blaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 22
miðvikudagur, 25. maí 2005 I blaðið Ö LANDSBANKADEILDIN 0 karlar Félag L U J T Mörk Ne t Stig hús 1 FH 2 Valur 3 KR 4 Fram 5 Fylkir 6 ÍA 7 Keflavík 8 Þróttur R. 9 ÍBV 10 Grindavík Olafur lét Garðar Örn heyra það Ólafur Þórðarson, þjálf- ari ÍA, var mjög ósáttur við Garðar Örn og fékk Ólafur að líta gula spjaldið. Ólafur sagði í þættin- um Mín skoðun á XFM 91,9 í gær að Garðar Örn hafi sagt við leikmenn að hann hafi heyrt að þarna væri um víti að ræða. Garðar Öm sagði í sama þætti að slíkt hafi hann aldrei látið frá sér fara. Ennfremur sagði Ólafur í þættinum að hann hefði samkvæmt áreiðanlegum heimildum að Garðar Öm hafi einhvem tímann látið hafa ____________ það eftir sér að hann hataði ákveðna leik- menn í liði ÍA. Garð- ar Öm svaraði þessu þannig að þegar hann hafi heyrt Ólaf segja þetta í útvarpsþættin- um þá hafi hann aldrei orðið eins reiður á æv- kvöld og Garðar Örn dæmir ekki þann leik heldur Erlendur Eiríksson málarameistari. NBA-boltinn Meistarar Detroit Pistons gerðu góða ferð til Miami í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA-körfuboltans. Detroit leiddi með einu stigi í hálfleik, 43-44, og þriðja leikhlutann unnu þeir með sex stigum. f fjórða leikhluta var mikil spenna en Detroit hafði sigur, 81-90, og þar með unnu þeir hinn mikilvæga fyrsta leik. Rasheed Wallace átti mjög góðan leik og skoraði 20 stig, auk þess að taka 10 fráköst og verja þrjú skot. Cha- uncey Billups var með 18 stig og Richard Hamilton skoraði 16. Ben Wallace var drjúgur með 13 stig og 13 fráköst en Detroit tók 41 frákast í leiknum á móti 34 hjá Miami Heat. Shaquille O'Neal skoraði 20 stig fyrir Miami og tók aðeins fimm fráköst. Eddie Jones skoraði 22 stig en Dwayne Wade, sem hefur farið hamförum til þessa í leikjum Miami í úrslitakeppninni, skoraði 16 stig og hitti úr sjö skotum af 25. Þar með tapaði Miami sínum fyrsta leik í úrslitakeppninni í ár og það má alveg segja að nú verði á brattann að sækja fyrir Miami gegn hinu feykisterka varnarliði Detroit Pistons. B Bolton í viðræð- um við Dacourt Forráðamenn enska úrvalsdeildar- liðsins Bolton Wanderes eru sagðir í viðræðum við umboðsmann Olivier Dacourt en hann leikur með ítalska liðinu Roma. The Mirror greindi frá þessu í gær. Sam Allar- dyce, framkvæmdastjóri Bolton, er sagður tilbúinn með samning handa hinum þrítuga leikmanni og vikulaunin eiga að vera fimm millj- ónir íslenskra króna. B Everton að sanka að sér mönnum Enska blaðið The Evening Stand- ard greindi frá því í gær að David Moyes, framkvæmdastjóri Everton, væri að reyna að kaupa þrjá leik- menn frá Tottenham. Þeir eru Rob- bie Keane, Sean Davis og Simon Davies. Búist er við að Davies verði keyptur nú í vikunni á um 500 millj- ónir íslenskra króna og vikulaunin hjá honum verði um 3,7 milljónir. Það gæti þó reynst erfiðara fyrir Moyes að ná í Robbie Keane því að Newcastle er einnig á eftir honum. David Moyes hefur löngum haft áhuga á að fá Sean Davis en hann reyndi að kaupa kappann frá Fulham fyrir tveimur árum en mis- tókst í það skiptið. Everton þarf að styrkja leikmannahóp sinn verulega fyrir næstu leiktíð en félagið tekur þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn eftir að núverandi fyrirkomulag var tekið upp árið 1992. ■ Nv sendinq af Mitre fótboltaskóm! Mitre Friction Takka- og gervigrasskór Barnastærðir f rá 28 - 38 KR. 2.990.- Fullorðinsstærðir frá 39 - 46 KR. 4.490.- Jói útherji knattspyrnuverslun m Ármúla 36 Sími 588 1560 www.joiutherji.is Rafael Benitez framkvæmdastjóri Liverpool á fréttamannafundi í gær í Istanbúl. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn. að komast áfram í keppninni, stig af stigi. AC Milan hefur fengið aðeins meiri pening frá UEFA, eða 914,25 milljónir íslenskra króna. Sigurveg- ari leiksins í kvöld fær í sinn hlut í verðlaunafé hvorki meira né minna en 530 milljónir og tapliðið fær 310 milljónir íslenskra króna. Aldrei rautt spjald Leikinn í kvöld dæmir Spánveijinn Manuel Enrique Mejuto González og er hann aðeins þriðji spænski dómar- inn sem dæmir úrslitaleik Meistara- deildarinnar(Evrópukeppnimeistara- liða) í 50 ára sögu keppninnar. Hann hefur mikla reynslu og varð fertugur 16. apríl síðastliðinn. González hefur að baki 57 landsleiki sem dómari og 19 leiki í Meistaradeildinni. Vonandi verður sú hefð ekki rofin í kvöld hvað varðar rauða spjaldið í úrslitaleik. Aldrei í sögu keppninnar hefur dóm- ari þurft að vísa manni af velli með rauða spjaldið. g vbv@vbl.is Valur vann ÍA 2-0 í síðasta leik 2. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspymu þegar leikið var á Hlíð- arenda. Fyrra mark Vals skoraði Garðar Gunnlaugsson á 8. mínútu og hið seinna skoraði Sigurbjöm Hreið- arsson á 10. mínútu seinni hálfleiks þegar Garðar Öm Hinriksson dómari flautaði víti á Skagamenn. Lokatölur urðu svo 2-0 fyrir Val sem er með sex stig eftir tvær umferðir og hafa Vals- menn skorað fimm mörk og fengið á sig eitt. vbv@vbl.is Liverpool og AC Milan mætast í kvöld í úrslita- leik Meistaradeildar Evrópu og fer leikurinn fram á Ataturk-ólymp- íuleikvanginum í Ist- anbúl. Leikurinn, sem hefst klukkan 18.45, verður sýndur beint á Sýn og án efa er þetta stærsti leikur hvers árs í boltanum í Evr- ópu og þótt víðar væri leitað. Rauði herinn frá Anfield og Rauðu djöfl- arnir frá Mílanó (Mil- an-menn eru kallaðir það á Ítalíu) em sigur- sælustu lið landa sinna í keppni þeirra bestu, sem er Evrópukeppni Meistaraliða (Meistaradeildin frá 1992). Liverpool hefur fjórum sinnum sigrað í keppn- inni - 1977, 1978, 1981 og 1984, þeg- ar Liverpool vann Roma í vítaspymu- keppni í úrslitaleik í Rómaborg. Liðin hafa samtals 16 úrslitaleiki en þetta er 6. úrslitaleikur Liverpool og 10. hjá Milan. Milan vann síðast 2003 Liverpool hefur aldrei sigrað í keppn- inni eftir að hið nýja fyrirkomulag var tekið upp árið 1992. Liðið hefur leikið 32 leiki í Meistaradeildinni frá 1992, unnið 14, gert 12 jafntefli og tapað aðeins sex leikjum. Liverpool er taplaust í síðustu sjö leikjum sín- um í Meistaradeildinni með fimm sigra og tvö jafntefli. Það hefur skor- að 12 mörk og fengið á sig fjögur mörk. AC Milan hefur sex sinnum sigrað í keppni þeirra bestu, síðast árið 2003 og þar á undan árin 1994, 1990, 1989, 1969 og 1963. Frá því nýja fyrirkomulagið var tekið upp árið 1992 hefur Mil- an spilað 89 leiki. Þar af hafa verið 46 sigrar, 23 jafntefli og 20 tapleikir. Milan hefur skorað 123 mörk á móti 70. Paulo Maldini, fyrirliði Milan, hefur ijóra sigra að baki og getur með sigri orðið annar sigm-sælasti leik- maðurinn frá upphafi en Fransisco Gento hjá Real Madrid á sex sigra að baki á ámnum 1956-1966. Leikmenn liðanna koma frá 19 þjóðlöndum og ítölsk lið hafa oftast farið í úrslit, eða 23 sinnum, og unn- ið 10 sinnum en ensk félagslið hafa 11 sinnum farið í úrslit og sigrað níu sinnum. Líklegustu úrslitin eru 1-0 en 15 úrslitaleikir hafa end- að með þeirri marka- tölu, sjö sinnum hafa úrslitin orðið 2-1 og fimm sinnum 2-0. 30.000 á bandi Liverpool 20.000 áhorfendur verða á leikmun sem AC Milan aðdáend- ur en rétt tæplega 30.000 frá Liverpool og einhverjir þeirra ætla að mæta til Istanbúl án miða. Miklar öryggisráðstafanir verða í kringum leikinn en um 10.000 örygg- isverðir og lögreglumenn verða að störfum. Liverpool hefur í Meistaradeildinni í veturfengið 887,7 milljóniríslenskra króna frá UEFA fyrir þátttöku. Inni í þeirri tölu er einungis það fjármagn sem félag fær frá knattspyrnusam- bandi Evrópu fyrir að taka þátt og Áhangandi Liverpool myn- dar hér Bláu Moskvuna í Istanbúl. Um 30.000 áhangendur rauða hersins eru í borginni. Þaulo Maldini fyrirliði AC Milan getur í kvöld orðið evrópu- meistari í 5 sinn. inni. Skagamenn eiga næsta leik við Grinda- vík á Akranesi annað Rauð»%joflamlr 50. úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni fer fram í kvöld í Istanbúl

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.