blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 6
6 e Ekki áfellisdómur Segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ „Niðurstaða þessarar könnunar kem- ur mér alls ekki í opna skjöldusegir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðu- sambands íslands, um niðurstöðu könnunar Guðjónu B. Sigurðardótt- ur. Þar kemur m.a. fram að stór hóp- ur starfandi íslendinga veit ekki í hvaða stéttarfélagi það er né í hvaða lífeyrissjóð það er greiðir. „Ég verð þó að viðurkenna að þetta er verra en ég átti von á,“ segir Grét- ar ennfremur. „Ég heyrði af þessum niðurstöðum á dögunum og þótt úr- tak könnunarinnar sé mjög lítið þá er þetta að vissu leyti í samræmi við það sem ég hef haft á tilfinningunni lengi. Það eru ansi margir sem eru mjög lítið meðvitaðir um réttindi sín, ekki bara gagnvart verkalýðshreyf- ingunni heldur almennt." Vitneskja um lífeyrismál að aukast Grétar segir niðurstöðuna þó ekki áfellis- dóm á störf verkalýðshreyftngarinnar. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðherra: Veitti 12 gæðastyrki Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, veitti í gærheilbrigðisstarfsmönnum 12 gæðastyrki. Bárust 49 umsókn- ir, hvaðanæva af landinu, þar sem m.a. var sótt um styrki til stefnumótunar, skráningar og kóðunar, gerð fræðslubæklinga, sýkingavarna og gæðaeftirlits, forvarna, skólaheilsugæslu og rafrænna samskipta við skjól- stæðinga. 26 umsóknir um gæða- styrki þárust frá starfsmönnum Landspítala og sagði ráðherra að það sýndi áhuga starfsmanna spítalans á því að gera þjónust- una betri og markvissari. Áhugaverðasta áhugaleiksýning ársins í Þjóðleikhúsinu Stúdentaleikhúsið sýnir í kvöld í Þjóðleikhúsinu spunaverkið „Þú veist hvernig þetta er“ en leikritið hefur fengið viðurkenn- ingu sem áhugaverðasta áhuga- leiksýning leikársins 2004-2005. Sýningar verða kl. 20 og 22.30 en uppselt er á fyrri sýninguna. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfs- son. „Það er til dæmis alveg borðleggj- andi, að mínu mati, að vitund fólks um lífeyrisréttindi sín er meiri nú en hún var fyrir t.d. 15 árum. Mér finnst lífeyrissjóðirnir hafa náð árangri í að kynna sig að undanfórnu. Almennt má segja að ég lít á þessa niðurstöðu sem viðvörun um að við þurfum að gera betur, en þetta er til dæmis eng- in falleinkunn á störf verkalýðshreyf- ingarinnar," sagði Grétar að lokum. Björk sækir í næðið í New York Tíðindamaður dagblaðsins New York Daily News sótti sömu veislu og Björk Guðmundsdóttir um daginn og ræddi aðeins við hana um hvernig væri fyr- ir frægan íslending að búa í hinni ið- andi kös stórborgarinnar. Björk svar- aði því til að það væri sér síður en svo til vandræða. „íslenska ríkisstjórnin bauðst til að gefa mér litla eyju, en ég sagði nei,“ sagði Björk. „Ég hefði þá þurft að þola túristabáta hring- sólandi i kringum mig dag og nótt. Þá er betra að búa í New York borg þar sem maður týnist í mannhafinu. Þannig fæ ég mest næði.“ Björk lét þessi orð falla í góðgerð- arveislu á vegum Listamannasam- bands East Village í New York, en Matthew Barney, eiginmaður henn- ar, var þar gestgjafi ásamt tónskáld- inu Philip Glass og söngkonunni Debbie Harry. Veislan var haldin til heiðurs listamönnunum Miguel Alg- arin, Jonas Mekas, Tuli Kupferberg og Ellen Stewar, en ágóðinn rann til margvíslegra stuðningsverkefna við hinar fógru listir í þessu gróna lista- þorpi, New York. Afkoma undir væntingum Hagar, en undir það flokkast meðal annars rekstur Bónuss, Hagkaupa, 10-11, Útilífs, Zöru, Topshop, Deben- hams og Skeljungs, skilaði 1,3 milljörð- um króna í hagn- að á síðasta ári. Rekstartekj- ur félagsins námu 46.377 milljónum króna en rekstr- argjöld 44.829 milljón- um króna. Þessi af- komaerund- ir væntingum stjórnenda félags- ins. Helstu ástæður liggja í lakari afkomu á olíumarkaði og verri af- komu hjá félögum Haga í Skandinav- íu, en afkoma þar var undir áætlun. Stjórnendur Haga telja þó að mörg fyrirtæki félagsins eigi mikið inni og enn séu tækifæri til vaxtar. Þeir benda á að kaupin á Skeljungi sé umbreytingarverkefni með það að markmiði að lækka rekstr- arkostnað og nú þegar hafi verið hagrætt þar meira en áður hafi þekkst hjá ís- 1 e n s k u olíufélagi. Grimm sam- keppni sé á matvörumark- aði, ekki síst hjálágvöruverðs- verslunum eins og Bónus, og hart barist um hvern viðskiptavin. þriðjudagur, 31. maí 2005 I blaðið Eldra fólk gegn umferðarauglýsingum í ljósi úrskurðar Samkeppnisstofn- unar um bann við birtingu auglýs- inganna „Umferðin snýst um líf“ er athyglisvert að samkvæmt nýrri Gallup-könnun telja tæp 63% íslend- inga auglýsingarnar ganga hæfilega langt. Aðspurðir hvort svarendur teldu boðskap auglýsinganna kom- ast vel eða illa til skila sögðu tæp 77% að hann kæmist vel til skila, 4,8% sögðu hvorki né en 18,6% sögðu boðskapinn ekki skýran. 2,4% töldu ekki nægjanlega langt gengið. Þá gaf rúmur helmingur aðspurðra auglýs- ingunum ágætiseinkunn en aðeins tæpur fimmtungur falleinkunn. Var það áberandi að þvf eldri sem viðmæl- endur voru, því mótfallnari voru þeir auglýsingunum. Samningur undirritaður: íslandsbanka- Reykjavíkurmaraþon íslandsbanki skorar á alla að taka þátt í Íslandsbanka-Reykjavíkur- maraþoni en þetta er nýtt nafn Reykjavíkurmaraþonsins sem fer fram laugardaginn 20. ágúst í 22. skipti. Reykjavíkurmaraþon og íslandsbanki skrifuðu í gær und- ir samstarfssamning til þriggja ára þess efnis að bankinn verði aðalstyrktaraðili íslandsbanka- Reykjavíkurmaraþons. Markmið samningsins er að efla áhuga al- mennings á hlaupinu og styðja að aukinni hreyfingu og hreysti. Aðrir Samningurinn handsalaður á blaða- mannafundi í gær. helstu styrktaraðilar eru Icelanda- ir, Vífilfell og Reykjavíkurborg. ■ Eldsvoði í Reykjavík í gær kviknaði í út frá eldavél í húsi við Mánagötu í Reykjavík. Kona og barn sem voru í húsinu komust út heilu og höldnu áður en slökkviliðið mætti á staðinn. Töluverðar skemmd- ir urðu á eldhúsinu og íbúðin er illa farin vegna reyks. Slökkvistarf gekk hratt og örugglega. Heilsugæslu- samningur í borginni Velferðarsvið Reykjavíkurborg- ar og Heilsugæslan í Reykjavík hafa undirritað samning um læknisþjónustu á hjúkrunar- heimilinu Droplaugarstöðum og hjúkrunar- og vistheimil- inu Seljahlíð. Læknar Heilsu- gæslunnar í Reykjavík munu á samningstímanum annast læknisþjónustu við Droplaug- arstaði og Seljahlíð alla virka daga, um helgar og helgidaga, ásamt því að sinna útköllum. A Droplaugarstöðum búa 68 íbú- ar á hjúkrunardeild. í Seljahlíð búa 28 íbúar á hjúkrunardeild og sjö íbúar í dvalarrými.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.