blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 1

blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 1
Hive.is Þjónustusími 414 1616 Hiveute Þráðlaust internet 4GB niðurhal 8Mb tenging 3.990 ÁMÁNUÐI* *M.v. 12 mtrwð* Mmv* rauðar varir í tísku -bls.18 - bls. 8 Hverjir sleppa sleppa ekki? w$. v Karlmenn á pilluna -Ms.lSM Ritstjórnar- og auglýsingasími: 510 3700 • bladid@vbl.is 1/. TBL. 1. ARG ÞRIÐJUÐAGUR, 31. MAÍ, 2005. ÓKEYPIS I nálægö viö almættið - b/5.12 Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur Sími 510-3700 bladid@vbl.is ISSN 1670-5947 FRJALST OG OHAÐ w Þórólfur tekur við SH undir nýrri stjórn - bis. 2 ísland er frábært land Aðalmeðferð í máli Magnúsar Einarssonar var í gær. Honum er gefið að sök að hafa orðið konu sinni að bana í Hamraborg í fyrra. Nánar er fjailað um málið á bls. 2 Til minningar um fallna hermenn - bls. 4 Samráð olíufélaganna fyrir dóm á næstu dögum STEYPUSTÖÐIN S. 540 6800 www.steypustodin.is Islandsbanka Reykjavíkur maraþon . bis. 6 Eldra fólk gegn umferðar- auglýsingum - bls. 6 hæft sig í samkeppnismálum." Fjölmargir gætu fylgt í kjölfarið Erfitt er að segja til um hvert fram- haldið gæti orðið. Blaðið hafði sam- band við forráðamenn nokkurra fyr- irtækja, sem líkleg eru til að kanna rétt sinn í málinu. Svo virðist sem mörg þeirra séu með málið í athugun en enginn vildi staðfesta að mál yrði höfðað á næstunni. Einn viðmælenda blaðsins orðaði það þannig að beðið væri eftir fyrstu kærunni - og þannig fyrsta málinu. Gera má að því skóna að niðurstaða þessa fyrsta prófmáls skipti olíufélögin gríðarlegu máli því ef þau tapa fyrir dómstólum gæti far- ið svo að holskefla lögsókna hellist yfir. Hvað málsóknir einstaklinga varð- ar segir Jóhannes erfitt að svara til um það: „Því miður er það nú þannig að fjölmargir einstaklingar hálda illa ut- an um sína pappíra, og þar á meðal bensínnótur. Þær eru hins vegar for- sendan fyrir því að hægt sé að sýna fram á að viðskipti um eldsneyti hafi farið fram og þannig forsenda fyrir því að hægt sé að höfða mál. Ég get ekki farið út í smáatriði og því vil ég ekki segja meira um málið að svo stöddu," sagði Jóhannes að lokum. Neytendasamtökin undirbúa nú málsókn gegn olíufélögunum og verður fyrsta málinu stefnt á næstu dögum. Jóhannes Gunn- arsson, formaður samtakanna, segir að um prófrnál verði að ræða. I kjölfar niðurstöðu Sam- keppnisstofnunar um að stóru olíufélögin þijú hefðu haft með sér ólöglegt samráð gáfu nokkur fyr- irtæki og félagasamtök út yfirlýsingu um að þau myndu höfða mál gegn olíufélögunum. Ástæðan væri að fyr- irtæki og einstaklingar hefðu orðið fyrir beinum fjárhagslegum skaða vegna samráðsins. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtak- anna, staðfesti í samtali við Blaðið í gær að þessa dag- ana væri unnið að málinu af fullum krafti. „Við munum stefna fyrsta mál- inu gegn olíufélög- unum á næstu dögum.“ Að sögn Jóhannesar hafa fiölmarg- ir einstaklingar leitað til samtak- anna. „Það eru heilu kassamir af nótum héma hjá okkur, enda hafa fjölmarg- ir einstaklingar haft samband við okkur.“ ■ ■wifWfnmminM mmmii ^hjmm Bensínnótur forsenda fyrir mái- sókn. Um prófmál að ræða Það má því leiða að því líkum að ef umrætt mál vinnist fyrir dómstól- um munu Neytendasamtökin höfða fleiri slík. „Við höfum verið að skoða lagaum- hverfi í Evrópu og mér sýnist að það séu engin fordæmi fyrir málsókn af því tagi sem við eram að heíja hér. Þetta verður því fyrsta mál sinnar tegundar, ekki bara á íslandi heldur í Evrópu allri. Þetta er því klárlega prófmál. Við höfum falið lögfræðingi á stofu úti í bæ málið, en sá hefur sér- Geðfatlaðir þurfa að bíða mánuðum saman eftir meðferð Þriggja til sex mánaða bið er nú eftir viðtali við geðlækni hér á landi, að sögn Sveins Magnússon- ar, framkvæmdastjóra Geðhjálp- ar. Hann segir að staða fólks, sem á við geðræn vandamál að stríða, sé mjög slæm og að lang- an tíma taki að fá úrlausn sinna mála. „Ef ein- Meira en árs bið eftir meðferð. staklingur er ekki nógu veikur er málið erfitt. Þaðervissu- lega hægt að leita til sálfræðings en það er hins veg- ar dýrt og ekki hægt að fá neina niðurgreiðslu," segir Sveinn. „Ef hins vegar er staðfest að einstak- lingur sé nægilega veikur, ef svo má að orði komast, er fyrst um að ræða þriggja til sex mánaða bið eftir viðtali við geðlækni. Þegar geðlæknir er búinn að stað- festa að sjúklingur er veikur tek- ur önnur bið við. Ein besta með- ferðin sem í boði er hér á landi fyrir geðfatlaða nefnist „Hugræn atferlismeðferð" (HAM) en boð- ið er upp á hana á Reykjalundi. Hún hefur gefið gríðarlega góðan árangur og skilar einstakling- um annaðhvort læknuðum, eða a.m.k. einkennalausum, út í sam- félagið. Um 500 manns eru nú á biðlista eftir slíkri meðferð og ef svo fer fram sem horfir verða 600 á þessum biðlista að ári liðnu. Þetta þýðir að biðin eftir þessari meðferð er rúmt ár.“ Heima að bryðja töflur Aðspurður um hvað sjúklingar geri meðan beðið er eftir meðferð segir Sveinn: „Ég er hræddur um að þessir einstaklingar séu einfaldlega heima að bryðja töflur. Það eru heimilislæknar sem vísa um 60% af geðlyfjum hér á landi. Geðlyf era mjög mismunandi og sama lyfið getur virkað vel á einn ein- stakling en ekki annan. Þama er því um gegndarlausan austur lyfja og peninga að ræða,“ segir Sveinn. Hann bendir ennfremur á að lyf lækni sjaldnast geðsjúk- dóma. Þau séu frekar eins og gifs eða hjálpartæki sem hjálpa ein- staklingum að takast á við sjúk- dóminn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.