blaðið - 27.06.2005, Page 10

blaðið - 27.06.2005, Page 10
mánudagur, 27. júní 2005 I blaðið 10 erlent Stúlku leyfður skilnaður eftir skyldubrúðkaup Ungar stúlkur á Indlandi. bjornbragi@vbl.is Indversk stúlka, sem var gert að gift- ast gegn vilja sínum þegar hún var 12 ára, hefur fengið leyfi til að skilja svo hún geti farið aftur í skóla. Chenigall Suseela, sem kemur frá Utlu þorpi í Andhra Pradesh, er ein örfárra í sinni stöðu sem unnið hafa mál sem höfðuð hafa verið með það að markmiði að losna undan hjónabandi. Öldungaráð þorpsins, sem fer með öll völd í þorp- inu, samþykkti bón hennar eftir að hún hótaði að fremja sjálfsmorð fengi hún ekki vilja sínum framgengt. Auk þess lofaði hún að ganga í samtök sem vinna að því að vemda böm frá því að vera hneppt í erfiðisvinnu og hjálpa þeim að komast aftur í skóla. Olöglegt er að gifta stúlkur undir 18 ára aldri og drengi undir 21 árs aldri á Indlandi en samt sem áður við- gengst það í afskekktum þorpum sem búa við eigin siði og jafnvel lög. Em þessi brúðkaup einkum ákveðin af foreldrum þeirra sem gert er að gift- ast. Áaetlað er að allt að 200 þúsund ungmenni séu gift gegn vilja sínum á Indlandi ár hvert. Lögreglan aðhefst lítið sem ekkert í þessum málum og er það helst að aðgerðasinnar geri það upp á eigin spýtur, en því getur fylgt mikil persónuleg hætta. Fyrr á þessu ári hjó t.a.m. ævareiður fað- ir hendumar af konu sem reyndi að koma í veg fyrir að hann gifti barn- ungar dætur sínar og eru til fjölmörg önnur hörmuleg dæmi af svipuðum meiði. ■ rumjs fr.. o íransforseti segist vilja umbætur Höfum enga nauðsyn fyrir samskipti við Bandaríkin, segir Ahmadinejad Mahmoud Ahmadinejad, forseti Irans, veifarfréttamönnum á blaðamannafundi í gær. bjornbragi@vbl.is Nýkjörinn forseti írans, Mahmoud Ahmadinejad, segist munu leita að friði og hófsemi og segir öfgasinna ekki velkomna í sína stjóm. Þetta kom fram á blaðamannafundi hans í gær, fyrstu opinberu ummælum hans síðan hann sigraði í kosningunum síðasthðinn fóstudag. Hann sagði að stjómvöld írans myndu halda áfram viðræðum við Evrópusambandið um kjarnorkumál. Hann sagði írana í fullum rétti til að framleiða kjam- orku til orkunota í jákvæðum til- gangi. Ahmadinejad sagði einnig að Irönum væri það ekki nauðsynlegt að bæta samskipti sín við Banda- ríkjamenn. Ríkisstjóm George Bush Bandaríkjaforseta hefur sakað írana um að reyna á laun að hanna kjarn- loftkœling Verð frá 49.900 án vsk. ís-húsid 566 6000 orkusprengju, en því neita stjómvöld írans staðfastlega. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði kosningamar í íran sviðsett- ar og að Ahmadinejad væri „enginn vinur lýðræðis". Hann spáði því að franska þjóðin yrði honum fljótt óvin- veitt. ■ Skáldsaga Saddams bönnuð bjornbragi@vbl.is Yfirvöld í Jórdaníu hafa bannað út- gáfu á nýjustu skáldsögu Saddams Hussein og segja það vera af pólit- ískum ástæðum. Bókin mun vera sú fjórða sem Saddam skrifar og ber heitið „Far út, þið fordæmdu" (e. Get Out, Damned One). Yfirvöld í Jórdamu eru í nánum tengslum við nýkjörna íraksstjórn og segjast ekki vilja gefa út skáldsöguna af ótta við að styggja stjórnina. Skáldsagan er sögð vera myndlíking fyrir samsæri síonísk-kristinna gagnvart aröbum og múslímum. Elsta dóttir Saddams, Raghad Hus- sein, sagði það vera einlægan vilja fóður síns að gefa út bókina, sem hann mun hafa klárað í marsmán- uði 2003. írakskur listamaður mynd- skreytti kápuna en að sögn Raghad verður hún prentuð hjá jórdönskum útgefanda. ■ Fólk gengur um Silfurströnd við indverska bæinn Cuddalore, sem varð hvað verst úti í flóðbylgjunum í Indlandshafi á jóladag í fyrra. í gær voru liðnir sex mánuðir frá náttúmhamförunum. Atvinnu- og heimilislausir íbúar svæðisins hafa átt erfitt með að byggja upp heimili sín og koma lífi sínu í samt horf eftir hamfarirnar og búa margir í tjöldum. Flóðbylgjurnar, sem em í hópi verstu náttúruhamfara sögunnar, eru taldar hafa orðið 232.000 manns að bana. íbúar svæðisins og ferðamenn söfnuðust saman á ströndinni í gær. Sendifulltrúi SÞ kannar aðstæður í Zimbabwe bjornbragi@vbl.is ■ Anna Tibaijuka kemur til Zimbabwe. Sendifulltrúi frá Sameinuðu þjóðun- um, Anna Tibaijuka, kom til Zimbab- we um helgina til að gera rannsókn- arvinnu í kjölfar þess að hundruð þúsunda hafa misst heimili sín vegna aðgerða yfirvalda þar í landi. Tibai- juka sagði við fjölmiðla að hún vildi ræða um aðferðir til að aðstoða þá íbúa landsins sem verst hafa orðið úti. „Við ætlum að líta á aðgerðirnar sem hafa átt sér stað hérna, sjá áhrif- in vegna þeirra og hvernig við getum aðstoðað þá sem orðið hafa fyrir barð- inu á þeim,“ lét Tibaijuka hafa eftir sér og sagði að verkefni hennar tæki marga daga. ■ Saddam Hussein. Hollenski krónprinsinn, Vilhjálmur Alexander, sýnir stoltur nýfædda dóttur sína sem kona hans, Maxima prinsessa, fæddi honum á Bronovo-sjúkrahúsinu í Haag í gær. Stúlkan vóg 14 merkur. Þetta er önnur dóttir þeirra Vilhjálms Alexanders og Maximu, en stúlkan Katrin Amalía fæddist í desember 2003. Foreldrarnir munu ekki hafa ákveðiö nafn á stúlkuna.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.