blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 18
þriðjudagur, 31. maí 2005 I blaðið Rauðar varir alltaf í tísku Fallega málaðar varir gera gæfumuninn Einhverra hluta vegna virðist rauður varalitur ekki ætla að hverfa úr heimi tískunnar en miðað við það sem sést á Hollywood-stjömunum og í öllum helstu tískutímaritum era rauðar og kyssilegar varir alltaf í tísku. Hins vegar er mikilvægt að litnum sé ekki klesst ósmekklega á varimar þar sem þú ert meira áberandi með rauð- ar varir og því alger smekkleysa ef lit- urinn er ekki settur fallega á. •Hafðu varimar alveg hreinar og settu smálag af meiki yfir þær. • Púðraðu þá varimar lítillega. • Settu útlínur á varirnar með vara- blýanti í sama lit og varaliturinn. Það kemur í veg fyrir að varaliturinn komi til með að smita frá sér og renna til. • Settu varalitinn á (helst með vara- bursta). Byijaðu á miðjum vörunum og dreifðu svo litnum með burstanum til hliðanna. Þannig seturðu ekki of mikið á þig en ef liturinn er fallegur er nóg að hafa lagið þunnt. • Fallegt getur verið að setja örlítið af glossi yfir til þess að gera varirnar ferskari. Mikilvægt er að hver og ein velji lit sem hentar henni því við erum með mismunandi andlitsfall og húðgerðir og því ekki endilega hægt að stökkva Hafðu í huga að appels- ínurauður varalitur getur á sumum ýtt undir gulan lit tannanna en blárauður á það til að gera tennurnar hvítari. Því er mikilvægt að prófa sig áfram og fá ráð fagfólks. Veldu annaðhvort varir eða auga sem aðaláherslu. Sértu með rauðan máttu alls ekki vera með of mikið á augunum heldur léttan augn- skugga og maskara. Ef augun hins vegar eru dökk og mikið máluð verða varimar að vera ljósar og ekki áberandi. Þetta samræmi milli augna og vara er mjög mikilvægt atriði. Viljirðu láta eftir þér taka þegar þú gengur inn í partí skaltu vera með seiðandi rauðar varir. Mundu þó að það sem mestu skiptir er að hafa skapið í lagi. Bros og út í búð og fjárfesta í varalitnum sem falleg framkoma er okkar sterkasta var svo geysilega fallegur á vinkonu vopn ef við viljum líta vel út. þinni. við augun þín Veldu augnskugga sem passar þínum augnlit Þegar við fórðum okkur þurfum við að passa að litimir tóni vel við augun en ýmsar leiðir era til að undirstrika þann augnlit sem við höfum. Konur velja sér oft lit sem passar við ákveð- inn klæðnað og það er að sjálfsögðu gott og gilt. Þó er ekki síður mikil- vægt að við kynnum okkur hvaða litur hentar okkar augnlit svo að við náum að draga fram það besta í útlit- inu. Falleg augu má ekki deyfa niður með slæmu litavali, augun eiga að fá að njóta sín til hins ítrasta og vera máluð þannig að þau séu fallegri og skýrari. Brún augu: • Ljósbleikur, bronslitur, kopar, brúnn og grænn fara vel við brún augu. • Til að gera augun meira áberandi, t.d. fyrir kvöldsamkvæmi, er hægt að notast við sítrónugrænan, dökkbleik- an og fleiri sterka liti. • Oft getur verið fallegra að notast eingöngu við fallegt meik og ljósan skugga á brún augu þar sem þau eru oft dökk yfirlitum og þurfa ekki mikla skyggingu. Blá augu: • Grár, sanseraður, ljósblár, fjólublár og dökkblár hæfa bláum augum vel, auk þess sem svört skygging passar alltaf á móti ljósum lit. • Silfurlitaður augnskuggi, sem og túrkísgrænn, gera blá augu Ijósari. • Svokölluð smokey-skygging er afar falleg á blá augu en þá er notast við dökka skyggingu efst við augnbeinið og lýst eftir því sem nær dregur augn- háram. Græn og Ijósbrún augu: • Brúnn, ljósbrúnn, apríkósubleikur, grænn og íjólublár era fallegir litir á græn og ljósbrún augu. Eins getur verið fallegt að notast við gyllta og gula tóna. • Græn og ljósbrún augu þurfa oft meiri skyggingu, sérstaklega á kvöld- in, til þess að ná sem mestri skerpu. Gott rakakrem, gufuböð, hreyfing og vatnsdrykkja Tryggir fallegri og betri húð Húðin á okkur verður ekki mjúk og falleg af sjálfu sér, þó svo að sumir séu það vel af Guði gerðir að húð þeirra sé góð án þess að þurfa að gera eitthvað. Þar sem við lifum í frekar þurru loftslagi og við miklar veðra- breytingar þurfum við að pasSa vel upp á húðina ef við viljum spoma við þurrki og útbrotum. Gott rakakrem er nauðsynlegt kvölds og morgna, en okkur henta þó mismunandi gerðir. Við eram eins misjöfh og við eram mörg. Sniðugt getur verið að fara í andlitshreinsun ó snyrtistofu og fá ráðleggingar, auk þess sem ýms- ar snyrtivörukynningar era í gangi víðast hvar á landinu þar sem hægt er að fó hjálp fagfólks. Fleira getur hjálpað til en eingöngu krem en marg- ir finna fyrir miklum mun fari þeir reglulega í gufubað. Gufan er eitt það besta sem við getum notað til þess að hreinsa húðina en þá á sér stað mikil uppgufun og úthreinsun. Hreyf- ing skipar svo að sjálfsögðu stóran sess en þegar við svitnum hreinsum við mikil óhreinindi úr húð okkar. Síðast en ekki síst er vatnsdrykkja mikilvæg því með því að dekka mik- ið vatn stuðlum við að betri hreinsun og flæði í h'kamanum, sem tryggir fal- legri húð.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.