blaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 24
miðvikudagur, 25. maf 2005 i blaðið kolbrun@vbl.is Metsölubókin Ráðskona óskast í sveit eftir Snjólaugu Bragadóttur er komin út í kilju. Bókin kom út árið 1973 og er önnur skáldsaga Snjólaugar af 12. Sagan segir frá Onnu, borgarstúlku sem flýr undan ráðríki móður sinnar, upp í sveit með unga dóttur sína, og á norðlensku sumri vaknar ástin. Ófáanleg í 30 ár „Það má segja að ég hafi byijað að skrifa vegna veðmáls," segir Snjó- laug. „Ég hafði þýtt bama- og ■r »Eg get ekkert skrifað,“ sagði ég. „Þú getur það víst,“ sagði hann ung- linga- bæk- urfyrir Örlyg Hálfdán- arson út- gefanda. Eitt árið spurði ég hann hvort hann ætti ekki eitt- hvert þýðingarverkefni fyrir mig. Hann sagðist ekkert hafa en sagði að for- lagið vantaði íslenska skáld- sögu.. Þannig varð fyrsta bók- in til og kom út 1972. Hún hét Næturstaður, var gefin út í litlu upplagi og er löngu ófáanleg. Ár- ið eftir kom Ráðskona óskast í sveit, Hún var prentuð þrívegis og upplagið seldist jafnóðum. Hún hef- ur verið ófáanleg í þijótíu ár.“ Með bókinni varð Snjólaug einn vinsælasti höfundur landsins. Á 15 árum skrifaði hún 12 ástarsögur og vann jafnframt sem blaðamaður. „Þetta voru afþreyingarbækur og voru alltaf hugsaðar þannig. Þegar ég skrifaði þær var ég ekkert að spek- úlera í einhverri uppskrift. Um leið og ég byijaði að skrifa lifði ég mig inn í verkið og þá tóku persónurnar völdin." Enginn markaður fyrir glæpa- sögu Skyndilega hætti Snjólaug að skrifa. „Ég var komin með fullt hús af böm- um og dýrum og það var meira en nóg að gera,“ segir hún. „Svo vildi enginn gefa út bók númer þrettán sem átti að verða sakamálasaga. Það þótti enginn markaður fyrir slíkar bækur. íslendingar lesa ekki glæpasögur, var mér sagt.“ Nú lesa svo að segja all- ir glæpasögur en Snjólaug hefur engar áætlanir um að skrifa slíka bók. „Ég hef ekki tíma til þess, það er svo mikið að gera hjó mér,“ seg- ir Snjólaug sem vinnur yið þýðingar fyrir Stöð 2. „Ég veit ekki hvort ég á eftir að skrifa fleiri bækur. Ég get hvorki lof- að því né hótað." Potter- aðdáandi „Satt best að segja er ég hrifnari af Harry Potter." DreeCrism- an, langafa- bam rithöfundarins Emest Hemingway, aðspurð um verk hans. Snjólaug Bragadóttir. „Þetta voru af- þreyingarbækur og voru alltaf hugs- aðar þannig. Þegar ég skrifaði þær var ég ekkert að spekúlera í einhverri uppskrift. Um leið og ég byrjaði að skrifa lifði ég mig inn í verkið og þá tóku persónurnar völdin." MyndíGúncii vegna veðmáls Tilvalin útskriftargjöf Á TILBO0SVERÐI í BÓK4BÚ8UM! Fischersundi 3 Sími:551 -4620 sogufelag.is sogufelag@sogufelag.is Falsaður forngripur Starfsmenn British Museum veittu því lengi vel enga eftirtekt að steinn með málaðri mynd af manni að ýta innkaupakörfu var kominn inn á fornminjadeild safns- ins. Á skilti með skýringartexta stóð: „Frummaður hættir sér út á veiðilendur. Þetta vel varðveitta sýnishorn af myndlist frummanna er frá seinna stjarfaklofaskeið- inu“. Sá sem kom steininum fyrir þarna er maður að nafni Banks, sem er annálaður húmoristi. Ný- lega hengdi hann mynd eftir sjálf- an sig upp á vegg í Tate Modern. Verðir þar veittu þessu nýja lista- verki ekki eftirtekt fyrir en það datt af veggnum. Burtfarartónleikar í Ymi Tveir nemendur Nýja söngskólans „HjartansmáT, Sævar Kristinsson og Anna Klara Georgsdóttir, halda burt- farartónleika á næstunni. Þau eru jafnframt fyrstu nemendur skólans til að ljúka þessum áfanga. Sævar Kristinsson barítón verður með tónleika miðvikudagskvöldið 25. maí kl. 20. Sævar hefur á undanförn- um árum notið leiðsagnar Bergþórs Pálssonar en aðrir söngkennarar hans hafa verið Björn Björnsson, Jó- hanna Linnet og Sigurður Demetz. Á efnisskrá tónleikanna eru íslensk og erlend sönglög, óperuaríur og söng- leikjalög. Píanóleikari er Guðbjörg Siguijónsdóttir og einnig leika þeir Vadim Fedorov á harmóníku og Sig- uijón B. Daðason á klarínett. Auk þeirra koma fram ó tónleikunum fé- lagar úr Raddbandafélagi Reykjavík- ur. Anna Klara Georgsdóttir sópran verður með tónleika mánudagskvöld- ið 30. maí kl. 20. Anna Klara hefur stundað nám við Nýja söngskólann „Hjartansmál" í fjögur ár. Kennari hennar fyrstu tvö árin var Björk Jónsdóttir en síðan hefur hún verið hjá Gunnari Guðbjömssyni. Á efnis- skránni er ljóðaflokkurinn Frauenlie- be und-leben eftir Schumann, Kirkju- lög Jóns Leifs, ljóð eftir Duparc og aríur úr La Bohéme. Píanóleikari á tónleikunum verður Ingunn Hildur Hauksdóttir. Tónleikamir verða haldnir í Tón- listarhúsinu Ými við Skógarhlíð. Að- gangur er ókeypis.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.