blaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 14
erlent miðvikudagur, 25. maí 2005 I blaðið Auglýsingar 510 3744 blaöiö- Skotið á þingkonu í Bagdad A.m.k. átta manns létust og 12 særð- ust í árásum í Bagdad í gær. Andspyrnumenn skutu á bílalest íröksku þingkonunnar Salamah al- Khafaji um hádegisbilið í gær með þeim afleiðingum að fjórir lífverðir hennar særðust alvarlega. Al-Khafaji var á leiðinni ffá Bagdad til Najaf þegar tilræðið átti sér stað en í maí 2004 lifði hún af tilræði sem banaði 17 ára syni hennar. Bílsprengja sprakk um svipað lejdi við stúlknaskóla í Austur-Bagdad. íbúar við skólann gerðu lögreglu við- vart um grunsamlegan bíl og í þann mund sem sprengjuleitarsérfræðing- ar nálguðust bílinn sprakk hann í loft upp með þeim afleiðingum að sex saklausir írakar létu lífið og fjórir særðust alvarlega. í miðbæ Bagdad sprakk önnur bíl- sprengja með þeim afleiðingum að tveir létust og átta írakar særðust. Ekki hefur enn tekist að bera kennsl á líkin, sem eru illa brennd, en ekki er um líkama tilræðismannanna að ræða þar sem sprengjan var sprengd með fjarstýribúnaði. Á mánudag létust 49 manns í til- ræðum víða um írak og 130 særðust. Átök hafa vaxið í landinu undanfar- ið og hafa nú um 620 manns látist í átökum síðan 28. apríl. Hækkar Everest? 24 manna hópur kínverskra fjall- göngu- og vísindamanna kleif tind Mount Everest á sunnudag til að end- urmeta opinberar hæðartölur. Fjall- ið, sem er það hæsta í veröldinni, er talið vera 8.848 metrar en kínversk- ir vísindamenn telja að fjallið sé að hækka. Síðasta mæling var gerð 1975 en nú notast mælingamennirnir við hátækni GPS-staðsetningarbún- að og mæla út frá sex punktum, sem eykur nákvæmni niðurstöðunnar. Samkvæmt China Daily liggja fyrstu gögn mælinganna þegar fyrir en loka- niðurstöðu er að vænta í ágúst. Óvenjulegur kennari Yfirkennarinn Julie Ellison sem býr í Farmington í Nýju-Mexíkó gerði sér lítið fyrir á dögunum og mætti til kennslu klædd sem prinsessa og kyssti tvo ffoska fyrir ffaman unga nemendur sína. Hún hafði lofað börn- unum að kyssa ffosk ef þau bættu lestur sinn. Þau tvöfólduðu árangur- inn. „Þetta var ekkert svo slæmt," sagði Ellison um froskakossana. „í fyrra varð ég að kyssa svín.“ Árið þar áður hafði hún lesið söguna Litli kjúklingurinn fyrir bekkinn, þakin súkkulaði og fjöðrum. Brjósta- krabbamein eykst hjá ung- um konum Konur undir fertugu eru í aukinni hættu með að fá bijóstakrabbamein. Samkvæmt nýrri breskri rannsókn greindust 14 af hverjum 100.000 kon- um undir fertugu með brjóstakrabba- mein árið 1975 en voru orðnar 22 árið 2001. Ástæður aukningarinnar eru ekki fullkomlega ljósar en talið er að kon- ur sem eignast börn seint á ævinni séu í meiri hættu en þær sem eignast börn snemma. Sömuleiðis er aukin drykkja kvenna talin auka hættu á brjóstakrabbameini og einnig er nefnt að löng notkun getnaðarvarn- arpillunnar sé mögulegur áhættu- þáttur. Einhveijir sérffæðingar vilja halda því fram að konur sem fljúgi mikið og borði mikla dýrafitu séu einnig í meiri hættu en aðrar. Deilt um hlut- verk kvenna í hernum í Bandaríkjunum eru umræður um hvort setja eigi lög sem meini konum í hernum að vera í fremstu víglínu. Um 20.000 bandarískar konur gegna herþjónustu í írak og verða æ oftar þátttakendur í bardögum. Tugir þeirra hafa látist og hundruð særst. — Bandarískur hermaður í írak. I Bandaríkj- unum eru umræður um það hvort setja eigi lög sem meini konum í hernum að vera í fremstu víglínu. Varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, Donald Rumsfeld, segir að her- inn muni taka ájpessu máli en bendir á að aðstæður í Irak séu óvenjulegar. „Það eru engar skýrar línur um hvar bardagar eiga sér stað og hvar ekki.“ Nýleg skoðanakönnun í Bandaríkj- unum sýnir að 45% landsmanna vilja að konur taki þátt í beinum átökum ef þær vilja. Um 16% þátttakenda sögðu að ekki ætti að leyfa konum að taka þátt í bardögum. blaðiö Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Simbréf á fréttadeild: 510- 3701. Simbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: (slandspóstur. Svindlaði Ágúst Ólafur? Ágúst Ólafur Ágústsson, lögfræðingur og þingmaður, var kjör- inn varaformaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um liðna helgi. Ágúst Ólafur sigraði meðframbjóðendur sína, þá Lúðvík Bergvinsson þingmann og Heimi Má Pétursson, með miklum mun, hlaut 62 prósent greiddra atkvæða. Ágúst Ólafur var að vonum ánægður með kjörið, var fus til að veita fjölmiðlum viðtöl strax og úrslitin lágu fyrir og sagði þá: Eg tel að flokkurinn hafi sýnt djörfung og þor og ég er ykk- ur afskaplega þakklátur fyrir þessa útkomu. Nú virðist varaformaðurinn hins vegar hafa dregið sig úr kastljósi fjölmiðla, enda komið á daginn að ekki virðist allt hafa verið með felldu varðandi kjör hans. I fyrsta lagi er því haldið fram að félagsskapur Ungra jafn- aðarmanna hafi greitt landsfundargjöld fyrir hátt í 300 ung- liða og jafnframt heitið þeim bjór og pítsum kysu þeir Ágúst Ólaf. I öðru lagi er því haldið fram að hægt hafi verið að leysa út landsfundargögn skráðra þingfulltrúa og nota atkvæðisrétt þeirra á landsfundinum að þeim fjarstöddum. Það má vel vera að það tíðkist hjá stjórnmálaflokkum að einstök félög innan þeirra greiði landsfundargjöld fyrir félags- menn sína og að þeim sé heitið einhverjum veitingum, mæti þeir á fundi og greiði atkvæði með tilteknum hætti. Hitt er öllu alvarlegra, ef rétt reynist, að á landsfundi Samfylking- arinnar hafi verið hægt að leysa út kjörgögn skráðra þingfull- trúa, sem ekki létu sjá sig á fundinum, og kjósa fyrir þá. Kosn- ingaréttur er persónubundinn og óframseljanlegur réttur. Misnotkun kosningaréttar er hvarvetna talið kosningasvindl og kosningar sem svindlað er í eru ógildar, eða í það minnsta ógildanlegar eins og dæmin sanna, svo sem í Úkraínu nú ný- verið. Samfylkingin setur manngildið í öndvegi og vill lýðræðis- lega stjórn landsins, ef marka má stjórnmálaályktun lands- fundarins. Forsvarsmenn Samfylkingarinnar státa sig af því að flokkurinn, einn allra stjórnmálaflokka hér á landi, tryggi öllum félagsmönnum sínum rétt til að kjósa formann í póstkosningu, sem er rétt og lofsvert. Þegar kemur að kjöri varaformanns gegnir allt öðru máli hjá Samfylkingunni; þar virðast það vera peningarnir sem tala. Sá sem getur og vill leggjast svo lágt að greiða fyrir landsfundargögnin og nota sér atkvæðisréttinn, sem þeim fylgir, getur sigrað. Ekkert eftirlit var með því á landsfundinum í Egilshöll hveijir not- uðu landsfundarnúmer og lykilorð landsfundarfulltrúa við kosningu. Sami einstaklingur gat komið og kosið tvisvar, þrisvar, fjórum eða fimm sinnum, allt eftir því hve mikið af landsfundargögnum hann, eða félagsskapur á hans vegum, hafði leyst til sín. í vanþróuðum ríkjum, þar sem kosninga- svindl er daglegt brauð í kosningum, er reynt að koma í veg fyrir að einn og sami aðilinn kjósi oft, með því að setja merki á hendur þeirra sem kosið hafa. Forystumenn Samfylkingar- innar geta ekki skellt skollaeyrum við þeim orðrómi að Ágúst Ólafur og stuðningsmenn hans hafi svindlað í varaformanns- kosningunni. Það breytir engu þótt Ágúst Ólafur hafi fengið 519 atkvæði af þeim 839 sem greidd voru. Leiki minnsti vafi á að um rétta meðferð kjörgagna og misnotkun kosningaréttar verður Samfylkingin að þora að láta rannsaka málið svo gera megi viðeigandi ráðstafanir fyrir næsta landsfund. Geti Sam- fylkingin ekki rannsakað og upprætt, ef rétt reynist kosninga- svindl í eigin ranni, getur flokkurinn ekki staðið fyrir neinni lýðræðissiðbót í íslensku samfélagi. loftkœling Verð frá 49.900 án vsk. ís-húsið 566 6000

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.