blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 4
Samið við 40 stéttarfélög Launanefnd sveitarfélaga og stéttar- félög innan Starfsgreinasambands ís- lands skrifuðu í fyrrinótt undir nýjan kjarasamning. Samningurinn nær m.a. til starfsmanna Kópavogs-, Sel- tjarnarness- og Mosfellsbæjar, sem og sveitarfélaga víðs vegar á lands- byggðinni og eru um 40 kjarasamn- ingar samræmdir við undirritunina. Samningarnir ná til tæplega 6.000 starfsmanna sveitarfélaga og gilda til ársins 2008. Að sögn Sigurðar Bessasonar, formanns Eflingar, eru almennar hækkanir samningsins um 14% en heildarkostnaður er reiknaður 20%. Lægstu laun eru hækkuð sérstak- lega, eða um allt að 12,1%, sem þýð- ir að lægsti taxti nemur nú rúmum 103 þúsund krónum. Ennfremur var samið um hækkun á framlagi sveitarfélaganna í lífeyrissjóð, auk- ið framlag í fræðslusjóð og fleira. „Ég er tiltölulega sáttur við nið- urstöðuna en það er að sjálfsögðu félagsmanna að dæma samninginn. Við kynnum hann á næstu dögum og gerum ráð fyrir að ljúka atkvæða- greiðslu um hann í lok næstu viku,“ sagði Sigurður að lokum. OTRULEGT VERÐ! AÐEINS FYRSTA FLOICKS DEKK • FAGMENNSKA í FYRIRRÚMI FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK DEKKJAHÓTEL VIÐ GEYIVIUIVI DEKKIN FYRIR ÞIG ALLT ÁRID GEGN VÆGU GJALDI GÚMMÍVINNUSTOFAN EHF. RÉTTARHÁLSI 2 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 587 5588 WWW.GVS.IS / WWW.TILBODSDEKK.IS þriðjudagur, 31. maí 2005 I blaðið Missti stjórn á sér Aðalmeðferð í málinu gegn Magn- úsi Einarssyni hélt áfram í Héraðs- dómi Reykjaness í gær en hún hófst ó fóstudaginn. Magnúsi er gefið að sök að hafa orðið konu sinni að bana á heimili þeirra í Hamraborg í Kópa- vogi í fyrra. Við aðalmeðferð í gær kom meðal annars fram að sálfræð- ingur hafi borið vitni um að Magnús hafi misst stjórn á sér og því ekki und- irbúið morðið. Gera má ráð fyrir að þrjár til fjórar vikur líði þar til dómur í málinu verði kveðinn upp. Málið vakti mikinn óhug á sínum tíma en meðal þess sem þá kom fram var að þegar lögregla hafi komið á staðinn hafi tvö börn þeirra hjóna verið í íbúðinni, fjögurra ára gömul stúlka og eins árs drengur. Þau hafi þó einskis orðið vör og voru sofandi þegar lögreglan kom. ' g| Ánægja með leikskóla 99% foreldra barna í leikskólum Reykjavíkur telja að barni þeirra líði vel á leikskólanum. Þetta er samkvæmt nýjustu foreldrakönn- im Leikskóla Reykjavíkur sem var gerð í aprflmánuði en slíkar kannanir eru gerðar með reglu- legu millibih. Um þessi mánaðamót samein- ast leikskólarnir og Fræðslumið- stöð í nýju Menntasviði. Bergur Felixson lætur þá af störfum eftir 30 ár í forsvari fyrir leikskólana í Reykjavík en dr. Gerður G. Ósk- arsdóttirverðursviðstjóriMennta- sviðs. Dæmdur til vistunar fyrir hnífsárás Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær alvarlega geðveikan karlmann til öryggisgæslu fyrir að stórslasa annan mann með hnífi í Reykjavík í nóvember í fyrra. Hann var aftur á móti sýknaður af refsikröfu ákæru- valdsins þar sem hann væri ekki sak- hæfur. Árásarmaðurinn hefur lengi átt við alvarlegan geðsjúkdóm að stríða og töldu dómkvaddir sérfræðingar að hann væri ósakhæfur. Honum var ekki gerð refsing en var dæmd- ur til að sæta öryggisvistun þar sem hann gæti verið sjálfum sér og öðrum hættulegur. Maðurinn lagði til hins þar sem þeir voru staddir að næturlagi í íbúð við Hverfisgötu í Reykjavík og risti hann á kviðinn. Fórnarlambið náði við illan leik að komast út úr íbúðinni og gekk um 70 metra leið upp að húsi við Laugaveg þar sem hann hné nið- ur. Þar fannst hann liggjandi í blóði sínu og lá hluti af iðrunum úti. Blóðið hafði lagað af manninum all- an tímann og í þeim mæli að lögregl- unni veittist létt verk að rekja blóð- slóðina til báka að íbúðinni sem var öh útötuð í blóði. Hafði fórnarlambið misst vun tvo lítra af blóði og var i bráðri lífshættu þegar hann komst undir læknishendur. Til minningar um fallna hermenn Minningarathöfn um bandaríska hermenn, sem látist hafa við skyldustörf á íslandi, var haldin í Foss- vogskirkjugarði í gær. Við lok athafnarinnar flugu herþotur í oddaflugi yfir Fossvoginn. Biskup íslands, sendiherra Bandaríkjanna og yfirmaður Varnarliðsins, fluttu ávörp við þetta tilefni en í ár eru 60 ár síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk, auk þess sem í gær var minn- ingardagur Bandaríkjanna, „Memorial Day“. Áætlað er að 239 bandarískir hermenn hafi látið lífið við skyldu- störf hér á landi, þar af var 201 grafinn í Fossvogskirkju- garði. Að stríðinu loknu voru líkamsleifar þeirra fluttar til Bandaríkjanna en eftir stendur minnisvarði í Foss- vogskirkjugarði. Þ>G °G GEflÐU GÓÐ KAUP ÞVÍ NÓ ER fffi Frábær sumartilboð á: Rúmum, springdýnum, latexdýnum, svampdýnum, yfirdýnum, eggjabakkadýnum, koddum og sérsniðnum svampi. Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504 Opið virka daga: 10-18 & laug: 11-15 Egiisstaðir: Miðvangur 1, sími: 471 2954

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.