blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 2
2 innlent ;3§
• '.tv
m
þriðjudagur, 31. maí 2005 I blaðið
Fyrrverandi skóiastjóri Rafiðnaðarskólans:
Tveggja ára dómur
fyrir fjárdrátt og fals
Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðar-
skólans, Jón Árni Rúnarsson, var í
gær dæmdur í tveggja ára fangelsi
fyrir íjárdrátt og skjalafals. Héraðs-
dómur Reykjavíkur fann hann sek-
an um að hafa dregið sér tæpar 28
milljónir króna frá Rafiðnaðarskól-
anum á árunum 1994-2001.
Héraðsdómur dæmdi í málinu í
fyrrasumar og dæmdi þá Jón Rún-
ar í þriggja mánaða skilorðsbund-
ið fangelsi fyrir hluta ákærunnar
en sýknaði að mestu. Hæstiréttur
ómerkti dóminn í byrjun þessa mán-
aðar og vísaði málinu aftur heim í
hérað á þeirri forsendu að héraðs-
dómara hefðu orðið á alvarleg mis-
tök í meðferð málsins.
Héraðsdóm-
ur segir nú að
brot mannsins
hafiverið alvar-
leg skipulögð
trúnaðarbrot
ogaðskólastjór-
inn fyrrverandi
hafi ekki bætt
tjónið sem
hann olli að
neinu leyti.
Jón Árni
hafði vorið 2003
verið sakfelld-
ur í einkamáli
Rafiðnaðarsambandsins á hendur
honum vegna fjárdráttarins.
Úr héraðsdómi Reykjavíkur.
Forsetarnir Óiafur Ragnar Grímsson og Abdul Kalam á Bessastöðum í gær.
Opinber heimsókn forseta Indlands til íslands:
ísland er frábært land
í gær hófst tveggja daga opinber
heimsókn dr. A.P.J. Abduls Kalam
Indlandsforseta til íslands með hátíð-
legri athöfn að Bessastöðum. Forseti
íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,
tók vel á móti honum og spjölluðu
þeir dágóða stund. Kalam sagði mik-
ilvægasta atriði heimsóknarinnar
vera „að endurnýja kynnin við Ólaf
Ragnar Grímsson, forseta þessa frá-
bæra lands, íslands." Sjálfur sagði Ól-
afur heimsóknina tákn um samvinnu
milli stærsta og eins minnsta lýðræð-
isríkis í heimi. „Samvinnan býður
upp á ótrúlega möguleika og er mjög
spennandi," sagði Ölafur. -
Á hádegi í gær ávörpuðu forset-
arnir svo viðskiptaráðstefnu á Nord-
ica-hótelinu þar sem sérstök áhersla
var lögð á samvinnu á sviði lyfjaiðn-
aðar. Síðdegis var sérstök dagskrá á
vegum Veðurstofu íslands í Öskju,
náttúrufræðahúsi Háskóla íslands.
Þar kynnti Kalam sér meðal annars
rannsóknir íslendinga á sviði jarð-
skjálftamælinga og starfsemi Jarð-
vísindastofnunar. Að því loknu átti
loftkœling
Samvinnan
býður upp
á ótrúlega
möguleika.
Verð frá 49.900 án vsk.
ís-húsió 566 6000
hann fund með
starfsfólki og
nemendum
Háskólans.
Dagurinn end-
aði á heimsókn
í stjórnstöð Al-
mannavarna
en í gærkvöldi
buðu Ólafur
Ragnar Gríms-
son og Dorrit
Moussaieff,
eiginkona hans, til hátíðarkvöldverð-
ar í Listasafni Reykjavíkur í Hafnar-
húsinu.
í dag skoðar Abdul Kalam frysti-
togarann Engey RE 1 í Reykja-
víkurhöfn áður en hann fer til
fundar við Halldór Ásgrímsson for-
sætisráðherra í ráðherrabústaðn-
um. Eftir fundinn er fórinni heitið
að Nesjavallavirkjun og því næst
til Þingvalla til hádegisverðar með
forsætisráðherra. Nýting jarðhita
til orkuframleiðslu og lærdómur-
inn sem Indverjar geta dregið af
AuglýsingadeiU! 510-3744
blaóió
vetnisverkefni íslenskrar NýOrku
eru hlutir sem eru ofarlega í huga
Kalams og því verður málþing um
nýtingu j arðvarma og vetnisverkefn-
ið síðdegis. Deginum lýkur með ind-
verskri menningardagskrá í Saln-
um í Kópavogi.
Þórólfur tekur við SH
undir nýrri stjórn
Hluthafafundur Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna (SH) var haldinn
í gær og voru umtalsverðar breyting-
ar gerðar á fyrirtækinu. Samruni SH
og Sjóvíkur var staðfestur og nýtt
nafn tekið í gagnið. Þá var staðfest
að Þórólfur Árnason, fyrrverandi
borgarstjóri, myndi taka við forstjóra-
stólnum af Gunnari Svavarssyni líkt
og Blaðið greindi frá í íyrri viku.
Hið nýja nafn fyrirtækisins er Ice-
landic Group og er því mjög í takt
við tískustrauma meðal íslenskra
stjórnenda í útrásarhug. Breyting-
arnar eru þó djúpstæðari en svo
því með sameiningunni við Sjóvík
er sótt inn á ýmis ný mið erlendis.
Þrír nýir menn komu og inn í stjórn-
ina vegna samrunans, þeir Jón Krist-
jánsson, stjórnarformaður Sjóvíkur,
Hreggviður Jónsson, forstjóri lyfja-
íyrirtækisins Vistor, og Þór Kristj áns-
son, frá Samson. Baldur Öm Guðna-
son, forstjóri Eimskipafélagsins,
og Þórður Már Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Straums, sitja áfram í
stjórninni en þeir Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson, Eiríkur Jóhannsson
og Guðmundur Kristjánsson viku fyr-
ir nýju stjórnarmönnunum,
Afkoma SH eftir skatta fyrstu
þrjá mánuði ársins var 43 milljónum
króna lakari en í fyrra.
Indlandsforseti:
VIII Islendinga með í
geimáætlun Indverja
Avul Pakir Jainulabdeen Abdul
Kalam Indlandsforseti lagði á það
áherslu á fundi með íslenskum vís-
indamönnum í náttúmvísindahús-
inu Öskju í gær að samstarf þjóðanna
á vísindasviðinu yrði aukið og vísaði
þar sérstaklega til jarðskjálftarann-
sókna. Athygli vakti að Indlandsfor-
seti hvatti til þess að íslendingar
kæmu að geimáætlun Indverja og
notfærðu sér fjarkönnun með ind-
verskum gervitunglum til þess að
segja fyrir um jarðskjálfta. Ragnar
Stefánsson jarðeðlisfræðingur segir
samvinnu af þessu tagi getað skilað
miklu til þjóðanna tveggja.
„Hagnýting upplýsingatækni
- landupplýsingakerfa, íjarkönnun-
ar, gervitunglafjarskipta og netsins,
getur skipt sköpum í viðleitni okkar
til þess að bregðast við náttúruham-
fórum," sagði Indlandsforseti á fund-
inum og vék sérstaklega að geimáætl-
un Indveija og hvemig íslendingar
gætu komið að henni.
„Indland á sín eigin gervitungl á
margvíslegum sporbrautum. Þau
má nota til aðgerða stjórnar vegna
náttúruhamfara í báðum löndum okk-
ar.“ Hann lofaði þann árangur sem
íslenskir vísindamenn hefðu náð við
að segja fyrir um jarðskjálfta, og taldi
víst að sú reynsla og gerð stærðfræði-
líkana gæti nýst á Indlandi.
Að sögn Ragnars Stefánssonar var
indverskur jarðskjálftafræðingur í
fylgdarliði forsetans en hann hafði lát-
ið vita af því fyrir heimsóknina að sér
væri umhugað um að auka samstarf
þjóðanna á þessu sviði. „Gervitungl
Indveija geta vissulega nýst okkur á
ýmsum sviðum, sérstaklega þó hvað
varðar fjarskipti. Fjarkönnun er einn-
ig töluvert notuð hér á landi og þar
gæti samstarf við Indverja vissulega
borið góðan ávöxt.“
w
(3 Heiðskfrt 0 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað ' ✓ Rigning, lítilsháttar 0 Rjgning Súld 'f' Snjókoma Slydda \~1 Snjóél
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Frankfurt
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Mallorka
Montreal
NewYork
Orlando
Osló
París
Stokkhólmur
Þórshöfn
Vín
Algarve
Dublin
Glasgow
15
22
16
10
17
13
16
13
17
21
28
13
15
25
13
19
10
6
19
22
13
12
V
9°
<H
12° 0
€f
yV
Slydda Snjóél
7° A
40
14° 0
Skúr
10°®
40
Á morgun
Veðurhorfur í dag kl: 12.00
Veðursíminn
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands
11
0
12°
13°
Jg’’
0