blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 24
þriðjudagur, 31. maí 2005 I blaðið „Það má segja að viðfangsefni bók- arinnar sé tvíþætt. Annars vegar er flallað um útivist og þá í þeim skilningi hveiju fólk á að klæðast og hvert það getur farið. Einnig er farið í gegnum viðeigandi búnað, eins og bakpoka, tjöld og nesti. Síðan fjalla ég um gönguleiðir í nágrenni Reykja- víkur,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson, höfundur Utivistarbókarinnar sem er nýkomin út. Undirtitill bókarinn- ar er: „Um landsins gæði, útbúnað og gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur". Skemmtilegir möguleikar Bókin geymir 20 leiðarlýsingar á stöð- um í nágrenni Reykjavíkur sem henta allri fjölskyldunni. „Það er hægt að komast í tengsl við náttúruna innan borgarmarkanna því nágrenni Reykja- víkur er fullt af skemmtilegum mögu- leikiun. Það er hægt að gerast útivist- armaður með mjög lítilli íyrirhöfn. Það kunna jú allir að ganga,“ segir Páll Ásgeir, sem í bókinni bendir á að útivist krefst ekki nauðsynlega flókins og dýrs búnaðar eða mildls tíma. í Útivistarbókinni fjallar hann einnig um rétt ferðalanga, hvar megi tjalda, hver sé réttur þeirra gagnvart einkalandi og svo framvegis. „Einn- ig er sérstakur kafli um villiböð, það er að segja heitar laugar í nágrenni Reykjavíkur. Ég birti eins konar sfjömulista yfir þær bestu og verstu. Heitar laugar og lækir em oft notaðar til að laða að ferðamenn og htið á sem náttúruperlur í sérstökum gæðaflokki en staðreyndin er sú að sumt af þessu er bæði vatnshtið og hálf kalt.“ Páll Ásgeir Ásgeirsson. „Það er hægt að komast í tengsl við náttúruna innan borg- armarkanna því nágrenni Reykjavíkur er fullt af skemmtilegum möguleikum." Aftur til náttúrunnar „Ég eyði nokkru rými í að fjalla um siðfræði útivistar, það er að segja þá skemmtilegu hugmynd að við þurfum ekki að vera úti,“ segir Páll Ásgeir. „Við búum í prýðilega upphituðum húsum, okkur er alltaf hlýtt, við er- Inntökupróf í virtan breskan leiklistarskóla í fyrsta skipti í sögunni mun hinn virti leiklistarskóli, London Academy of Music and Dramatic Art (LAMDA), halda inntökupróf á íslandi. Prófin verða haldin í Tónlistarþróunarmiðstöðinni á Hólmaslóð 2,4.-5. júní næstkom- andi. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem hyggjast leika eða leikstýra til að reyna við nám í hæsta gæðaflokki. LAMDA tekur á móti umsókn- um frá hveijum sem vill, svo lengi sem viðkomandi hefur náð 18 ára aldri. Boðið er upp á próf í tveggja og þriggja ára leikara- nám, eins árs leikstjóranám og eins árs grunnám. Wilson orðin lárviðarskáld Hjá Máli og menningu er komin út ljósmynda- og ljóðabókin „íslensk eyðibýli" með myndum Nökkva Elías- sonar og ljóðum Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Bókin er einnig komin út á ensku undir heitinu Abandoned Farms. Eyðibýli á íslandi eru viðfangsefn- ið í einstæðum myndum Nökkva El- íassonar. Sú fegurð sem býr í húsum á fallandi fæti er hér fónguð og þann- ig kölluð fram hughrif frá horfnum tíma - heimildir um líf sem var. Eyðibýli hafa verið viðfangsefni Nökkva Elíassonar í hartnær tvo áratugi. Hann hefur leitað fanga um allt land og fest á filmu eyðibýli, sem mörg eru nú horfin ofan í svörðinn. Þessar óvenjulegu og sérstæðu mynd- ir hafa verið sýndar víða um heim og hvarvetna hlotið verðskuldaða at- hygli. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson er löngu kunnur fyrir margvísleg rit- störf sín. Hér yrkir hann ljóð sem kallast á við myndir Nökkva. JPV útgáfa hefur sent frá sér nýja kiljuútgáfu af Alkemistanum eftir Paulo Coehlo, í þýðingu Thors Vil- hjálmssonar. Bókin hefur selst í yfir 30 milljónum eintaka. Santiago hefur í draumi fengið upp- lýsingar um flársjóð sem kann að bíða hans í píramítunum í Norður-Afnku og leggur því af stað frá heimalandi sínu, fullur væntinga um veraldleg- an auð. Á leið hans yfir eyðimörkina verður margt á vegi hans, meðal ann- ars ung og undurfógur sígaunakona, gamall konungur og alkemisti. Hvert og eitt þeirra færir Santiago nær fjár- sjóðnum sem enginn veit hver er. Santiago leggur af stað sem ungur og ævintýragjam drengur í leit að ver- aldlegum fjársjóði en uppgötvar á leið sinni æ dýrmætari prsjóði hið innra. Jaqueline Wilson hefur verið valin lárviðarskáld bama í Bretlandi. Hún heldur titlinum í tvö ár og fær 1,2 milljónir í verðlaun. Áður hafa bama- bókahöfundamir Quentin Blake, Anne Fine og Michael Morpurgo hlotið þessa viðurkenningu. Wilson tekur þeim langt fram í vinsældum. Hún er sá rithöfundur Bretlands sem á flestar bækur í útlánum á bókasöfhum í Bretlandi og hefur selt rúmlega 20 milljónir eintaka af verk- um sínum. Þegar hún áritar bækur sínar er aðsóknin svo mikil að hún hefur orðið að sitja við samfellt í átta klukkustundir. Hún skrifar að meðal- tali tvær bækur á ári, eina fyrir börn og eina fyrir unglinga. Skáldsaga hennar Best Friends kemur út í haust hjá JPV forlagi. um þurr og södd. Ef við viljum hre^rfa okkur getum við gert það í heitum sund- laugum eða inni í lokuðu rými þar sem við horfum á sjónvarpið á meðan við erum á þrek- hjólinu. Hvers vegna þurfum við þá að fara út í náttúr- una? Það er vegna þess að við komum þaðan. Við eigum ekki heima í stein- steypunni, gerviefnunum og merkja- fatnaðinum eða á þrekhjólinu. Senni- lega eru allir haldnir djúpstæðri þörf til að komast aftur þaðan sem við komum: Til náttúrunnar. Það er eitt- hvað, allt að því dularfullt, sem gerir að verkum að það er aðeins þar sem við öðlumst fullkomna hugarró. Við verðum heil úti í náttúrunni.“ Páll Ásgeir hefur skrifað leiðsögu- bækur, þar á meðal bók um fjórar hálendisleiðir og gönguleiðabók um Hornstrandir. Hann er höfundur hinnar gríðarvinsælu Hálendishand- bókar sem kom út árið 2001 og í endurbættri útgáfu 2004. Um þessa nýju bók segir hann að lokum: „Ég vil brýna fyrir Reykvíkingum og öll- um sem búa héma á Suðvesturhom- inu að leita ekki langt yfir skammt. Hér allt í kringum okkur ero gamlar þjóðleiðir, auðveldar fjallgöngur og vel merktir göngustígar. Sannarlega miklar náttúmperlur." ■ kolbrun@vbl.is $ „Sennilega eru allir haldnir djúpstæðri þörf til að komast aft- ur þaðan sem við komum: Til náttúr- unnar. Metsölulisti - erlendar bækur: 1. Trace Patricia Comwell 2. Skinny Dip Carl Hiaasen 3. Thirteen Steps Down Ruth Rendell 4. Murder List Julie Garwood 5. Twisted Jonathan Kellerman 6. Hat Full of Sky Terry Pratchett 7. Blind Alley Iris Johansen 8. The Da Vinci Code Dan Brown 9. Ultimate Hitchhiker s Guide Douglas Adams 10. No.1 Ladies Detective Agency Alexander McCall Smith Listinn er gerður út frá sölu dagana 18.5.05- 24.5.05 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.