blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 10
mesg 10 börn og uppe A þriðjudagur, 31. maí 2005 I blaðið Börn fá fyrst tennur um sjö mánaða aldurinn en auðvitað er það mismun- andi eftir einstaklingum hvenær þær koma og að sumu leyti háð erfðum. Oftast eru það miðframtennur í neðri gómi sem fyrst koma og síðan sam- svarandi tennur í efri gómi. Því næst koma hliðarframtennur, fyrst í neðri gómi og svo í þeim efri. Barnatenn- urnar eru samtals tuttugu. í hvorum kjálka eru fjórar framtennur, tvær augntennur og fjórir jaxlar. Slappleiki með tanntöku Margir foreldrar tengja hita og slappleika hjá börnum við tanntöku þeirra. Það er ekki talið að tanntakan sem slík valdi því. Börn á aldrinum I-IV2 árs eru næm fyrir sýkingum og fá gjarnan hita og verða slöpp. Hins vegar er ekki hægt að útiloka örlitla sýkingu í slímhimnu munns þegar tönnin er að brjótast í gegn, sem svo getur valdið hita í skamman tíma. Þetta krefst ekki annarrar meðhöndl- unar en nálægðar foreldra, svo og þolinmæði. Oft verður vart pirrings hjá börnum þegar tanntaka hefst, enda getur kláði í tannholdinu ver- ið talsverður. Bithringir úr gúmmíi koma oft að góðum notum og minnka kláða í tannholdinu. Einnig er hægt að kaupa, án lyfseðils, gel sem borið er á góminn. Ahrif þess vara í stutt- an tíma en geta auðveldað börnum að festa svefn. Þá slefa börn meira við þessi tímamót og þá þurfa þau að vera með smekk. Barnatanntöku lýk- ur vanalega um þriggja ára aldur en öftustu jaxlarnir koma síðastir. Snuð og fingursog Snuðnotkun og fingursog geta haft áhrif á þroska kjálkans og tennur vegna þrýstings sem þau valda. Þann- ig þrýstist efri kjálki fram en neðri kjálki inn. Þetta getur valdið svoköll- uðu krossbiti á jöxlum en þá er efri gómurinn þrengri en sá neðri. Einn- ig getur myndast svokallað opið bit, sem er milli framtanna þegar barrnð bítur saman jöxlum. Þá passar gjarn- an fingurinn eða snuðið fullkomlega í bilið sem myndast. Ef börn sjúga ann- að en snuð eða fingur, eins og klút og fleira þess háttar, getur það einnig valdið sömu bitskekkjum. Fingursog telst almennt verra en snuðsog. Það er mikilvægt að foreldrar venji börn sín af þessum sið áður en fjögurra ára aldri er náð. Börn öðlast öryggis- tilfinningu við snuðnotkun en þegar þau eru orðin þriggja til fjögurra ára gömul er þetta ekki eins mikilvægur þáttur og áður. Opið bit lagast oft af sjálfu sér sé snuðnotkun og/eða fing- ursogi hætt í tíma. Krossbit þarf oftar að laga og má gera það með einfaldri þanplötu eða skrúfu. Peladrykkja getur skemmt tennur Pelagjöf getur valdið tannskemmdum þrátt fyrir að aðeins fáar tennur séu í munninum. Það er innihald pelans sem veldur tannskemmdinni. Því er mikilvægt að forðast drykki sem inni- halda sykur. Það er einnig slæmt að setja hunang eða annað sætt á snuð. Það skemmir tennur á aðeins nokkr- um mánuðum. Ef börnum er gefinn peli að nóttu til ætti hann aldrei að innihalda neitt annað en vatn. Það er ekki æskilegt að fá börnum pel- ann heldur á alltaf að halda á barni sem fær pela. Athugið að mjólk í pela getur skemmt tennur, sérstaklega ef hún er drukkin á nóttunni. Hvenær detta barnatennurnar? Það er mismunandi eftir tönnum og einstaklingum hvenær barnatenn- urnar fara svo að detta. Um sex ára aldur fara fyrstu framtennur að losna og fullorðinsframtennur koma í ljós. Nokkur tími getur liðið frá því að tönn dettur þar til fullorðinstönnin kemur í ljós. Það er ekki alltaf mikið pláss fyrir fullorðinstennurnar. Þær eru talsvert stærri en barnatennurnar en oftast jafnar það sig þegar barnið vex. LTklegg hlýleggsta og ó4ýt'^stg gleraugnaverslun noi-ðgn Alpgfplb ^ Leggjum börnum lið... við læsi Elín Thorarensen, framkvæmdastjóri Heimila og skóla. ernak@vbl.is Mikilvægt er að aðstoða börn við málþroska strax frá unga aldri en hann er undirstaða lestrar- náms, segir Elín Thorarensen, framkvæmda- stjóri Heimila og skóla. Heimili og skóli - landssamtök foreldra, hafa gefið út nýjan bækling sem ætlaður er til að að- stoða foreldra við að hjálpa börnum sínum við lestur. Bæklingurinn er unninn í samvinnu við Kennaraháskóla íslands og inniheldur góðar ráðleggingar fyrir foreldra, ásamt til- lögum að bókavali. Rímur, þulur, gátur, vísur Efni bæklingsins byggist á nýjustu rann- sóknum f lestrarfræði sem miða að því að foreldrar örvi börn sín markvisst, sjmgi fyrir þau gamlar vísur, fari með þulur, gátur og rími fyrir þau. Einnig er lögð áhersla á að les- ið sé fyrir börnin mjög snemma en mikilvægt er að þau skynji hrynjandann í tungumálinu. Elín segir afar mik- ilvægt að foreldrar hlúi betur að málþroskanum. „Lestur barna á undir högg að sækja og einnig að foreldrar lesi með börnum sínum. Við þurfum að halda bókinni betur að börnunum okkar og jafnvel þótt börn séu orðin læs er mikilvægt að foreldrar haldi áfram að lesa fyrir þau, og þá erfiðari texta." Bækur eru dýrar Verkefnið „Markviss málörvun" byggist á þessari hug- myndafræði en það er nýtt í leikskólum víða um landið. El- ín segir að það hafi gert mikið gagn. „Það hefur sýnt sig á þeim leikskólum þar sem þetta verkefni er notað að þar eru börn fljótari að byrja að lesa.“ Bama- bækur eru töluvert dýrar á íslandi og má vera að það dragi úr hvatn- ingu til lesturs. „Eins og margt á ís- landi eru bækur dýrar en það er um að gera að nýta sér bókasöfnin. Þar mætti reyndar líka bæta bókakostinn. Mér finnst samt mikill munur á fram- boðinu síðustu tíu árin. Úrval barna- bóka hefur aukist mikið." Ókeypis og á netinu Steinunn Torfadóttir lektor í sérkennslufræðum við Kennaraháskóla íslands skrifaði texta bækbngsins, sem Brian Pilkington myndskreytti. Anna Þ. Ingólfsdóttir, lektor í íslensku við Kennaraháskóla íslands, tók saman bókalista sem er á baksíðu bæklingsins en hann er ókeyp- is og má nálgast á skrifstofu Heimila og skóla, Suðurlands- braut 24,108 Reykjavík, sími 562-7475. Einnig er hægt að nálgast bæklinginn í pdf-formi á heimasíðu samtakanna, www.heimiliogskoli.is lingar Þegar bam kemst á unglingsaldur- inn þurfa fjölskyldur að aðlaga sig nýjum venjum og reglum sem miða að auknu sjálfstæði unglingsins. Kröf- ur unglingsins um aukið sjálfstæði geta orðið krefjandi og oft myndast togstreita í fjölskyldunni þegar ekki liggur fyrir sameiginleg niðurstaða um hversu mikið frelsi unglingurinn á að fá. Mikilvægt er að hafa í huga að foreldrar þurfa ekki að vera full- komnir og oft reynist foreldrum mun betur að ræða málin við börn sín, deila vangaveltum og efasemdum með unglingnum því opin umræða skilar oft meiri árangri en einhliða boð og bönn. Ahrif á sjálfsmynd ung- lingsins koma í auknum mæli frá vin- um en við þau tímamót er mikilvægt að sjálfsmynd unglingsins sé góð og að foreldrar hvetji börn sín til að taka aukna ábyrgð á sjálfum sér. Unglings- árin geta verið álagstími sem reynir meira á einstæða foreldra en þar sem tveir fullorðnir eru um uppeldið. Sveitarfélögin veita þjónustu eins og félagslega ráðgjöf. í henni felst fjöl- þætt þjónusta þar sem boðið er upp á ráðgjöf og leiðbeiningar við hvers konar persónulegum vanda. Góðar almennar upplýsingar um uppeldi unglinga og aðstoð má finna á fjöl- skylduvef Félagsmálaráðuneytisins, www.fjolskylda.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.