyri þar sem þau verða skráð og hluti mælingavinnu fer fram. Undanskilin eru sýni af Norðausturlandi (RN) þau skal senda að Búgarði, Akureyri eins og verið hefur. Niðurstöður verða sendar út frá RALA, og einnig frá Búgarði fyrir þau sýni sem tilheyra starfssvæði RN. Ábyrgðarmenn eru : Björn Þorsteinsson, Hvanneyri, sími 4330000, fax 4330001 Guðmundur Helgi Gunnarsson, Búgarði, sími 4604477, fax 4604478 Tryggvi Eiríksson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, sími 5911500, fax 5911501 Fjós eru okkar fag Landstólpi ehf. Lárus Pétursson Arnar Bjarni Eiríksson s: 4370023 / 8694275 s: 4865656 / 8989190 Skipulag fjósa, hönnun og ráðgjöf - Nýbyggingar, viðbyggingar, breytingar - Hafið samband - við mætum á staðinn Weelink - fóðrunarkerfi Ametrac - innréttingar í fjós Promat og AgriProm - dýnur Zeus og Appel - steinbitar Dairypower - flórsköfukerfi PropyDos - súrdoðabrjóturinn Urban - kjarnf.básar, kálfafóstrur Uno Borgstrand - loftræsting Ivar Haahr - opinn mænir Lynx - eftirlitsmyndavélar Carfed - plastgrindur í gólf Austurvegi 69 - Selfossi - Sími 4 800 400 Jötunn Vélar - Sterkur félagi - buvelar.is Mikið úrval orginal varahluta í Claas og Kuhn HAGSTÆTT VERÐ! Sérhæft hreinsifyrirtæki JF verktakar hafa sérhæft sig í háþrýstiþvotti og hafa yfir öflug- um búnaði að ráða. Í frétta- tilkynningu kemur fram að þeir hreinsi burt gamla málningu af húsum og húsþökum með há- þrýstiþvotti. Þá bjóða JF verktakar upp á votblástur en þá er vatni og sandi blandað saman, til að losna við ryk sem fylgir hefðbundum sandblæstri. Þetta er árangursrík aðferð til alhreinsunar á öllu járni og hentar vel innanhúss t.d. á loftbita og milligerði. Fyrirtækið hefur rösklega fimm ára reynslu við þvott og sótthreinsun í gripa- húsum og hefur m.a. þvegið fjósin á Hrafnagili og Garðsá svo dæmi séu tekin. JF verktakar eru tilbúnir til að fara hvert á land sem er en há- þrýstidælu JF verktaka er komið fyrir á bíl sem er sérútbúinn til þessara nota. Í bílnum eru einnig stórir vatnstankar, svo vatns- skortur á ekki að hamla fram- kvæmdum. Vinnupalla og aðra aukahluti og búnað sem á þarf að halda er einnig að finna í bílnum. Þessi sérútbúni bíll gerir JF verk- tökum auðvelt fyrir að taka að sér verk hvar sem er á landinu. Upplýsingar og verðtilboð í síma 894-5376. - Úr fréttatilkynningu. Úrslit úr verðlaunagetraun á 100 ára afmæli Nautgripa- ræktarfélags Gnúpverja. Verðlaunahafar urðu fimm talsins. Enginn var með öll svörin alveg rétt enda spurningar erfiðar en margir fóru glettilega nálægt réttu svari. Má þar nefna að einungis munaði einum sentimetra á brjóstummáli stærstu kýrinnar og einu kílói munaði á þyngd kálfsins. Gaman er að geta þess að tveir verðlaunahafar eru einungis tíu ára, áhugasamt og athugult fólk það! Mjólkurbú Flóamanna gefur verðlaunin sem eru glæsilegar ostakörfur og bolir fyrir yngra fólkið. Þeir sem hljóta verðlaunin eru: Guðjón Vigfússon Húsatóftum. Ingimunda Guðrún Þorvaldsdóttir Selfossi. Helga Höeg Sigurðardóttir Hæli Lísa Margrét Jónsdóttir, Bólsstaðahlíð 52, Rvk. Kristinn Högnason Laxárdal . Rétt svör eru: 1. Grönótti kálfurinn(frá Ásum) var 86 kg. 2. Stærsta kýrin mælist 201 cm. 3. Tennur í fullvaxta kú eru 32 ( 8 í neðri framgóm, 6 í hverjum kjálka). Fendt fer fremstur Vélfang efh. hefur frá og með fyrsta júlí s.l. tekið við sölu- og þjónustuumboði, þar með talinni varahlutaþjónustu, fyrir Fendt dráttarvélar á Íslandi. Í fréttatilkynningunni frá Vélfangi ehf. segir ennfremur að Fendt dráttarvélar séu með eina lægstu bilanatíðni sem um getur og séu yfirleitt seldar háu verði í endursölu. Hvort heldur ætlunin er að fjárfesta í hefðbundnum fjöl- nota landbúnaðartraktor, sérbúinni vél til verktöku, gangstéttargengri vél eða háþróaðri dráttarvél með Fendt Vario skiptingu, þá munu bændur, sveitarfélög, verktakar og aðrir finna í Fendt dráttarvélum þá vél sem uppfyllir kröfur þeirra og væntingar. Starfsfólk Vélfangs ehf. veitir allar nánari upplýsingar og ráðgjöf við val á búnaði, sniðn- um að þörfum hvers og eins, í síma 580-8200. Úr fréttatilkynningu. Girðingar við Biskups- tungnabraut Eigendur jarða við Biskups- tungnabraut eru minntir á viðhald á girðingum meðfram veginum. Mikil umferð er um Biskupstungnabrautina á sumrin og talsverð slysahætta er af sauðfé þar. Viðhald girðinga greiðist að jöfnu af veghaldara og landeiganda og er miðað við að viðhaldskostnaður nemi 4% af stofnkostnaði girðinga. Þannig greiðir Vegagerðin 2% af þeim stofnkostnaði. Þegar land- eigandi hefur lokið árlegu viðhaldi girðinga með stofnvegum og tengivegum skal hann tilkynna það til sveitarstjórnar. Umsókn um nýjar girðingar þar sem þeirra er þörf liggur fyrir hjá Vega- gerðinni sem vonandi fer í þá vinnu næsta sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu Grímsnes- og Grafningshrepps.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.