blaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 8
miðvikudagur, 25. maí 2005 I blaðið DQDnUD Fjölskyldumyndaveggurinn ti fj| | J j k&é^ B B Bbni fl %wP ᣠ\sfflpns • - daglega Glæsilegur, einfaldur og skapandi ljósmyndarammi er á sýningu út- skriftarnema Listaháskóla íslands á Kjarvalsstöðum. Rammann hannaði Esther ír Steinarsdóttir, hönnuður og ljósmyndari, en hún útskrifast um næstu helgi af hönnunarbraut LHÍ. Fjölskyldupúsluspil í raun og veru er ramminn utan um myndirnar púsluspil eða þraut. Á flö tinn eru settar 23 myndir en á einn flötinn er ekkert sett. Hver mynd er fest á undirstöðu sem er svo fest á rammann með skrúfu sem rennur eftir rauf á heildarrammanum. Þann- ig má hreyfa myndirnar til eftir hent- ugleika og skapa nýja heildarmynd á hverjum degi. Væru myndirnar 23 brot úr einni heildarmynd væri hægt að renna þeim til hliðar og mynda þraut sem mætti púsla saman. Mikilvægi mannlegra sam- skipta Esther vildi í þessu lokaverkefni sínu koma fjölskyldualbúminu upp á vegg með einfóldum hætti. Hún segir að fjölskyldumyndaveggurinn hafi mun meira gildi en við leiðum hugann að. Einfalt í notkun Myndaveggur Estherar er mjög ein- faldur í notkun en við það miðaði hún hönnunina. „Ég vildi hafa þetta eins einfalt og hægt væri svo myndaramm- inn byggist á þessari venjulegu stærð ljósmynda, 10x15, svo fólk gæti notað þær myndir sem það á eða látið fram- kalla þessa venjulegu stærð.“ Það er mjög einfalt að festa myndirnar á vegginn en þeim er skellt á flötinn og plasti smellt yfir með festingum á hornunum. Heilmikil tilbreyting Einnig er auðvelt að skipta út myndum. Ef til að mynda gömlu skólafélögunum er boðið í mat má skella gömlu mynd- unum á rammann og myndast þá félagsleg miðja um hópinn Esther Ir Steinarsdóttir hönnuður og og samskiptin. „Það má hafa rammana þematengda og svo Ijósmyndari má auðvitað hafa í þeim sömu myndirnar ef maður kýs. Þeim má líka raða nokkrum saman í stærra rými og nota einn lít- inn í minna rými.“ „Ég skrifaði BA-ritgerð um fjölskyldu- ljósmyndavegginn. Ég tók viðtal við tíu manneskjur og það sem mér fannst athyglisverðast var mannlegt gildi ljósmynda. Þær eru ekki bara til skrauts á veggjum heldur uppspretta samræðna og spuminga um fólk. Um ljósmyndavegginn verða heilmikil samskipti sem ég vildi vinna með.“ Langar að framleiða Esther segir að enn sé ekkert ráðið um framhaldið á þessu skemmtilega verki en hana langar til að þróa það áffam til ff amleiðslu. Hún segir að það sé raunveruleg vöntun á römm- um sem þessum því fólk vilji koma við myndirnar og hreyfa þær og þannig njóti þær sín best. „Það er kannski erfitt hérna heima en auðvitað væri skemmtilegast, vegna þess að þetta er íslensk hönnun, að ffamleiðslan væri það líka.“ Grilluð kjúklingabringa með heitri sósu, hrísgrjónum, maís, fersku salati ogTopp Tvær grillaðar kjúklingabringur með heitri sósu, hrísgrjónum, maís, fersku salati ogTopp 1/2 grillaður kjúklingur með heitri sósu, hrísgrjónum, maís, fersku salati og Sódavatn 1/1 grillaður kjúklingur með heitri sósu, hrfsgrjónum, mafs, fersku salati og Topp Kjúklingasalat með grilluðum kjúkling, lceberg, tómötum, agúrkum, papriku, pasta, rauðlauk og Sódavatn Kjúklingasalat - BKspecial með grilluðum kjúkling, lceberg, sólþurkuðum tómötum, svörtum ólífum, fetaost, Nachos og Sódavatn 1.090 1.490 1.050 2.040 590 890 Hvað er hönnun? agnar.burgess@vbl.is Hönnun er gífurlega vítt hugtak og ekki eru allir sammála um þýðingu þess. Blaðið fékk þá sem sjá um kennslu í hönnun til þess að útskýra hvað hönnun er fyrir þeim. Spurt var: Hvað er hönnun? Út á hvað gengur hönnun? Hvað gerir góða hönnun góða? Hönnun er góð hugmynd, uppljómun - og engin hugmynd er góð fyrr en búið er að bera hana saman við allar hinar hugmyndirnar - og fægja hana síðan, efnislega, tæknilega, verklega og kannski ef það á við sem er alls ekki alltaf; hræra út í hugmyndina biti og smá tælingu. Þetta er það sem hönnun gengur út á og gerir hana góða eða slæma. Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun. Listaháskóla íslands. Er hún hugsun? Ferðalag? Teikning? Tækni? Smíði? Rennileg? Mótun? Framleiðsla? Kubbsleg? Hversdagsleg? Nytsöm? Gagnslaus? Er hún að virka...? Hönnun gengur út á ystu nöf og er skapandi ferli sem snýst um að taka þátt í að skapa umhverfi. Góð hönnun gegnir hlutverki sínu út í ystu æsar, hefur áhrif á daglegt líf, er til staðar í rýminu, ber vitni um hugarfar, tíðaranda og mannlegt hlutskipti. Þóra Sigurðardóttir, skólastjóri Myndlistarskólans. Hönnunarhugtakið er almennt notað yfir ffamsetningu hugmynda um virkni, útlit, tæknilega gerð og framleiðslu á hlutum sem hafa notagildi. Hönnun greinir sig ffá handverki, listhandverki og listum að því leyti að hún fæst að jafnaði hvorki við smíði né ffamleiðslu á vörum með beinum hætti, né fæst hún við ffjálsa, listræna tjáningu og sköpun. Hönnun er hugmyndavinna en ekki handverk. Baldur J. Baldursson, brautarstjóri almennrar hönnunar í Iðnskólanum í Reykjavík Hönnun er að breyta hugmynd í hlut. Árangurinn mælist svo með mis- jöfnum mælikvörðum sem ráðast af menningu, verkviti og tíðaranda þess sem í hlut á. Það sem telst góð hönnun á einum stað er óhafandi annars staðar. í mínum kokkabókum gengur hönnun út á það sem sýnt var með tákn- mynd af jafnarma þríhymingi þar sem hver hlið var merkt 3xM: miljö (umhverfi) - maskin (vél) - mánniska (maður).ww Ástþór Ragnarsson, deildarstjóri listnámsbrautar Iðnskólans í Hafnarfirði.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.