blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 22
þriðjudagur, 31. maí 2005 I blaðið Sævar Þór með slitið krossband Sævar Þór Gíslason, leikmaður Fylkis, varð fyrir því óláni að slíta krossbönd á hné í leik Fylkis og Vals á fimmtudaginn. Sævar varð fyrir því óláni að meiðast í fyrsta leikn- um í Landsbankadeildinni gegn KR og þurfti þá að fara af leikvelli eftir frægt samstuð við Kristján Finnboga- son. Eru þetta ekki slitin krossbönd á hægra hné? Verðurðu ekki frá í 6- 8 mánuði? „Jú, það eru 6-8 mánuðir, jafnvel nokkrir dagar til eða frá.“ Hvenær gerðist þetta? „Mér skilst að það hafi verið á 14. eða 16. mínútu í Valsleiknum á fimmtudaginn.11 Fannstu eitthvað til í hnénu áð- ur? „Nei, ekki neitt. Atli Sveinn Þórar- insson rennir sér og ég reyni að lenda ekki á honum, teygi mig aðeins of langt, lendi illa og fæ yfirfettu á hnéð, eins og þetta er kallað." Þetta eru að sjálfsögðu gífurleg vonbrigði fyrir þig. „Já, þetta er hrikalegt. Mér hefur sjálfum fundist ég vera í einu besta formi sem ég náð í langan tíma og ég hlakkaði mikið til sumarsins.“ Stefnan er að sjálfsögðu að koma aftur til baka sem fyrst. „Já, já, það þýðir ekkert að leggjast í volæði heldur bara taka á þessu og æfa.“ Hefur þú lent í svona meiðslum áður? „Nei, ekki svona stórum meiðsl- um. Þú ferð væntanlega í aðgerðr fljót- lega. „Eg fer í myndatöku á miðvikudag- inn og svo í framhaldi af því væntan- lega í aðgerð. Læknirinn talaði um að gera það sem fyrst.“ Hefur þú eitthvað rætt við Hauk Inga Guðnason eða Ólaf Stígsson um meiðslin? Eiga þeir ekki við sömu meiðsl að stríða? „Þeir eru í alveg sömu meiðslum þannig að ég get leitað til mjög góðra Leikaraskapurinn er of mikill - segir Lárus Orri Sigurðsson, fyrrum atvinnuknattspyrnumaður Fyrrum atvinnuknattspyrnumað- urinn Lárus Orri Sigurðsson, sem leikur nú með Þór á Akureyri í 1. deildinni, sagði í þættinum „Mín skoðun" á XFM 91,9 í gær að stór munur væri á íslandi og Englandi hvað varðar háttvísi leikmanna inni á vellinum. „Maður þarf nú ekki ann- að en að horfa á leikinn KR-FH til að sjá þetta,“ sagði Lárus Orri. „Það var ekki komið við menn og þeir liggja eft- ir og láta eins og þeir séu hálffótbrotn- ir. Eftir að hafa verið í Englandi, þar sem helst þarf að slátra mönnum til að þeir detti niður, þá er pínu erfitt að horfa upp á þetta," sagði Lárus Orri í viðtalinu. Þá hvatti Lárus Orri í viðtalinu þjálfara til að taka á þessu máli. Ekki vera að hvetja menn til að liggja meiddir ef þeir eru það ekki heldur leika af háttvísi. Gylfi Orra ekki sammála Gylfi Þór Orr ason knattspyrnudóm- ari sagðist í þættinum „Mín skoðun" í gær ekki geta í sjálfu sér verið sam- mála Lárusi Orra um að leikmenn liggi of mikið að óþörfu en að stund- um geri menn kannski aðeins of mik- ið úr brotunum. „Ég er ekki sammála rnanna." Ætlið þið ekkert að stofna sauma- klúbb saman? „Hrafnkell Helgi Helgason hringdi í mig í gær og bauð mig velkominn í krossbandaklúbbinn. Það eru held ég sex eða sjö sem eru búnir að slíta krossbönd í Fylki. Krossbandaklúbb- urinn er til í Fylki og þar er hinn und- urfagri Ólafur Stígsson aðalkjafta- kerlingin!" Þið Kristján Finnbogason lentuð í samstuði í 1. umferðinni: Teng- ist þetta því nokkuð? „Nei, nei, ekkert. Það var orðið gott svona nánast.“ Berðu einhvern kala til hans? „N ei, engan. Þetta gerist í hita leiks- ins. Það hefði verið skemmtilegra hefði hann viðurkennt það.“ Þá út í aðra sálma. Hvaða lið höfðu áhuga á þér síðastliðið haust? „Það voru nokkur lið - Valur, Fram, Grindavík og FH, heyrði ég eitthvað aðeins um.“ Varstu í viðræðum við þá í FH? „Égheyrði bara í einhveijum stjóm- armönnum. Það fór nú aldrei svo langt að vera viðræður." Hafðir þú engan áhuga á að fara til þeirra? „Jú, það var allt opið. Það sem skipti samt einna mestu máli var að Þorlákur Ámason, þjálfari Fylkis, vildi halda mér. Hann talaði við mig og ég ákvað að vera áfram og tel mig hafa valið rétt.“ Voru einhver lið í 1. og 2. deild sem sýndu þér áhuga? „Jú, það var eitt lið í 1. deild, Víking- ur í Ölafsvík, og svo heimabær minn, Selfoss.“ Þeir voru að bjóða þér að vera framkvæmdastjóri, var það ekki? „Jú, þeir vom eitthvað að tala um það en það hefði náttúrlega aldrei komið til greina.“ Kemur til greina að spila með Sel- fossi aftur í framtíðinni? „Eflaust en a.m.k. ekki á næstunni. Það er ekki á döfinni að fara að spila hvort sem er. Ég gerði tveggja ára samning við Fylki og hef fullan áhuga á að klára hann fyrst svona fór.“ Fylgistu með 2. deildinni þar sem þín gömlu félög, Selfoss og IR, eru að spila? „Já, já. Ég fór á leik Selfoss og því að leikmenn séu að leika brotin sem slík en kannski em menn af og til að ýkja brotin sem þeir verða fyr- ir,“ sagði Gylfi Þór. „Ég held að við höfum ekki þurft að líða fyrir það í íslenska boltaniun að leikaraskapur sé of mikill, sem betur fer. Mentaht- etið í Englandi, og þá sérstaklega í lægri deildum, er þannig að menn standa upp meðan báðir fætur em jafnlangir," sagði Gylfi Þór Orrason knattspymudómari. Þjálfari Keflavíkur er sammála Lárusi Orra Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var inntur eftir orðum Lámsar Orra í áðumefndum útvarps- þætti á XFM. Hann sagði eftirfarandi um það mál: „Það vill stundum koma fyrir, já. Það er alveg rétt hjá hon- um og vissulega skemmir það fyrir leikmönnum og öðmm. Menn verða að bera virðingu hver fyrir öðrum í þessu og það er ekki nógu mikið gert að því,“ sagði Kristján Guðmunds- son, þjálfari Keflavíkurliðsins í knatt- spymu. Hugins á laugardaginn svo ég fylgist með.“ Hafa erlend lið sýnt þér áhuga einhvem tímann á ferlinum svo þú vitir til? „Já, ég fór til reynslu hjá Ham-Kam í Noregi, sem er nú í úrvalsdeildinni en þá vom þeir í 1. deildinni. Það var of hár verðmiði á mér fyrir þá. Ég hef svo bara heyrt af því að það sé eitt- hvert lið í Noregi en ekkert sem er í úrvalsdeildinni." Hvemig finnst þér fótboltinn hér- heima hafa þróast undanfarin ár? Finnst þér hann vera betri eða verri en þegar að þú byijaðir að spila í úrvalsdeildinni? „Hann hefur batnað, finnst mér. Hraðinn erorðinn meiri og harkan líka. Ég skil ekki þetta hjá KSÍ að vemda leikmann fyrir grófum og hættulegum tæklingum og svo gerist ekkert. Við höfum horft upp á það með Ingva Rafn Guðmundsson og einnig í öðmm leikjum. Mér finnst ekki vera tekið á þessu eins og þeir ætluðu sér.“ Finnst þér dómgæslan hafa versn- að undanfarin ár? „No comment. Ég ætla ekkert að tjá mig um dómarana, þeir verða að eiga það við sjálfa sig. Þeir era mennskir eins og við og gera mistök en ég ætla ekki að fara að gagnrýna þá.“ Viltu fjölga liðum í deildinni? „Já, lengja tímabilið." Spila þá á grasi eða fara inn í hall- imar? „Spila á grasi, rejma að spila áfram. Það er hægt að spila fram í október miðað við tíðarfarið undanfarin ár og ég held að vellimir þoli það alveg þótt það sé orðið kalt.“ Hver er frægasti leikmaðurinn sem þú hefur mætt í leik? ,J>að er væntanlega Kaká í AC Mil- an, þegar að við fóram út til Brasilíu og spiluðum við Brasilíu." Fallegasta mark sem þú hefur skorað í leik? „Það var 1990 og eitthvað, Selfoss- Ægir, ég klippti hann í nærvinkilinn. Halldór Bjömsson vinur minn, mark- maður Ægis á þeim tíma, man vel eft- ir þessu og gleymir því seint. Markið á móti KR í fyrra og svo mark sem ég skoraði á undirbúningstímabilinu úti á Spáni, með hjólhestarspymu á móti Valencia B. Þetta eru svona eftir- minnilegustu mörkin." Hvernig finnst þér landsliðsmál- Miami vann óvænt Shaquille O'Neal og félagar í Miami Heat unnu óvæntan úti- sigur á Detroit Pistons í úrslit- um Austurdeildar NBA-körfu- boltans. Staðan í hálfleik var 51-53 fyrir Miami og þriðja leik- hlutann unnu þeir með tveimur stigum. Þegar liðin gengu svo til flórða leikhluta var munurinn því íjögur stig og Heat höfðu níu stiga sigur, 104-113. Það verð- ur að teljast frábær sigur því Detroit, sem er þekkt fyrir sína frábæm vörn, fann sig aldrei í leiknum hvað varðar hinn firna- sterka vamarleik. Að fá á sig 113 stig á heimavelli er miður gott og þeir réðu lítt við Dwayne Wade í leiknum sem skoraði 36 stig og átti sjö stoðsendingar. Þess verður að geta að ekkert af skotum Wades kom fyrir utan þriggja stiga línuna. Shaquille O'Neal var með 24 stig, sex frá- köst og fimm stoðsendingar og Eddie Jones var með 19 stig. Hjá Detroit átti Richard Hamilton mjög góðan leik með 33 stig og fimm stoðsendingar. Tayshaun Prince var með 18 stig, sem og Chauncey Billups. Miami Heat leiðir því 2-1 í einvígi liðanna og eftir að hafa tapað einum leik á heimavelh er Miami búið að snúa taflinu sér í vil. in Ertu sáttur eða ósáttur? „Ætli þetta sé ekki það sterkasta sem við höfum. Ég hefði reyndar vilj- að fá að sjá Ólaf Inga Skúlason og Helga Val Daníelsson, sem ég tel að sé einn af bestu bakvörðum landsins. Ég hefði viljað sjá þá inni. Mér finnst Helgi Valur eiga alveg fyllilega skilið að fá tækifæri þar sem hann hefur spilað vel í bakverðinum. Hann er fljótur, teknískur, kemur boltanum vel upp og er sókndjarfur, þannig að ég held að hann eigi heima þama frek- ar en nokkrir aðrir og það verður bara tíminn að leiða í ljós.“ ■ Hamrarnir í úrvalsdeild Hið fomfræga félag, West Ham United, komst í gær í ensku úrvals- deildina í knattspyrnu á næstu leiktíð. West Ham mætti þá Prest- on North End á Þúsaldarvellin- um í Cardiff í Wales í hreinum úrslitaleik um hvort hðið færi í úrvalsdeildina. The Hammers, eða Hamramir, eins og West Ham era kallaðir, voru töluvert betri aðilinn í leiknum og það var sanngjamt þegar Bobby Zamora skoraði á 57. mínútu, 1-0, og það urðu lokatölur í leiknum. West Ham varð fyrir áfalh nokkru síðar þegar mark- vörður liðsins, Jimmy Walker, fór meiddur af leikvelli og talið er að hann hafi slitið krossband í hné. Fyrir tveimur ámm féll West Ham úr úrvalsdeildinni í Englandi og á síðasta ári tap- aði liðið í úrslitaleik um laust sæti í úrvalsdeildinni fyrir Crys- tal Palace sem féll aftur um deild nú á vormánuðum. Það verða því West Ham, Sunderland og Wigan sem leika í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Kassaklifur - GP5 ratleikir - Bdtasiglingar - Vatnaleikir - FrumbyggjastöVf - ÚLFLJÓTSVATNI Upplýsingar og skráning á netinu: www.ulfljotsvatn.is 7-8 ára Einstök krakkanámskeið Útilíf og aevintýri! 9-12 ára Almenn námskeið Vinir, fjör og hópef li! INNRITUN ER HAFIN - Opið virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.