blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 20
þriðjudagur, 31. maí 2005 I blaðið 20 fyrirkon Viðurkennd sjampó og djúpnæring mikilvæg Sniðgangið sjampó úr búðum og notið djúpnæringu einu sinni f viku Undirfatasala í heimahúsum Charlott’ á íslandi með heimsendingar á nærfötum Sú nýjung er komin á markað hér- lendis að hægt er að fá undirfötin send beint heim, en nýtt fyrirtæki hefur verið sett á laggimar sem sér- hæfir sig í nærfatasölu í heimahús- um. Viðkomandi þarf því ekki að gera sér ferð í bæinn heldur er hægt að fá sölufólkið upp að dyram. Fyrirtækið heitir Charlott' og er í eigu hjónanna Hafsteins Vilhelmssonar og Helgu Ge- orgsdóttur, en þau hafa fengið einka- leyfi fyrir sölu hér á landi. Annars er Charlott' með höfuðstöðvar í Frakk- landi. Það var stofnað árið 1994 og hafa þeir allar götur síðan verið að færa út kvíarnar og selja framleiðsl- una til annarra landa. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort líkur væra á að fólk pantaði al- mennt þessa þjónustu heim til sín - hvort ekki væri auðveldara að skella sér í næstu verslun og gera þetta á hefðbundinn hátt. „Þetta er bara svo skemmtileg kvöldstund. Þama er einn gestgjafi sem býður vinum og vandamönnum heim til þess að fara á nærfatakynn- ingu. Þetta er yfirleitt mjög notalegt og stemmningin er góð. Konurnar máta svo hver fyrir framan aðra og fá ráðleggingar, eða skella sér inn á bað í einrúmi. Þetta byggist á því í raun og veru að kynna glæsilegan nærfatnað fyrir skemmtilegum hópi og eiga notalega stund. Að auki get ég sagt með góðri samvisku að þetta er hágæðanærfatnaður - við uppfyll- um öll helstu skilyrði. Flestar sem við höfum selt eru mjög ánægðar og það er mjög mikil eftirspum," segir Hafsteinn og tekur það fram að sniðugt sé að fá fólk í mat og hafa þessa kynningu eftir á. Aðspurður segir Hafsteinn karlmenn vera í minnihluta, þó svo að einn og einn slæðist reglulega inn í boðin. „Stund- um eru konurnar frammi í stofu á kynningu á meðan mennirnir eru inni í herbergi að horfa á fótboltann. Svo em sumar sem máta fyrir framan eiginmennina og þeir rétta auðvitað svo fram kortið. Þeir geta haft lúmskt gaman af þessu." Konurnar mældar bak og fyrir Sala í heimahúsum hefur verið að ryðja sér til rúms und- anfarin misseri og það færist í aukana að fólk bjóði sölufull- trúum heim í stofu. Þar má nefna hin ýmsu snyrti- og heilsuvörufyrirtæki, auk annarra. Hafsteinn segir þessa þróun eðlilega miðað við það sem ger- ist í heiminum núna - það sé orðinn ótrúlegur gangur á þessu. „Þetta er bara orðið mjög algengt. Við reynd- ar vildum fá einkaleyfi íyrir þessari sölu héma heima og fengum hana nú á dögunum. Mikil aukning hefur verið í kjölfar þess, enda emm við alveg í takt við Charlott' í hinum löndunum - með allt kerfið sem þeir nota og búin að fá fulltrúa frá höfuðstöðvunum sem hafa hjálpað okkur við þetta.“ Aðspurður segir hann þetta taka mislang- an tíma, það fari yfirleitt eftir stemmningu, en aldr- ei sé þetta lengra en tveir tímar. „Kynningin sjálf tekur enga stund. Svo em þær að máta og spjalla saman um vömna, yfir- leitt á léttum og skemmti- legum nótum og allt á þægilegan hátt. Þær sitja ekkert í tvo tíma og hlusta á sölufulltrúa tala, það er alls ekki þannig," segir Hafsteinn og bætir því við að sölumenn fyrirtæk- isins, sem nú séu um 20, séu þaulæföir í að mæla viðskiptavininn og geti því fundið út hvað hver og ein þarf. „Þau þiufa því ekki að vera með heilan skáp af nær- fötum heldur bara þetta helsta - og svo mæla þau þær sem vilja og finna rétta stærð fyrir viðkomandi." Þetta byggist á því í raun og veru að kynna glæsilegan nærfatn- að fyrir skemmti- legum hópi og eiga notalega stund. Karlmenn á pilluna Komin er á markað getnaðarvörn í pilluformi fyrir karlmenn Undur og stórmerki gerast enn í þess- um heimi og nú er að koma á markað pilla fyrir karlmenn. Það er naumast hvað lífið verður skemmtilegt hjá konunum í kjölfar þessa en margar kannast eflaust við leiðinlegar auka- verkanirpillunnar, s.s. þyngdaraukn- ingu, skapvonsku, þreytu, slen og fleira. Þó er það afar persónubundið hveijar aukaverkanimar eru. Sumar konur em auðvitað á pillu sem hent- ar þeim afar vel og er það auðvitað bara gott og gilt. Þetta er samt sem áður skemmti- leg þróun og kostuleg að mörgu leyti, þó svo að enginn vafi leiki á því að karlmönnum gæti reynst erf- itt að sætta sig við þessa framvindu málsins. Það er þó þannig að þegar kemur að kynlífi þurfa karlamir að axla sömu ábyrgð og konur og því ekki svo óeðlilegt að pilla sé sett á markað fyrir þá. Sniðugt gæti verið fyrir hjón eða par að skiptast á pillu- notkuninni - hægt væri að skipta um hlutverk eftir t.d. hálft ár. Skarpari varalínur og kyssilegar varir Fallegar og kyssilegar varir er eitthvað sem enginn getur stað- ist. Nú er hægt að fá svokallaðan varavökva sem er til þess gerður að gera varimar rauðari og eðh- legri, án þess að svo virðist sem viðkomandi sé með vara- lit. Hann er þá borinn á éins og gloss og varirnar taka stakka- skiptum og fá í sig méira líf. Þetta er afar sniðug nýjung sem gerir það að verkrnn að konur fá hraustlegri og fallegri varir, auk þess sem línurnar verða skarpari. Það er snyrti- vörufyrirtækið Estée Lauder sem býður þessa skemmtilegu vöru. Konur þurfa í flestum tilvikum að hugsa betur um hár sitt en karlar þar sem þær hafa jafnan síðara hár. Það að hafa fallegt hár er mörgum mjög mikilvægt, en það má ekki síður hafa uppbyggingu hársins, sem og næringarástand, í huga. Glæsilegt hár getur orðið slitið, feitt og dautt með tímanum og því er gott að passa vel upp á atriði sem í þessu samhengi kunna að skipta máli. Það sem mestu skiptir er að velja rétt sjampó. ,sem hentar hverri og einni, en konur hér á landi þurfa á rakagefandi sápu að halda þar sem við búum í þurru loftslagi. Gott er að temja sér að notast einungis við viðurkenndar vörur frá hárgreiðslustofum, en þó svo að þær séu eilítið dýrari era þær mun betri og standast flestar gæðakröfur. En margar konur gleyma því sem er ekki síður mikilvægt - djúpnæringunni. Konur, sérstaklega þær með sítt hár, “þurfa helst að setja djúpnæringu í hár sitt einu sinni í viku til þess að næra hárið og viðhalda gæðunum. Góða djúpnæringu er einnig að fá á öllum helstu hárgreiðslustofum. Sannkölluð skemmtimynd fyrir stelpurnar Það má segja margt um svokallaðar „stelpumyndir" en það er með þær eins og súkku- laði - stundum þarf bara að sinna ákveðinni þörf og það þarf ekki að ræða það frekar. Ein dæmi- gerð stelpumynd verður frumsýnd um helgina í Bandaríkjunum. Það er myndin „Sisterhood of the Traveling Pants“. Myndin flallar um ijórar vinkonur en leiðir þeirra skilja eitt sumarið og því ákveða þær að kaupa einar bux- ur sem passa á þær allar. Buxumar verða tákn inn systralagið og hjálpa þeim í gegnum alls konar krís- ur. Blaðið hefur skoðað sýnishorn úr myndinni og við bíðum spennt eftir að hún komist á hvíta tjald- ið hérlendis. Blaðið getur auk þess staðfest að hún inniheldur allt sem þarf, í hæfilegum skammti - al- veg eins og súkkulaðið.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.