blaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 18
miðvikudagur, 25. maí 2005 i blaðið 18 suma Viltu vera memm? Sumarið er dýrtíð bamanna. Leik- fangaverslanir bjóða nú ógrynni hluta til sölu, sem bæði böm og foreldrar geta leikið sér með úti í góða veðrinu. Fyr- ir þá sem vilja koma bömunum burt ffá tölvum og út í góða veðrið bjóðast margar lausnir sem glatt geta jafnt unga sem aldna. Njótum sumarsins, fómm út að leika. ^^^^^mmmmmmmmmm naverslumn • s Líkiega hlýleg^stg og ó4ýrast3 glergygnaverslun norðgn 1 II)X\ Vatnsbyssur Vatnsstríð em mörgum bömum ómissandi híuti á heitum sumar- dögum. Galli slíkra stríða hefur ævinlega verið fólginn í þeim fjölda ferða sem stríðsmennimir verða að fara til að endurhlaða skotvopn sín. Nú er hægt að kaupa vatnsbyssur sem haldið geta fleiri lítmm af vatni og því losna foreldrar við útötuð teppi eftir lítið ævintýrafólk sem á nokkurra vatnsgusa að gjalda úti í garði. Sandkastalagerð Sandkastalagerð er tómstund sem flestir hafa gaman af en stunda sjaldan. I sólinni er tilvalið að láta hugmyndaflugið reika og skapa eftirlíkingar af hinum ýmsu bygg- ingum. Sandur er ótrúlega með- færilegt byggingarefni, sérstak- lega þegar húsasmíðameistarinn hefur komist upp á lagið með að finna hið rétta hlutfall milli vatns og sands. í Nauthólsvíkinni verð- ur eflaust nóg af listaverkum úr sandi í sumar - listaverk sem eiga sér öllu jafna skamman líftíma en veita þeim mun meiri stundar- ánægju. Nokkur sniðug sumarleikföng ■ ■ \ Rennibrautir og kofar Fyrir tiltölulega litla íjárhæð má breyta bakgörðum í ævintýraland fyrir börn. Nú fæst í fyrsta sinn í leikfangaverslunum úrval húsa og rennibrauta úr harðplasti sem hvorki fýkur auðveldlega né brotn- ar. Börnin geta gefið ímyndunar- aflinu lausan tauminn og farið í alls kyns þykjustuleiki úti í garði og rennt sér af kappi í rennibraut- inni. Að sjálfsögðu geta flestir ein- faldlega smíðað kofa úti í garði ásamt börnum sínum og skapað í senn nýjan leikvöll og ómetanleg- ar minningar mn notalega sam- veru fjölskyldunnar. Sandkassaleikföng Þessi leikfóng eiga heima í öllum görðum. Kynslóðir geta saman reynt á sköpunargáfuna í sand- kössum eða drullumalli. Allir geta skemmt sér konunglega við hallarsmíðar og síkisgröft, sér- staklega þar sem við höfum nú aðgang að glæsilegri sólarströnd í hjarta Reykjavíkur. Hlaupahjólin Þau eru sívinsæl og henta öllum ffá fjögurra ára aldri. Jafnt stórir sem smáir geta leikið sér á hjól- unum því þau eru með hæðarstill- anlegu stýri. Þau eru til í þremur gerðum og hægt er að fá þau með ljósum. Hlaupahjólin eru nú orðin vinsælli en hjólabrettin en með þeim er ráðlegt að kaupa nauðsyn- legan hlífðarbúnað, s.s. hné- og olnbogahlífar og hjálm. Trampólín Sífellt algengara verður að sjá litla kolla skjótast upp og niður handan húsveggja. Þar eru að leik böm á trampólínum. Þau fást með 95 sm þvermáli og upp í fjóra metra. Börnin eru mörg hver orð- in snillingar í trampólínhoppi og afgreiðslufólk leikfangaverslana segir að nýtt æði fari um samfélag- ið. Trampólínin eru sterk og geta hæglega haldið fullvaxta fólki ef það vill bregða undir sig betri fæt- inum. Milt og hlýtt veður í sumar Páll Bergþórsson veðurffæðingur tel- ur að gróður komi vel undan vetri og að hlýtt og milt veður gæli við lands- menn í sumar. „Að öllu jöfnu eru heldur meiri líkur á ffekar mildu og hlýju sumri vegna þess að sjórinn er svo hlýr hér við norðurendann,” svarar Páll að- spurður um sumarveðrið á íslandi. Hann segir hitastig hafsins hafa mik- il áhrif á hitastig loftslags á íslandi. „Loftið verður fyrir svo miklum áhrif- um af hitanum í hafinu en það er hins vegar mjög erfitt að segja til um hvort það verði úrkomusamt í sumar eða ekki. Við höfum engin gögn fyrir ffaman okkur til að segja til um það. Golfstraumurinn er mjög hlýr núna í grennd við landið og líkfegra hlýrri en nokkru sinni áður. Það er því að þakka að undanfarin ár hefur verið heldur meiri sunnanvindur austan- megin við landið heldur en oft áður milli íslands og Noregs. Það fleytir hlýjum sjó í hafið norður undan ís- landi en sjórinn þar pr búinn að vera hlýr í langan tíma.“ Miðað við meðalhita í maímánuði síðustu 160 ára, eða ffá upphafi mæl- inga í Stykkishólmi, þá er hitastig ekki nema 0,2 gráðum undir meðal- lagi, sem er mjög lítill munur þrátt fyrir að margur hafi haft orð á köld- um maímánuði. Líf og fjör í Húsdýragarðinum Það hefur verið mikið líf og fjör í Húsdýragarðinum undanfarið. Sauð- burður er á fullu og á laugardaginn fyrir viku litu fjögur falleg lömb dagsins ljós í fyrsta skipti. Því miður drapst eitt þeirra stuttu eftir burð. Það voru æmar Botna og Eygló sem báru tveimur hrútum og einni gimb- ur. Á sunnudaginn síðastliðinn bar svo Röskva þremur mógolsóttum gimbrum. Parísarhjól var svo opnað nýverið svo fólk getur skoðað leynd- ardóma lífsins þegar nýborin lömb leika sér um í haga og skoðað svo Laugardalinn úr 26 metra hæð í Par- ísarhjólinu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.