blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 16
þriðjudagur, 31. maí 2005 ! blaðið C( ’ £rænland er hlaðið ævintýrum nálægð vi „Kuldi og harðbýli hafa alltaf heill- að mig,“ segir Reynir Traustason rit- stjóri, sem hefur nokkrum sinnum komið til Grænlands sem er hans uppáhaldsland. „Örlögin haga því oft þannig að augnablik í lífinu skipta sköpum. Augnablikið sem breytti öllu í mínu lífi var árið 1999 þegar í mig hringdi óvænt maður sem ég vissi ör- lítil deili á, Sigurður Pétursson. Ég vissi að hann hafði verið skipstjóri en nú sagði hann mér að hann væri sest- ur að á Grænlandi. Mér fannst merki- legt að hann skyldi hafa snúið baki við íslandi þar sem hann hafði gríðar- lega góðar tekjur og var hátt skrifað- Þeir eru náttúru- börn og liffa ekki eftir klukku heldur efftir því hvernig vindurinn biæs. ur hjá togara- flotanum. Nú bjó hann í litlu frumstæðu þorpi, Kummi- it, gerði þarfir sínar í fótu og var án flestra lífsgæða. í þessu samtali okkar var tek- in ákvörðun um að ég kæmi í heimsókn í þetta litla þorp. Ég fór þangað með Róberti syni mínum, sem var ljósmyndari, og við tókum helgar- viðtal fyrir DV við manninn sem þar fékk nafnbótina „ísmaðurinn“ vegna aðdáunar hans á hafi's. Þetta var upphafið að kynnum mínum af Græn- landi.“ Reynir segir Grænlendinga vera einstaklega gott fólk. „Grænlending- ar eru brosmildir og maður er alltaf velkominn. Það er sama til hvaða staðar á Grænlandi maður kemur, allir eru tilbúnir til að hjálpa manni, innan hófsemismarka þó. Við sem lifum í landi hraða og djöfulgangs myndum kannski segja þá vera lata. Þeir eru náttúrubörn og lifa ekki eftir klukku heldur eftir því hvernig vind- urinn blæs og hversu mikið liggur á því að veiða sel eða ísbjöm. Þeir eru menn andartaksins. Ef þeim líður vel þar sem þeir sitja á tröppum þá sitja þeir þar það sem eftir lifir dags og spjalla um heima og geima. Grænland er algjör andstaða við New York sem er hinn staðurinn sem ég dáist mjög að. Þar horfir enginn í augun á manni og allir em á fleygi- ferð. Grænland er hlaðið ævintýrum sem eru svo að segja við hvert fótmál. Á Grænlandi finnur maður nálægð- ina við almættið. Hætturnar em alls staðar en maður er líka umvafinn kærleika.“ •'Wn- Gerviveröldin í Cannes Það olli nokkrum titringi hér á landi þegar Sunday Times lýsti því yfir að Bláa lónið væri ömurlegur ferða- mannastaður. Bláa lónið var þó langt ffá því að vera eini ferðamannastað- urinn sem fékk falleinkunn hjá blað- inu. Hinn ffægi og eftirsótti staður Cannes fékk jafnslæma útreið, ef ekki verri. Cannes hefur haft þá ímynd að vera ferðaparadís fína og ffæga fólks- ins en hvernig fellur staðurinn að ímyndinni? „Ef Bláa lónið er ofmet- ið þá er Cannes það örugglega líka,“ segir Þorfinnur Omarsson, sem hefur komið fjölmörgum sinnum til Cannes. „Ég hef farið 16 sinnum á kvikmynda- hátíðir í Cannes og einnig verið þar utan hennar. Þetta em tveir and- stæðir heimar en í hvorugu tilfellinu myndi hvarfla að mér að fara þangað í sumarffí. Það er einfaldlega ekki freistandi kostur,“ segir hann. ,Á kvikmyndahátíðina fer maður til að vinna. Andrúmsloftið er mjög þreytandi og stressandi til lengdar. Allir em að flýta sér og allir eru orðnir of seinir. Eftir hátíðina er maður búinn að fá nóg af Cannes. Utan kvikmyndahá- tíðarinnar sér maður mestmegnis bensínstöðvar og eldra fólk með gull- keðjur. Hálfgerð gerviveröld eins og kvikmyndahátíðin er raunar líka,“ segir Þorfinnur og bætir við: „Um- hverfið í Cannes er í grunninn af- skaplega fallegt en í bænum sjálfum er búið að eyðileggja það. Heillandi, rólegir og fallegir staðir finnast þó ef farið er út fyrir Cannes." URVALIÐ Opió virka daga kl. 9-18, laugard. 12-16 ogsurmud. kl. 13-17 TANGARHOFOA 1 ■ SIMI 557 7720 ■ vihurverh.is Vilborg Ingvaldsdóttir. Rekur gistiheimili í Kaupmannahöfn, sem er eftirsótt hjá íslendingum. Odýr gisting Kaup Að búa þar er eins og að vera heima hjá sér þótt maður sé að heiman í hjarta Kaupmannahafnar rekur Vilborg Ingvaldsdóttir gistiheimilið, Lavilla. „Ég hef átt það hús í 30 ár en bjó um tíma í Englandi og þá byrj- aði dóttir mín að leigja út herbergi. Þegar ég kom til baka gerði ég end- urbætur á húsinu og útbjó átta her- bergi sem ég leigi út,“ segir Vilborg. Hún hefur nýlega stækk- að við sig og rekur annað gistiheimili sem er nær ströndinni. „Þetta gengur mjög vel. Yfir- leitt er fullt og það eru aðal- lega íslending- ar sem gista hér. Við tökum líka á móti hópum - um daginn var ég með 16 manna hóp, og við höfum góða aðstöðu fyrir þá, bæði eldhús og borðstofu. Að búa þar er eins og að vera heima hjá sér þótt maður sé að heiman,“ segir Vilborg. Hún vinnur sem nuddari og gestir geta nýtt sér þá þjónustu hennar. Gisting kostar 400 danskar krónur á sumrin fyrir tveggja manna herbergi og 300 danskar krónur yfir vetrar- mánuðina. Heimasíða gistiheimilis- ins er lavilla.dk. Vilborg segir yndislegt að búa í Kaupmannahöfn. „Ég kann betur við Danmörku en England. Danir eru þægilega líkir íslendingum og að búa hér er eins og að vera á íslandi," seg- ir Vilborg sem kemur heim tvisvar á ári.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.