blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 23

blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 23
blaðið I þriðjudagur, 31. maí 2005 •llt Hvað er að hjá KR? Er eitthvað að hjá KR? Eru gerðar meiri kröfur til KR en annarra liða í deildinni? Þetta eru spurningar sem menn spyrja sig eftir að KR tapaði sínum öðrum leik í röð í Landsbanka- deildinni þegar FH vann þá í Frosta- skjólinu, 0-1. Undirritaður var á vell- inum og KR-ingar eru kröfuharðir á sitt lið, það er engin spuming. Hvort þeir eru of kröfuharðir skal ekki full- yrt um hér en í Vesturbænum eru menn vanir árangri. KR er með dýrt lið og margir góðir menn voru fengnir til félagsins fyrir leiktíðina. Nægir í því sambandi að nefna Rogvi Jakob- sen, Grétar Ólaf Hjartarson, Tryggva Bjarnason og Bjarnólf Lámsson. Það er sparkað of mikið hátt og langt Kristján Guðmundsson var í gær inntur eftir leik KR-liðsins í þætt- inum „Mín skoðun" á XFM og því að það vatnaði ýmislegt í þetta KR- lið.„Það er ákveðið ójafnvægi í liðinu. Maður sér það fyrst fremst bara á varnamppstillingunni. Ég fór aðeins að pæla í þessu í gær (gegn FH) en ég veit ekki hvort þeir eigi svo marga varnarmenn, heila, til þess að stilla upp liðinu," svaraði Kristján og hélt svo áfram. „Ef maður sér Sölva Sturlu spila mjög vel í deildarbik- amum en þegar að íslandsmótinu kemur þá fær hann ekki að spila þá finnst mér það dálítið skrítið að sjá. Gunnar var að spila bakvörðinn í gær og gerði það ágætlega. Hann er hins vegar langhættulegastur frammi og því held ég svona í grunninn að það sé ákveðið ójafnvægi í liðinu. Það er strax í varnarlínunni og þá kemur náttúrlegaójafnvægi áalltliðið. Krist- ján markvörður er meiddur og getur ekki sparkað frá marki. Þá mega þeir (KR-ingar) spila boltanum meira með jörðinni en það hentar til dæmis Arnari Gunnlaugssyni betur. Það er sparkað of mikið hátt og langt," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Kefl- avíkurliðsins í knattspymu, um KR- liðið. Keflavík vann KR sannfærandi 2-1 í síðustu umferð þar sem KR átti fyrstu alvöru marktilraunina eftir tæplega hálftíma leik. KR fer til Vest- mannaeyja í næstu umferð, 12. júní, og þar verður um erfiðan leik að ræða fyrir þá svart-hvít-röndóttu. ■ Við erum í sjöunda hlmni Sævar Jónsson, fyrrum landsliðs- maður í knattspyrnu og eigandi Le- onard í Kringlunni, er harður aðdá- andi West Ham United. Sævar var að horfa á leikinn á Players í gær og fagnaði gríðarlega í leikslok. „Það er bara gott að vera komin upp aft- ur. Það er ekkert gaman að fýlgjast með þessu þarna í neðri deildum," sagði Sævar í samtali við Blaðið í gær.„Ég er búinn að vera stuðnings- maður West Ham síðan ég var átta ára eða allar götur síðan 1964. Ég hef alltaf haldið tryggð við mína menn. Ég skipti ekki um lið þótt illa gangi annað slagið. Maður heldur sig bara við Val og West Ham. Hugsaðu þér að árið 1966 átti West Ham þijá heimsmeistara. Bobby Moore, sem var fyrirliði enska landsliðsins 1966 þegar England varð heimsmeistari, Martin Peters, sem lék á miðjunni og skoraði, og Geoff Hurst, sem skoraði einnig í úrslitaleiknum gegn Vestur- Þjóðverjum. Þvílíkt félag,“ sagði stolt- ur Sævar Jónsson. „Nú er bara að vinna Arsenal, Chelsea og þessi lið á næstu leiktíð. Það verður að vísu erf- itt en við höfum alltaf spilað fótbolta og þessi klúbbur er frægur fyrir að framleiða góða fótboltamenn. Mínir menn þurfa væntanlega að kaupa eina sex til sjö leikmenn fyrir átök- in sem hefjast. eftir rúma tvo mán- uði í ensku úrvalsdeildinni. Nú er bara að skoða leikjaskrána á næstu leiktíð og bregða sér á Upton Park,“ sagði Sævar Jónsson, stuðningsmað- ur West Ham United, kampakátur í gær eftir að félagið komst í ensku úr- valsdeildina á ný. West Ham United á fjölmarga stuðningsmenn á íslandi og nokkrir þeirra voru á Þúsaldarvell- inum í Cardiff í gær. Auglýsingar 510 3744 blaðiö. Fiorentina rétt slapp Flórenspiltar í Fiorentina rétt sluppu við fall í Seríu B á Ítalíu um helgina þegar síðasta umferðin fór fram. Fiorentina vann Brescia 3-0 í miklum fallbaráttuleik og þar með féll Brescia. Fiorentina hlaut 42 stig, eins og Parma sem gerði 3-3 jafnt- efli 3-3 við Lecce og Bologna, en þeir LOKASTAÐAN Á ÍTALÍU gerðu jafntefli 0-0 við Sampdoria. Bologna og Parma þurfa að leika tvo aukaleiki um eitt laust sæti á meðal þeirra bestu á næstu leiktíð en taplið- ið fellur í Seríu B. Atalanta og Bresc- ia féllu og spurningin er svo um hvort Parma eða Bologna fylgir þeim. Liðin sem leika í meistaradeildinni eru; meistarar Juventus, AC Milan, Int- er og Udinese. Juventus vann Cagli- ari 4-2, AC Milan gerði 1-1 jafntefli við Udinese og Inter gerði 0-0 jafnt- efli við Reggina. Samdporia, Palermo og Roma fara í Evrópukeppni félags- liða. LIÐ L U J T SK.M FENG.M U J T SK.M FEGN.M MISM STIG 1 Juventus 38 15 2 2 38 13 11 6 2 29 14 40 86 2 ACMilan 38 11 5 3 38 17 12 5 2 25 11 35 79 3 InterMilan 38 11 7 1 34 16 7 11 1 31 21 28 72 4 Udinese 38 8 7 4 29 18 9 4 6 27 22 16 62 5 Sampdoria 38 10 3 6 21 13 7 7 5 21 16 13 61 6 Palermo 38 9 7 3 28 22 3 10 6 20 22 4 53 7 Messina 38 10 7 2 26 19 2 5 12 18 33 -8 48 8 Roma 38 6 8 5 31 26 5 4 10 24 32 -3 45 9 Livorno 38 9 5 5 28 25 2 7 10 21 35 -11 45 10 Lecce 38 8 8 3 40 30 2 6 11 26 43 -7 44 11 Reggina 38 7 6 6 21 23 3 8 8 15 22 -9 44 12 Cagliari 38 9 9 1 30 17 1 5 13 21 43 -9 44 13 Lazio 38 6 6 7 26 24 5 5 9 22 29 -5 44 14 Siena 38 5 8 6 21 27 4 8 7 23 28 -11 43 15 Chievo 38 8 5 6 20 18 3 5 11 12 31 -17 43 ■ 16 Fiorentina 38 7 7 5 29 22 2 8 9 13 28 -8 42 17 Bologna 38 6 7 6 20 17 3 8 8 13 19 -3 42 18 Parma 38 8 9 2 33 25 2 3 14 15 40 -17 42 19 Brescia 38 6 3 10 15 22 5 5 9 22 32 -17 41 20 Atalanta 38 7 6 6 21 17 1 5 13 13 28 -11 35 Villareal í Meistaradeildina Villareal leikur í Meistaradeild- inni í knattspymu í fyrsta sinn á næstu leiktíð en Villareal vann Le- vante 4-1 og þar með féll Levante í 2. deild á Spáni ásamt Albacete og Numancia. Diego Forlan, sem hefur verið iðinn við að skora fyrir Villare- al eftir að hann kom frá Manchester LOKASTAÐAN Á SPÁNI United, skoraði tvö mörk í leiknum. Þar með varð Forlan markakóngur á Spáni með 25 mörk og hafði vinning- inn gegn Samuel Eto’o, leikmanni m eistara Barcelona. Real Betis komst einnig í Meistaradeildina eftir 1-1 jafntefli við Real Mallorca sem þar með rétt slapp við fall í 2. deild. Esp- anol varð í fimmta sæti eftir 2-0 sig- ur á Atletic Bilbao og náði þar með besta árangri sínum í níu ár. Espanol og Sevilla en Valencia og Deportivo La Coruna fara í Intertoto-keppnina. Auk Real Betis og Villareal fara Real Madrid og Barcleona í Meistaradeild- LID L U J T SK.M FENG.M U J T SK.M FENG.M MISM STIG 1 Barcelona 38 14 4 1 40 12 11 5 3 33 17 44 84 2 Real Madrid 38 15 1 3 43 12 10 4 5 28 20 39 80 3 Villareal 38 14 4 1 41 10 4 7 8 28 27 32 65 4 Real Betis 38 12 5 2 36 22 4 9 6 26 28 12 62 5 Espanyol 38 12 5 2 34 18 5 5 9 20 28 8 61 6 Sevilla 38 10 5 4 25 19 7 4 8 19 22 3 60 7 Valencia 38 11 5 3 31 17 3 11 5 23 22 15 58 8 D. Coruna 38 6 7 6 25 29 6 8 5 21 21 -4 51 9 Athletic Bilbao 38 11 4 4 39 24 3 5 11 20 30 5 51 10 Malaga 38 8 4 7 19 24 7 2 10 21 24 -8 51 11 Atletico Madrid 38 11 6 2 28 13 2 5 12 12 21 6 50 ' 12 RealZaragoza 13 Getafe 38 11 3 5 35 25 3 5 11 17 32 -5 50 38 11 4 4 23 12 1 7 11 15 34 -8 47 14 RealSociedad 38 9 4 6 21 24 4 4 11 26 32 -9 47 . 15 Osasuna 38 9 6 4 28 24 3 4 12 18 41 -19 46 16 Racing Santander 38 8 6 5 25 23 4 2 13 16 35 -17 44 17 Mallorca 38 6 5 8 28 31 4 4 11 14 32 -21 39 18 Levante 38 6 6 7 19 20 3 4 12 20 38 -19 37 19 Numancia 38 4 9 6 19 23 2 2 15 11 38 -31 29 20 Albacete 38 4 7 8 17 22 2 3 14 16 34 -23 28

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.