blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 29
blaðid I þriðjudagur, 31. maí 2005
Af netinu
Fjölmiðlar
Einhverra hluta vegna snúast þeir sjón-
varpsþættir sem ég nenni að fylgjast
með um þessar mundir um konur.
Ekki veit ég hvað veldur þessu en mér
dettur helst í hug að karlar séu almennt
leiðinlegri efniviður en konur og þær
karlmennskuímyndir sem ráða lögum
og lofum í sjónvarpi séu svo staðlaðar
og úr sér gengnar að á þeim finnist ekki
nýjar hliðar.
Kvennafansinn í Aðþrengdum eiginkon-
um á hug minn allan og þættirnir um
þær eru það eina sem ég passa upp á
að missa ekki af. Þær hafa þannig leyst
The Sopranos af hólmi sem skyldugláp.
Tony Soprano er nefnilega margbrotin
persóna, svolítið eins og kona, auk þess
sem konurnar í kringum hann eru æðis-
legar persónur.
Hvað um það. Þættimir um húsmæð-
urnar á barmi taugaáfalls vinda stöðugt
upp á sig og spennan magnast með
hverjum þætti. Það er einhver Agöthu
Christie stemmning sem ríkir í þáttun-
um og óljósir glæpir og grunsamlegar
persónur vekja stöðugt forvitni. Allt er
þetta svo kostulegt að ég trúi ekki öðru
en að fléttan renni út í sandinn og endi í
rugli eins og
í Twin Peaks
forðum. Ann-
ars er þetta
snilld.
http://www.
badabing.is
! 23:00-24:00
22.00 Tíufréttir 22.20 Smáþjóðaleikarnir 2005 (1:5) Samantekt frá keppni á Smáþjóðaleik- unum í Andorra. 22.35 lllt blóð (3:4) (Wire in the Blood II) Breskur spennumyndaflokkur þar sem sálfræðingurinn dr. Tony Hill reynir að ráða í persónuleika glæpamanna og upplýsa dularfull sakamál. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. Aðalhlutverk: Robson Green og Hermione Norris. 00.00 Viss í sinni sök (4:4) Nýr breskur myndaflokkur byggður á sögu eftir Anthony Trollope. Mynda- flokkurinn gerist á Viktoríutímanum og segirfrá ungum efnamanni sem giftir sig og verður síðan heltekinn af- brýðisemi. Leikstjóri er Tom Vaughan og meðal leikenda eru Oliver Dims- dale, Laura Fraser, Anna Massey, Bill Nighy, Geoffrey Palmer, Christina Cole og Geraldine James. e. 00.55 Kastljósið Endursýndur þáttur frá því fyrr um kvöldið. 15.15 Dagskrárlok.
21.15 Las Vegas 2 (20:24) 22.00 Shield (6:13) (Sérsveitin 4) 22.45 Navy NCIS (11:23) (Glæpa- deild sjóhersins) 23.30 Twenty Four 4 (19:24) Aðalhlutverkið leikur Kiefer Suther- land sem hefur sópað til sín viður- kenningum fyrir frammistöðu sína í myndaflokknum. Stranglega bönnuð börnum. 00.15 Cold Case 2 (19:24) Bönnuð börnum. 01.00 Hedwig and the Angry Inch 02.30 Fréttir og ísland í dag 03.50 ísland í bítið 05.50 Tónlistarmyndbönd frá Popp- TfVí
21.00 Innlit/útlit - lokaþáttur 22.00 Queer Eye for the Straight Guy - lokaþáttur Samkynhneigðar tískulöggur gefa einhleypum, gangkynhneigðum körl- um góð ráð um hvernig þeir megi ganga í augun á hinu kyninu. 22.45 Jay Leno 23.30 Survivor Palau - lokaþáttur (e) 00.15 Jack & Bobby (e) 01.00 Þak yfir höfuðið (e) 01.10 Cheers - 3. þáttaröð (e) 01.35 Óstöðvandi tónlist
22.30 David Letterman 23.15 World Supercross Nýjustu fréttir frá heims- meistaramótinu í Supercrossi. Hér eru vélhjólakappar á öflugum trylli- tækjum (250rsm) í aðalhlutverkum. Keppt er víðs vegar um Bandaríkin og tvisvar á keppnistímabilinu bregða vélhjólakapparnir sér til Evr- ópu. Supercross er íþróttagrein sem nýtur sívaxandi vinsælda, enda sýna menn svakaleg tilþrif.
22.00 Benny and Joon Rómantísk gamanmynd. Ung stúlka, sem er sérstök á margan hátt, fellur kylliflöt fyrir manni sem fer dálítið óhefðbundnar leiðir í lífinu. Helsta átrúnargoð hans er leikarinn Buster Keaton og maðurinn reynir að líkjast honum í einu og öllu. 00.00 Phantom of the Opera Aðalhlutverk: Julian Sands, Asia Arg- ento og Andrea Di Stefano. Leikstjóri er Dario Argento. 1998. Stranglega bönnuð börnum. 02.00 A Guy Thing (Strákastund) Bönnuð börnum. 04.00 Benny and Joon
21.45 Kenny vs. Spenny 22.10 Meiri músík
Hefurðu séð einhvern frægan?
kolbrun@vbl.is
Undanfarin ár hefur farið fram um-
fangsmikil markaðssetning á „frægu
fólki“ í fjölmiðlum landsins. Maður
kemst vart hjá því að vita af sambönd-
um þess, barneignum, skilnuðum og
nýjum samböndum. Þar sem nokkur
hreyfing er á þessum
málum bjá þessum
ákveðna hópi (rétt eins
og hjá „venjulegu" fólki)
þá þarf maður að hafa
sig allan við til að fylgj-
ast með - hafi maður á
annað borð áhuga.
Lengi vel var Séð og
heyrt eitt um að koma
tíðindum af fræga fólk-
inu til landsmanna en
svo slóst DV í hópinn og
nú síðast nýtt blað sem
mig minnir að heiti Hér
og nú. Síðastnefnda blaðið hvetur
lesendur sína til að smella mynd af
frægu fólki rekist þeir einhvers stað-
ar á það. í staðinn geta menn fengið
verðlaun, til dæmis stafræna mynda-
vél sem ætti að auðvelda viðkomandi
að halda áffam iðjunni og mynda
fræga fólkið hvar sem hann rekst á
það. Myndatökur gætu því reynst
ágætisbúbót þeim sem virkilega legg-
ur sig fram, og hver veit hvað hann
kann að finna. Kannski drukkinn
ffamámann á bar. Eða einstakling í
hjónabandi sem hefur heillast af ann-
arri manneskju en maka sínum og
sést með henni á kaffihúsi, greinilega
í innilegu samtali.
Það er merkilegt að blöðum, sem
sérhæfa sig í fféttum af fólki, virð-
ist standa nákvæmlega á sama um
manneskjur. Þau upphefja einstak-
linga einn daginn en fá síðan leið á
þeim og taka að trampa á þeim. Virð-
ing fyrir manneskjunni og tilfinning-
um hennar fyrirfinnst
ekki. Maður veltir því
fyrir sér hversu lengi
blöð geta þrifist á þann
hátt og hversu lengi al-
menningur muni hafa
áhuga á að borga fyrir
slíkar fféttir.
Slúðurblöðum til
vamar má segja að æt-
íð er til ffægt fólk sem
lítur svo á að almenn-
ingur hafi óþreytandi
áhuga á því og telur '
hluta af þegnskyldu
sinni að upplýsa pöpulinn um nýj-
asta ástmaim/ástkonu sína. í sjálfu
sér er ekkert við því að segja að þetta
athyglissjúka fólk fái að breiða úr sér
á síðum blaðanna. Mér hugnast hins
vegar ekki þegar þetta sama fólk
lætur mynda ung börn sín í bak og
fyrir, rétt eins og ffægðin eigi eftir
að ganga í erfðir eins og hjá kónga-
fólkinu í útlöndum. Það er eitthvað
skelfilega örvæntingarfullt við fólk
sem getur ekki lifað öðruvisi en í
sviðsljósi slúðurblaða og dregur börn
sín þangað líka.
Fylgistu með Strákunum á Stöð 2?
„Nei, aldrei."
„Nei, það geri ég ekki.“
Svanur Bjarnason, 30 ára
„Nei, ég hef samt horft á þá
tvisvar."
Fjóla Jensdóttir, 27 ára
„Já, svona annað slagið. Ég
hef voða gaman af þeim.“
Grétar Karl Lárusson, 18
ára
„Nei, ég er aldrei við sjón-
varpið á þessum tíma.“
Elfn Ýr Ólafsdóttir, 16 ára
„Já, mér finnst þeir frábærir."
Fear Factor
ræðst inn á heimiiin
Fréttir herma að raunveruleika-
þátturinn Fear Factor, sem sýndur
er á Stöð 2, æth að herja inn á heim-
ih landsmanna í Bandaríkjunum.
Venj ulega hafa þættimir verið tekn-
ir upp í nágrenni Los Angeles en nú
hafa forsvarsmenn þáttanna ákveð-
ið að láta fólk éta pöddur, innyfli og
annan viðbjóð og leysa ótrúlegustu
þrautir heima hjá sér. Þetta verð-
ur sjötta sería þáttanna, sem hafa
notið ótrúlegra vinsælda, bæði hér
heima og í Bandaríkjunum, en þátt-
takendur keppa um 50 þúsund doll-
ara. Fear Factor er á dagskrá Stöðv-
ar 2 klukkan 20.30 í kvöld.
Janice
yfirgefur
Tyru Banks
Janice Dickinson,
sem að eigin sögn
er fyrsta ofurmódel
heimsins, er búin að
fá nóg af því að leita
að næstu súpermód-
elum Bandaríkjanna.
Hún er því búin að
segja skilið við Tyru Banks og aðra
samstarfsmenn sína í þáttunum Am-
ericas Next Top Model, sem hafa
verið sýndir á Skjá einum. Á meðan
hún sat í dómarasætinu í þáttunum
var henni líkt við Simon Cowell í Am-
erican Idol, þar sem hún var ekkert
hrædd við að rakka keppendur niður.
Það er þó enginn venju-
legur dómari sem sest í
sætið hennar því sögur
herma að sjálf Twiggy,
sem var fyrsta ungmódel-
ið á sjöunda áratugnum,
taki hennar stað. Hún
hefur verið á forsíðum
allra helsu tískublaða
heims eins og Bazaar, Se-
venteen
ogVogue,
og hefur
gífurlega
reynslu af bransan-
um. Það verður án
efa forvitnilegt að
fylgjast með hvort
hún geti verið jafn-
vægðarlaus og forveri
hennar.
Justin Timberlake í
Will and Grace
Söngvarinn og hjartaknúsarinn Just-
in Timberlake ætlar að taka að sér
leikarahlutverkið á næstunni en
hann ætlar sem gestaleikari að leika
kærasta Jacks í Will og Grace þáttun-
um. Samkvæmt US
Weekly mun Justin
leika í þremur þátt-
um í 8. þáttaröðinni
sem fer í loftið í
haust. Talsmaður
þáttanna segir að
áhorfendur megi
auk þess búast við
fleiri frægum gesta-
leikurum.