blaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 2
miðvikudagur, 25. maí 2005 I blaðið Reykjavíkurlistinn: Samfylkingln reynir að semja sig frá samstarfi Samningaviðræður Reykjavíkurl- istaflokkanna þriggja, Framsókn- arflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna, ganga afar treglega og ganga heimildarmenn Blaðsins með- al Vinstri grænna svo langt að segja að tillögur Samfylkingarinnar virðist miða að því einu að samstarfið fari út um þúfur. „Tilfinning okkar er sú að enginn nema kannski framsóknar- menn vilji sameiginlegt framboð að ári,“ segir einn þeirra, en bætir við að enginn vilji sitja uppi með að hafa orðið til þess að sprengja samstarfið. „En tillögur þeirra miða allar að því að þær séu óaðgengilegar." Allir þeir sem að samningaviðræð- unum koma eru ófáanlegir til þess að tjá sig undir nafni um viðræðurnar en allir staðfesta þeir að viðræðurnar séu við það að komast í strand. Menn hafi verið einhuga um greiningu ým- issa vandkvæða í samstarfinu en síð- an skildu leiðir þegar rætt væri um úrbætur. Engin umræða hefur enn átt sér stað um málefni og stefnu- skrá. Fulltrúar Samfylkingar munu í upphafi hafa gert tillögu um að flokk- urinn fengi fjögur til sex sæti af efstu átta en samstarfsflokkamir sögðu það engan grundvöll fyrir frekari samvinnu. Forystumenn Samfylking- arinnar, Stefán Jón Hafstein og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, nýkjörinn formaður flokksins, hafa lagt mikla áherslu á að haldið verði opið próf- kjör Reykjavíkurlistans alls og full- trúar flokksins í viðræðunefndinni hafa bókað sams konar tillögu. Fram- sóknarmenn taka því ekki íjarri en Vinstri grænir segja það ekki koma til greina. „Ef við vildum keppa um hlutfóll flokkanna væri einfaldast að bjóða einfaldlega fram sjálfstætt og láta kjósendur um að meta það,“ seg- ir einn áhrifamaður Vinstri grænna í Reykjavík. Hugsanlega kann þó að vera höggv- ið áhnútinnafSteinunniValdísi Osk- arsdóttur borgarstjóra, sem sögð er hafa einlægan áhuga á því að halda samstarfi Reykjavíkurlistans áfram. Það kann þó að kosta verulega eftir- gjöf af hálfu Samfylkingarinnar því Vinstri grænir eru ekki sagðir sætta sig við neitt minna en tvo örugga borgarfulltrúa, verulegan árangur í stefnumótun og tryggingu fyrir því að henni verði fylgt eftir. Sendiherrar Bretlands, Þýskalands og Frakk- lands gagnrýna hvalveiðar Pólitískur feluleikur „Við erum aðilar að Alþjóðahvalveiði- ráðinu eins og þessar þjóðir og við höf- um rétt samkvæmt reglum ráðsins til þess að stunda vísindaveiðar," er svar Áma M. Mathiesensjávar- útvegsráðherra við tilkynningu sem sendiherrar Bretlands.Frakk- lands og Þýska- lands sendu frá sér í gær. í tilkynningunni ítreka þeir and- stöðu landanna við vísindaveið- um íslendinga og segja þær af vafa- sömum vísinda- legum toga. Breitt yfir eigin vandamál Ámi segir liggja beinast við að líta á tilkynningu sendiherranna sem tilraunir til þess að breiða yfir vanda- mál þeirra heima fyrir. Hann bendir á nýafstaðnar kosningar í Bretlandi og telur e.t.v. að stór orð þurfi að uppfylla eftir þær. Einnig standi Frakkar frammi fyrir kosningum um stjómarskrá Evrópusambandsins og séu hugsanlega að gera sig breiða fyr- ir einhverjum kjósendahópum, auk þess sem kosningar séu í Þýskalandi á næstunni. Dónaskapur að ítreka „Menngetaver- ið ósammála um hlutina og geta látið það koma fram en að gera það ítrekað finnst mérveradóna- skapur.“ Hann segist munu svara sendi- herrunum eins og öllum mót- mælabréfum. „Maður hitt- ir svo þessa menn og ræðir þetta við þá.“ Árni segir tilkynning- una ekki breyta neinu um vísinda- veiðamar og finnst fráleitt að efast um aðferðafræðina. Hafrannsóknar- stofnun telur að til þess að ná rann- sóknarmarkmiðum á skikkanlegum tíma með raunhæfum kostnaði þá séu þær aðferðir sem notaðar eru bæði öruggastar og fljótvirkastar. íslendingar á auknum yfirdrætti íslendingar virðast eyða um efni fram um þessar mundir, ef miðað er við vegvísi Landsbanka íslands í gær. Þar kemur fram að heimilin í landinu hafa hækkað yfirdráttarlán sín um 2,2 milljarða króna frá því í lok febrúar. Það þýðir að hagræðing heimilanna, þegar yfirdráttarlán voru greidd upp í tengslum við end- urflármögnun fasteignalána, er að öll- um líkindum að engu orðin. í lok apr- íl skulduðu heimilin 60,5 milljarða króna í yfirdráttarlán og eru þau því orðin jafnhá og fyrir umrædda skipu- lagsbreytingu á íbúðalánamarkaði. Skuldir aukast um 20 milljarða Skuldir heimilanna hjá innlánsstofn- unum námu alls tæpmn 390 milljörð- um króna í lok apríl síðastliðnum og jukust um rúma 20 milljarða milli mánaða. Hafa ber þó í huga að hér er ekki um hreina skulda- aukningu að ræða, enda er stór hluti aukningarinn- til kominn vegna endur- jármögnunar á eldri lánum frá búðalánasjóði. ar o HelSskirt (3 Léttskýjað ^ Skýjað £ AlskýjaS ^ Rigning, litilsháttar íí' Rigning Súld Snjókoma * XJJ Slydda ! Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki 20 22 22 10 21 20 17 Kaupmannahöfn 16 London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vin Algarve Dublin Glasgow 20 27 23 9 10 24 16 23 15 8 21 25 14 12 7”0 rO ¥ o ■0. 80 6oW o® Á morgun Veðurhorfur í dag Veðursíminn Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands 8 m ® 5V 510-3737 510-3744 blaðið= Rándýrt rauðvín Karlmaður um þrítugt drakk í janú- ar eitt dýrasta rauðvín sem sögur fara af hér á landi. Hinna dýru veiga var neytt í janúar en þá gekk maður- inn inn á veitingahús og pantaði sér rauðvínsflösku. Þegar til átti að taka neitaði maðurinn að greiða fyrir flösk- una og bar við að hafa gert samning við þjón á staðnum um að greiða fyrir hana með ljóðakveri. Við það kannað- ist hins vegar enginn af starfsmönn- um veitingastaðarins. Maðurinn viðurkenndi við yfir- heyrslu að hafa ekki greitt fynr flöskuna, enda hafi hann verið verið blankur. Fyrir dómi hélt maðunnn hins vegar við fyrri sögu um að hafa gert umræddan samning við þjón á staðnum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að sanna að umræddur samningur hefði verið gerður og var maðurinn því sakfelldur fyrir íjársvik. Hann þarf því að greiða 25.000 króna sekt, auk málsvarnarlauna upp á um 90.000 kr. Að auki þarf hann að greiða andvirði flöskunnar sem kost- aði 5.300 krónur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.