blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 8
8 neyten þriðjudagur, 31. maí 2005 I blaðið Merkingar snorri@vbl.is í frumskógi matvöruversl- ananna er mikið gert til þess að ná athygli neytand- ans. í öllum þeim hafsjó af matvörum sem okkur býðst þarf seljandinn að gera sitt ítrasta til að hans vara standi upp úr og verði val- in í staðinn fyrir einhverja af hinum átta tegundunum af smjörlíki, og vörumerk- ing er beinasta leiðin til þess. Því er nákvæmninni stundum fórnað til þess að ná merkingu sem vekur athygli. Nefna má dæmi um tegundir fullyrðinga á vörum eins og „Kartöflu- flögur - 33% minni fita!“ Þetta hljómar mjög vel - en minni fita en hvað? Sama tegund af kartöflu- flögum? Önnur tegund af kartöfluflögum? Næst-fitu- minnstu kartöfluflögurnar í búðinni? Fitumestu flögumar í búð- inni? Þetta kemur hvergi fram. Þessi merking virðist því misvísandi og til þess gerð að blekkja neytandann til Við ættum að grand- skoða innihald matvöru, bera það saman við ráðlagða dag- skammta og taka ígrundaðar ákvarðanir að kaupa vöruna á óljós- um forsendum. Staðreyndir teknar úr samhengi Drykkur sem fæst í versl- unum er merktur „99% fitulaus". Þessi merking virðist við fyrstu sýn já- kvæð. Nokkrum spurn- ingum er þó ósvarað: Er það óvenjulegt að drykk- ur af þessari tegund sé 99% fitulaus? Er þetta að nokkru leyti ólíkt sam- keppnisdrykkjum? Hefur fita minnkað eða aukist í drykkjum af þessari tegund? Hér má sjá sam- hengislausri staðreynd slegið upp. Auk þess hefur áhersla á fituleysi beina heilsuvísun en því er haganlega sleppt að minnast á sykurinnihald drykkjarins. Heilsumerkingar í samfélagi sem þeytir íbúum sínum á sífellt meiri hraða í hringi, og legg- ur þar fyrir utan mikla áherslu á að Fataviðgerðir Meira að segja mestu uppáhaldsflíkur og trygg- ustu þjónar - gallabux- urnar sem hafa dugað síðan í menntaskóla, flottasta skyrta í heimi og peysan sem hefur ferðast með þér um þijár heimsálfur - geta bilað eða skemmst. Hvað er þá til bragðs að taka? Blaðið bar málið undir sérfræðinga, sem bentu á nokkrar þumalputta- reglur. Saumspretta eða smárifur nálægt saumi eru nærri alltaf viðgerð- arhæfar en öðru máli Saum- spretta eða smárifur nálægt saumi eru nærri alltaf viðgerðar- hæfar gegnir þegar sjálft efnið rifnar, sérstaklega á stór- um flötum eða ef um langar rifur er að ræða. Fataversl- anir eru einnig með sauma- stofur á sínum snærum þannig að oft getur reynst hagstæðara að fara með flíkina aftur í verslunina en að reyna að finna sauma- stofu upp á eigin spýtur. Þó má benda á að það er sj aldn- ast hagkvæmt að láta gera við flík ef kostnaður við við- gerðina fer yfir helming af verði flíkurinnar - nema hún hafi þeim mun meira tilfinningalegt gildi. matvælum Clleefe I rCHeile þeir haldi holdafari sínu í skefjum, eru heilsumerkingar sérlega vara- samar. Við ættum að grandskoða inni- hald matvöru, bera það saman við ráðlagða dagskammta og taka ígrund- aðar ákvarðanir - en við höfum ekki tíma. Þess vegna eru varasamar að- laðandi heilsumerkingar sem bjóða okkur að grípa, en ekki gagnrýna. Reglur og rýni Ekki eru til sameiginlegar reglugerð- ir innan Evrópska efnahagssvæðis- ins um merkingu á matvælum en unnið er að samstillingu á því sviði. Þar verður meðal annars bannað að merkja vöru sem „x% fitulaus". Þó verður leyfilegt að merkja vöru sem „fituskerta" ef hún inniheldur 25% minni fitu en sambærilegar vörur. Það er ljóst að merkingar geta ver- ið varasamar fyrir nejdendur þar sem þær geta verið misvísandi og tO þess gerðar að stýra kaupum þegar á hólminn er komið. Fyrir þá sem það geta er mjög gott að fara ofan í saum- ana á næringargildi matvörunnar og gera rannsóknir upp á eigin spýtur. Auðveldasta leiðin til þess að vinna gegn áhrifum merkinga er þó einfald- lega sú að ákveða hvað á að kaupa áð- ur en lagt er í verslunarferð. Gæludýr á nýjum grundvelli Margir hugs- uðir hafa eytt töluverðum tíma í að velta fyrir sér tilgangi gælu- dýra. Hund- urinn er besti vinur manns- ins, kötturinn er spurning sem á ekki að svara, fuglinn Það má segja að þessimark- aður hafi breyst með tilkomu netsins er birtingarmynd fyrir frelsi - en úr- val gæludýra á fslandi takmarkast síst við þessar algengustu tegundir. Það má segja að þessi markaður hafi breyst með tilkomu netsins, þar sem gæludýrabúðir reka nú öflug spjall- borð þar sem gæludýr eru sýnd, skoð- uð og stundum seld. Tveir af glæsi- legri vefjum landsins eru reknir af Dýraríkinu annars vegar (www.dyra- riki.is) og Furðufuglar og fylgifisk- ar hins vegar (www.tjorvar.is). Þar er hægt að finna svör við alls kyns spurningum og hitta að máli skoðana- bræður og -systur um dýrarækt. Fisk- ar, kettir, hundar, fuglar, skordýr, froskdýr og plöntur eru til umræðu og má segja að netveijar og gæludý- raunnendur láti ekkert málefni mál- leysingjans kyrrt liggja. Blaðið mælir með spjallborðum um gæludýrarækt fyrir áhugasama. Leitað að gæludýrafréttum á netinu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.