blaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 30
miðvikudagur, 25. maí 2005 i blaðið Húsmóðir í Vesturbænum skrifar... Hvað varð um litlu lömbin mín? Hvað varð um glaðværð bamanna sem sprönguðu kát og ljúf um göturn- ar? Hvað varð um fallna spýtu, kiss kiss og út af eða eitur í flösku? Ekki alls fyrir löngu, fyrir um 10 ámm eða svo, var vart þverfótað fyrir ungviði sem gerði sér ýmislegt að leik. I öll- um görðum og húsasundum glöddu glaðleg og ærslafull hróp bamanna hvunndagsleika okkar Reykvíkinga. Nú er þessu á annan veg farið. I rykfóllnum og ljósdaufum stof- um sitja íslensk böm í torfum og drekka í sig stafrænar upplýsingar úr fólgrænni birtu sjónvarpsskjáa. Þau stara sljóum augum á tilbúna tilveru meðan einstaka strák- eða stelpuhræða hættir sér út í sólina. Þar stara þau líkt og tröll í heiðríkju á ytri heim sem er þeim fyrir löngu orðinn fjarrænn. Tölvuveröldin er þeirra heimavöllur. Gráhvítir líkam- ar þeirra þola illa geisla sólarinnar og þau hörfa undan birtunni sem er dulráðum augum þeirra ofviða. Rétt eins og moldvörpur er náttúra þeirra ekki gerð fyrir guðdómleika sólarinn- ar - þau hopa því hokin til baka, snúa aftur til hellisins þar sem þau falla í ískaldan en skilningsríkan faðm tölv- unnar. Nú hefur íslenskt fyrirtæki haf- ið framleiðslu á tölvuleikjum með „uppeldislegu gildi“. Þar með gefst bömum á aldrinum 3-5 ára færi á að temja sér ýmis grundvallaratriði, með hjálp tölvunnar, sem foreldrar báru áður ábyrgð á; t.d. að kenna barni gang klukkunnar, að hnýta skó- þveng sinn, að sýna kurteisi o.s.frv. o.s.frv. Þessi tölvuvæðing æskunnar er til þess fallin að uppræta algerlega hið samfélagslega aðhald sem eining JQölskyldunnar veitir einstakling- um - hið mannlega uppeldi. Tölvan verður sífellt mikilvægara haldreipi í hversdagsleika íslenskra ungmenna sem sigla hraðbyri í allt aðra átt en náttúran ætlaði - yfirgefa hreinar strendur en halda til hafnar hlut- hyggjunnar - börnin eru orðinn hóp- ur einstaklinga sem skal steyptur í sama mót - mót sem ber stimpil frá bandarískri tilraunastofu. Þeir foreldrar sem hlaupa sig ör- vinglaða í lífsgæðkappleikum Vest- urlanda hafa einfaldlega ekki tíma til að sinna bömum sínum. Jeppinn, sílíkonið, íbúðin og golfsettið kostar allt ómælda fyrirhöfn. í stað þess að foreldrar ali upp bömin sín hefur upp- eldið verið fært í hendur stofnana, lækna og tölva - flest böm eru í skól- anum bróðurpart dagsins og íslensk börn eiga heimsmet í rítalínáti. Hug- takið foreldri hefur á síðustu tímum öðlast nýja merkingu. Foreldrar eru ekki lengur leiðsögumenn barnanna í flárri veröld heldur dyggir umboðs- menn veraldlegra gæða. Þau bjóða bömum sínum skyndilausnir í pillu- formi og bragða jafnvel á veigunum þeim til samlætis - rítalín fyrir rindil- inn og prósak fyrir pabba. Hvort ætli ársins 2005 verði minnst sem árs náttúruhamfara og stríðsbrölts eða ársins sem foreldrar stungu bömum sínum endanlega í samband við vélamar? „2004: Árið sem tölvumar hófu að ala upp bömin okkar.“ - Hljómar það ekki fallega? Tóti var einn í Tölvulandi, bömin góð, - það er lögmál, ekki kenning! Benicio Del Toro algjor hetja Benicio Del Toro, sem lék meðal ann- ars í Sin City, framdi hetjudáð á dög- unum.Hannvarstaddurmeðmeðleik- konu sinni, Penelope Cmz, og móður hennar, í lyftu í Cannes á dögunum. Lyftan stöðvaðist skyndilega á milli hæða og þrátt fyrir árangurslaus- ar tilraunir hreyfðist lyftan ekkert. Benicio tók þá ráðin í sínar hendur og opnaði hlerann í loftinu, hífði döm- umar þar upp og kom þeim í ömggt skjól. Þær voru að vonum mjög þakk- látar björguninni því móðir Penelope þjáist af innilokunarkennd. Paltrow.andlit - Estee Lauder Leikkonan Gwyneth Paltrow er búin að skrifa undir nokkurra ára samning við snyrtivörufyrirtækið Estee Lau- der. Til að byija með mun hún kynna ilmvatnið Pleasures, og þá bæði í blöð- um og í sjónvarpi. „Ég er mjög stolt af þessu samstarfi. Estee Lauder er rót- gróið fyrirtæki sem í gegnum tíðina hefur mótað tískustraumana í banda- rískri fegurð,“ segir Gwyneth. Gwyneth Paltrow er nýlega búin að leika í kvikmyndinni „Proof‘ á móti Anthony Hopkins og Jake Gyll- enhaal og mun myndin verða tekin til sýninga í haust. Gwyneth og eiginmaður hennar, Chris Martin, söngvari Coldplay, héldu upp eins árs afmæli Apple, dótt- ur þeirra, 14. maí sl. Lindsay Lohan ekki með anorexíu Leikkonan unga, Lindsay Lohan, hef- ur grennst mikið undanfarið og hafa verið uppi sögusagnir um að hún þjá- ist af átröskun. Lindsay neitar því og segir nýtt mataræði vera ástæðan fyr- ir útliti sínu. JÉg er mjög hamingju- söm og elska að borða mat. Núna er ég hins vegar í ströngum æfingum út af mynd sem mig langar að leika í,“ segir Lindsay en hún mun líklega leika á móti Tom Cruise í þriðju Mission Impossible myndinni. Rýmum fyrir nýjum vörum - aðeins í fáa daga! RYMINGARSALAI G0LFDEILD allt að 70% afsláttur 5 * Heilt golfsett í poka, verð frá kr. 18.750. (Fæst einnig vinstri handar). Golffatnaður allt að 70 % afsláttur. / — Golfpokar 25 - 40 % afsláttur. Rafmagnsgolfkerrur verð frá kr. 24.900,- Golfboltar í heilum kössum 20 % afsláttur. Barnagolf, golfsett í poka frá kr. 8.900,- Hippo og Howson járnasett 20 - 40 % afsl. A14RKID r www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 Stjörnuspáin fyrir 25.05.2005 Hrútur Farðu þér hægar, kæri hrútur, og reyndu að njóta lífsins. Þú ert að venju orkumikill en um þess- ar mundir ertu óvenju afkasta- mikill. Þú munt njóta afrakst- urs erfiðis þíns fljótlega. ^^Naut Þú veist hvað virkilega skiptir máli og vertu ekki að eyða tíma í eitthvað sem þú hefur ekki áhuga á. Um þessar mundir ertu í essinu þínu, allir hegða sér samkvæmt þinni ósk og standa við orð sín. Slakaðu á og njóttu þess að vera til. $ Tvíburi Nú er tíminn til að fara að ein- beita sér að vinmmni og alvöru lífsins í staðinn fyrir ást og róm- antík. Það verður ekki auðvelt en þú þarft á vinnunni að halda ef þú vilt halda áfram að kaupa blóm og súkkulaði. Krabbi Þú ert ekki í stuði þessa dagana. Slakaðu á heima fyrir, farðu í bað og lestu góða bók. Einhver í kringum þig er í vondu skapi þessa dagana og þér stendur ekki á sama. Hættu áhyggjun- um - þótt einhver sé illa fyrirkall- aður þýðir það ekki að ástandið muni ekki lagast. Talaðu út um hlutina og sjáðu hvað virkilega er að, kannski er ástandið ekki eins slæmt og það lítur út fyrir. Þú ert ofurhugi og þekktur fyr- ir að koma þér beint að efhinu og taka skjótar ákvarðanir. Þér býðst tækifæri sem þú ættir að grandskoða vel. Taktu þér góðan tíma áður en þú tekur ákvörðun. Aukin ábyrgð er á næsta leiti í vinnunni. Þú getur treyst orð- um annarra, hvort sem þau eru viðskiptalegs eða persónulegs eðlis, og fólk ætlast einnig til að þú standir við þín orð. Öfe Vog Nú þarft þú að fara að drífa þig að leysa gömlu vandamálin. Um leið og þú ert búinn að taka til í skápnum hjá þér fer lífið að verða auðveldara. Sporðdreki Hlustaðu á eðlisávísun þína og framtíðarplön þín ganga öll upp. Þú ert ekki mikið fyrir að skjalla fólk en kannski ætt- irðu að hrista nokkur hrósyrði fram úr erminni við næsta tæki- færi. Bogmaður Þú býrð yfir þeirri gáfú að geta sagt hveijum hvað sem er án þess að viðkomandi reiðist því þú ert góð sál. Þessa dagana þarftu að skipuleggja fjármálin betur, það er ekki uppáhaldsiðjan en nauðsynleg þrátt fyrir það. Steingeit Þú ert þijósk og það getur verið kostur. Haltu því áfram og þú kemst áfram í h'finu. Næstu daga muntu taka örlagaríka ákvörðun um ákveðið umhugsunarefhi sem legið hefur þungt á þér. Vatnsberi Talaðu út um málin við vini þína eða vandamenn. Þér á eftir að líða betur eftir að hafa fengið að tjá þig. Fiskur Samstarfsfólk og yfirmenn gætu verið viðkvæmir fyrir gagnrýni. Haltu eigin skoðunum að þér í dag.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.