blaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 12
 miðvikudagur, 25. maí 2005 I blaðið r) Ingibjörg Lind Karlsdóttir, eða Inga Lind eins og hún er oftast kölluð, birtist okkur á skjánum á morgnana en hún er ein af þáttastjórnendum íslands í bítið sem sýndur er á Stöð 2 alla virka daga frá 7-9. Fyrir ut- an að sinna fjölmiðlastörfunum er hún gift Árna Haukssyni, fyrrver- andi forstjóra Húsasmiðjunnar, en saman reka þau stórt heimili á Arn- amesi. Þau eiga fjögur börn, þau að Inga eigi heiður skilið fyrir dug og drifkraft en óhætt er að segja að fáir kjósi þennan vinnutíma, hvað þá til nokkura ára. Aðspurð um hvort það sé ekki erf- itt að vakna eldsnemma alla morgna og þurfa að vera hress segir Inga það vera síður en svo. „Það er sko ekk- ert erfitt - Heimir og Gulli eru svo skemmtilegir þannig að ég hlakka bara til að mæta í vinnuna. Maður mánaða frí þetta sumarið og njóta þess að vera með fjölskyldunni, auk þess sem það verður án efa sofið mik- ið. Það hefur verið mikil törn í vetur þó svo að þetta hafi óneitanlega verið mjög skemmtilegt. Það verður æðis- legt að fá gott frí og vera með mínum nánustu, spila golf, fara í veiðiferðir og vinna upp svefntap.“ Auk þess að stunda badminton af kappi er Inga mikil veiðiáhugamann- eskja og hún fer reglulega í veiðiferð- ir með vinum eða maka. „Ég hef alltaf verið eitthvað í veiði, var héma áður fyrr í silungnum með pabba en er nú farin að vera meira í laxveiði. Það er bara svo æðislegt að vera í náttúr- unni í nærandi umhverfi - algjörlega frábært. Ég hlakka til að fara í veiði- ferðir í sumar og komast í sem flestar ár. Svo ætla ég nú líka að hella mér eitthvað út í golfið en það var skorað á mig í golfmót núna í maí og þurfti ég því að skella mér á námskeið svo ég verði nú ekki alveg út á þekju.“ Inga Lind á heimili sínu á Arnarnesi. kjarnak Nálgast íslandsmet í hlutverki morgunhana Það eru 2V4 ár síðan Inga Lind byij- aði í íslandi í bítið en fyrsta hálfa árið las hún fréttir þáttarins. í haust er hún því orðin sá sjónvarpsmaður sem hvað lengst hefur tórað svona snemma á morgnana því flestir hafa sagt skilið við morgunsjónvarpið eftir eitt eða tvö ár. Margir myndu segja blað bar hið skemmtilega nafn „Blað- ið“. Það var ekki einu sinni fríblað, við seldum það á 10 krónur stykkið," segir hún og hlær, en greinilegt er að Inga Lind hefur snemma fyllst krafti og metnaði fyrir lífinu. „Mamma og pabbi eru góðir uppalendur og þegar ég var lítil var mikið ýtt undir metn- að hjá mér. Ef ég sagðist ætla að verða hjúkrunarkona sagði mamma alltaf: „En af hveiju ekki læknir?" og ef maður stakk upp á að verða flug- freyja var spurt hvort maður vildi ekki bara verða flugstjóri. Það er því kannski ekki skrítið að ég ætlaði mér einhvem tímann að verða forseti,“ segir segir þessi kjarnakona og hlær, en tekur fram að það embætti fái að liggja á milli hluta, í bili að minnsta kosti. „Ég held að það gerist nú seint en mér finnst jákvætt þegar böm al- ast upp í hvetjandi umhverfi, þótt maður sé alls ekki að gera lítið úr ákveðnum störfum - þetta snýst bara um að böm fái trúi á sér, eflist í því sem þau vilja gera og fyllist metnaði. Svo auðvitað fara þau sínar leiðir og maður styður þau í því. Annars á maður að mínu mati ekki að hafa allt fyrirfram ákveðið. Ég hef aldrei verið með neina ákveðna stefnu - hlutimir gerast bara. Ég velti því aldrei fyrir mér hvað ég verð eftir 10 ár, ég bara vakna glöð á hverjum morgni og bíð svo spennt eftir því sem lífið hefur að bjóða.“ Þriggja mánaða sumarfrí fer í fjölskylduna, áhugamálin og svefn Inga Lind og Arni eru mikið fjöl- skyldufólk og telja tíma í faðmi fjöl- skyldunnar mikilvægan, þó svo að erfitt geti verið að skipuleggja ferðir fyrir sex manna fjölskyldu. „Þessa dagana erum við að skipuleggja ferð til Danmerkur fyrir okkur öll. Það er reyndar eins og að maður sé farar- stjóri með íþróttalið - alveg vitavon- laust að fá hótelherbergi með fjögur börn. Þetta er ekkert grín, það er eins og að ekki sé gert ráð fyrir að fólk eigi meira en kannski tvö börn,“ segir hún og brosir út í annað, enda tilhlökkun- in orðin mikil fyrir langþráðu fríi. „Ég hef ákveðið að taka mér þriggja Tíu ára og hre$s að vanda. Hauk, Hrafnhildi Helgu, Matthildi Margréti og Arnhildi Önnu. Ekki má gleyma heimiliskettinum Dimmu en þær Inga snæða yfirleitt morgunmat- inn saman árla morguns þegar aðrir fjölskyldumeðlimir sofa vært. Mörgum leikur forvitni á að vita hvernig þessi unga kona nær að halda utan um bú og börn, auk þess að vera með sjónvarpsþátt eldsnemma á morgnana, en hún rís úr rekkju kl. 5 og er mætt til vinnu hálftíma síðar. „Ég náttúrlega gæti þetta ekki nema með góðri aðstoð en auk þess að eiga hörkuduglegan mann kemur mamma vinkonu minnar til okkar og hjálpar Áma á morgnana við að gefa krökkunum að borða og koma þeim í leikskóla og skóla. Þar að auki hika ég ekki við að fá mér heimilishjálp sem sér um þrif og fleira. Fyrst var ég ekki með neina aukahjálp en þá var lífið mjög erfitt - þetta var ótta- legur barningur þannig að ég ákvað bara að fá mér utanaðkomandi aðstoð og ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Maður verður stundum að fá hjálp og ég er orðin alveg ófeimin við að viður- kenna það, enda búin að komast að því að það er eiginlega um þijú störf að ræða þegar báðir aðilar vinna úti. Það er starfið hans, starfið hennar og svo auðvitað fjölskyldan," segir Inga, og bætir við að mikilvægt sé að átta sig á að það er enginn löstur að þiggja aðstoð. Við getum ekki gert allt ein og haldið geðheilsunni og fleiru í lagi. „Að mínu mati hefur okkar kynslóð verið of mikið í því að ætla að gera allt sjálf, sérstaklega kannski konur. Mæður minnar kynslóðar voru t.d. margar hverjar hræddar við að þiggja hjálp en formæður okkar gerðu það klárlega, enda kannski önnur viðmið í gangi hér á árum áður.“ vaknar hress klukkan fimm og keyr- ir um götur bæjarins eins og Palli er einn í heiminum því það er sjaldan einhver á ferli á þessum tíma. Svo hittir maður drengina sína í vinn- unni og allt er voðalega skemmtilegt. Þetta er í raun besti tími dagsins." Hún tekur fram að auðvitað séu kost- ir og gallar við þetta eins og annað. „Að vakna svona rosalega snemma gerir það að verkum að ég er oft orðin mjög þreytt klukkan fimm og alveg úr- vinda á kvöldin. Maður er náttúrlega með fjögur börn og ég get ekki farið að sofa áður en þau sofna, auk þess sem ég er oft með alls kyns verkefni á kvöldin. Það má því segja að ég sofi að meðaltíma 5-6 tíma á nóttu. Það er auðvitað voðalega slæmt - maður hefur á hættu að eldast fyrr en ella og þetta er yfir höfuð ekki hollt. Á móti kemur hins vegar að ég er yfirleitt búin upp úr hádegi og get því notað daginn í leikfimi, fyrir matarinnkaup- in og til þess að sækja börnin svo eitt- hvað sé nefnt." Ætlaði sér að verða forseti Inga hefur mikla reynslu af fjölmiðla- störfum en hún byijaði tvítug hjá DV og hefur allar götur síðan jafnan ver- ið viðriðin eitthvað tengt fjölmiðlun. „Það má reyndar geta þess til gam- ans að ég var með skólablað í 10 ára bekk ásamt vinkonu minni en það Umbrotsmaður óskast Vegna aukinna verkefna óskar Biaðið eftir að ráða umbrotsmann Umsókn berist til karlg@vbl.is fyrir 1 .júní Nauðsynleg kunnátta Gott auga Reynsla af InDesign Litgreining Undirbúningur prentgripa Reynsla af Mac 0S X blaðið

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.