blaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 8
8 erlent 1 mánudagur, 27. júní 2005 I blaðið Óháðri rannsókn á Guantanamo neitað Ungur maður mótmælir fyrir utan Hvíta húsið í Washington. Sífellt fleiri krefjast þess að fangabúðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu verði lokað. Hvíta húsið í Bandaríkjunum hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að fangabúðir þeirra við Guantanamo- flóa á Kúbu muni ekki sæta rann- sókn óháðra aðila. Þess hefur verið krafist af mannréttindasamtökum og ijölmörgum aðilum sem gagnrýnt hafa meðferð Bandaríkjamanna á þeim sem eru í haldi í Guantanamo. Scott McClellan, talsmaður Hvíta hússins, sagði að innra eftirlit með Guantanamo væri fullnægjandi og ekki væri nauðsyn á að óháðir aðilar rannsökuðu meðferð á fóngum þar. Sagöi hann það ekki vera hagsmuna- árekstra að Varnarmálaráðuneytið sæi sjálft um að rannsaka þau mál sem koma upp í fangelsinu. McClell- an sagði að Pentagon væri þessa stundina að rannsaka tíu ólík tilfelli þar sem fangaverðir eru sakaðir um pyntingar og misbeitingu á valdi sínu gagnvart fóngum. í Guantanamo eru um 540 fangar, en aðeins ið ákærður fyrir glæpi og yfir fæst- um þeirra hefur verið réttað. ■ 14 ára stúlka lést í hákarlaárás Sjálfsmorðs- árásir í Mósúl ra í r á 14 ára stúlka lét lífið þegar hákarl réðst á hana úti fyrir strönd á Flórída um helgina. Stúlkan var að synda á bretti í sjónum ásamt vinkonu sinni, tæpa 200 metra frá ströndinni, þeg- ar hákarlinn réðst á hana og náði að bíta af henni fótinn. Með hjálp annarra strandgesta komust vinkon- urnar í land, en stúlkan lést af sárum sínum þegar komið var á sjúkrahús. Vinkonan slapp ómeidd. Ekki er vit- að með vissu af hvaða tegund hákarl- inn er en það mun að öllum líkindum skýrast við krufningu. Að sögn sjónar- votta var hann þó í stærra lagi og var afar grimmur. Strandsvæðinu miðjan dag í gær. Flórída er með- al þeirra staða í heiminum þar sem flestar hákarlaárásir eiga sér stað. Árið 2003 urðu 30 manns fyrir há- karlaárás og í fyrra voru þær 12, sam- kvæmt Náttúrufræðistofnun Flórída- fylkis. Þó er sjaldgæft að fólk láti lífið í slíkum árásum og hafa hákarlar yf- irleitt lítinn áhuga á fólki. Algengast er að þeir taki fólk í misgripum fyrir stóra fiska. ■ r fer vaxandi karlmanna Irakskir menn við rústir eftir að árás var gerð á sjúkrahús í Mósúl um helgina. Að minnsta kosti 35 létu lífið í þrem- ur sjálfsmorðsárásum í borginni Mó- súl og í grennd við hana, í írak í gær. Þar af létust 15 í árás á lögreglustöð í miðbæ Mósúl. Hinar tvær árásirnar voru gerðar á sjúkrahús og rétt utan við herstöð í borginni. Donald Rums- feld, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, staðfesti við fjölmiðla um helgina að bandarísk yfirvöld hafi átt í viðræðum við uppreisnarmenn í írak, í von um að lægja þá skálmöld sem ríkt hefur þar í landi. bjornbragi@vbl.is Ófrjósemi fer í auknum mæli að verða vandamál meðal karlmanna, frekar en kvenna, samkvæmt niður- stöðum rannsókna sem nýlega voru gerðar í Danmörku. Af ófrjósemistil- fellum hingað til hafa um 40% tilfella verið rakin til karlmanna og 40% til kvenna, en 20% til sameiginlegra vandamála. Nokkrir samverkandi þættir, m.a. minnkandi gæði sæðis karlmanna sökum eiturefna í um- hverfinu, hafa hins vegar valdið því að sífellt fleiri tilfelli ófrjósemi eru nú rakin til karlmanna. Inn í þetta spilar að karlmenn reyna í auknum mæli að eignast börn síðar á ævinni en áður. Notkun á lyfjum og læknismeðferðum vegna ófrjósemi karlmanna fer sífellt vaxandi. Niðurstöður rannsóknanna komu frá 24 löndum Evrópu. SUMARIÐ ER TIMINN Einn heimur Einn draumur Slagorð Ólympíuleikanna árið 2008, sem fram fara í Peking í Kína, var tilkynnt í gær og verður: „Einn heim- ur - einn draumur”, en yfir 200.000 hugmyndir bárust í samkeppni sem kínversk stjórnvöld stóðu fyrir. Mikið sjónarspil var í kringum opin- berunina, sem minnti einna helst á opnunarhátið leikanna þar sem tón- list, dans og flugeldar skörtuðu sínu fegursta. ■ •M ÞAKMALUN S: 697 3592/844 1011 Vélbyssa Guðs lýkur störfum -landsins mesta úrval J Tjaldalandi við G/æs SimejrCi bjornbragi@vbl.is Bandaríski predikíuinn Billy Gra- ham lauk síðustu krossferð sinni í New York í gær og endaði þar með farsælan feril sinn, en Graham hefur síðustu áratugi predikað fyrir hundr- uð milljónir manna í yfir 180 löndum. Graham hefur löngum verið kallaður „Predikari Bandaríkjanna" en gaf sjálfum sér á sínum tíma viðurnefnið „vélbyssa Guðs“. Graham predikaði fyrir tugþúsundir á laugardags- og sunnudagskvöld og var fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, á meðal áhorfenda. Clinton lét hafa eftir sér að Graham væri „maður sem hann elskaði". Predikarinn ástsæli hefur sjálfur ekki gefið það út opinber- lega að hann ætli að hætta, en Frankl- in, sonur hans, sem er með honum í fór hefur sagt fólki að þetta sé hans síðasta fór. Auk þess er hinn 86 ára gamli Graham orðinn afar þrotinn að kröftum, þjáður af parkinson og krabbameini, og hefur átt erfitt með að flytja ávörp sín síðustu ár. SimejrCoho 2ja manna Einfalt og skemmtilegt göngutjald. \ ÍK. Þyngd 2,6 kg Verð 12.990*, Lítil stúlka lést í þurrkara Þriggja ára stúlka fannst látin í þurrkara á heimili sínu í Bretlandi um helgina, en hún mun hafa dáið af köfnun. Talið er víst að um slys hafi verið að ræða en afi stúlkunnar sagði að dyrnar á þurrkaranum hefðu lok- ast eftir að stúlkan skreið inn í hann. „Þetta var hörmulegt slys og fjölskyld- an er í losti," lét afinn hafa eftir sér. Málið er í rannsókn lögreglu og telst ekki enn upplýst. ■ UTILIF | 9' k % r Y ' / ** SMÁRALIND SlMI 545 1550 O GLÆSIBÆ SlMI 545 1500 O KRINGLUNNI SlMI 545 1580 Billy Graham. Karlfyrirsæta sýnir vor- og sumarhönn- un Vivienne Westwood í herrafatnaði í Mílanó á Ítalíu í gær.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.