blaðið

Ulloq

blaðið - 27.06.2005, Qupperneq 20

blaðið - 27.06.2005, Qupperneq 20
mánudagur, 27. júní 2005 l'biaðið r±D=z:n 3'Í\Ú Konur grennast fyrir stuðning á Svokölluð átaksblogg verða sífellt al- gengari á netinu en á þeim má fylgj- ast með baráttu kvenna, og nokkurra karlmanna, við aukakílóin. Konum- ar setja inn á heimasíðuna dagbækur um matarvenjur sínar, líkamsrækt og þyngd og bjóða öðmm að gera at- hugasemdir. Þessar kon- ur hafa jafhvel kynnst hver annarri við þessa iðju og styðja því hver aðra í baráttunni, sem og fá góð ráð. Sigrún Snorra- dóttir og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir hafa fallist á að tala um reynslu sína af netinu, nánar tiltekið um reynslu sína af átaks- bloggi. Konur í sömu spor- um Þessi stuðningur á netinu virðist hafa hjálpað þeim mikið því Sigrún hefur misst um 25 kíló á tveimur ámm og Sigríður um 27 kíló, þar af 23 kíló frá áramótum. Fyrst leikur blaðamanni forvitni á að vita hvemig þetta byrj- aði allt saman. Sigrún verður fyrir svömm: Jyrir tæplega tveimur ámm auglýsti ég eftir konum sem þurftu að missa ákveðinn fjölda kílóa á www. femin.is og stakk upp á að við stofnuð- um gönguklúbb. Ég vildi hitta konur í sömu spomm sem væm tilbúnar að gera eitthvað í sínum málum.“ Kon- umar hlæja að endurminningunni og þeim umræðum sem sköpuðust á www.femin.is í kjölfarið. „Mágkona mín sá auglýsingu Sigrúnar og við netinu ákváðum bara að skella okkur, enda höfðum við engu að tapa,“ segir Sig- ríður með ákveðni í röddinni. Svindla frekar á sjálfum sér en öðrum Upphaflega notuðu konumar einung- is netið til að miðla upplýs- ingum um hvar og hvenær næsta ganga væri. Smátt og smátt þróaðist þetta þó og hver og ein var roeð sitt eigið átaksblogg á netinu. Við þá spumingu hvort þetta aðhald á netinu hafi hjálpað þeim mikið gríp- ur Sigríður orðið: „Ó, já.“ Sigrún segir þá: „Að setja þetta frá sér einhvers staðar er meira aðhald en að hafa þetta í lokaðri bók. Það er svo auðvelt að svindla á sjálfum sér en ef þetta er opinbert þá svindl- ar maður síður.“ Sigríður bætir við: JVIaður getur svo sem alveg svindlað en það fer eftir eigin heiðar- leika." Sigrún minnist þá á að henni finnist meira aðhald felast í þvi að birta hve þung hún er heldur en mat- seðlana, þótt hún geri hvort tveggja. „Því maður getur logið á matseðli en kílóin ljúga aldrei." Stuðningurinn ómetaniegur Stuðningurinn samanstendur aðal- lega af því að þær konur, sem lesa heimasíðuna, skrifa skoðanir sínar í athugasemdadálkinn, auk þess sem einhveijar spjalla saman á MSN-inu. „Auðvitað era ekki allar athugasemd- ir jákvæðar þótt andi vinsemdar svífi yfir. Éghika til dæmis ekki við að gera athugasemd ef ég sé að einhver er að borða rangt. Meirihluti athugasemda er þó jákvæður og uppbyggjandi. Það er þessi stuðningur sem skiptir svo gríðarlega miklu máli. Líka það að vita af því að það er margt fólk sem á við sama vanda að stríða," segir Sig- ríður. Sigrún tekur þó fram að flest- ar athugasemdirnar era frá þessum ákveðna hópi kvenna sem þekkist ekkert endilega utan netsins. Sumar hafa hist en aðrar ekki. Tilbúinn í árangur Hópurinn stækkaði mjög ört, enda vildu sífellt fleiri vera með. Nafn- leyndin er það sem virðist helst vera heillandi þótt sumar þeirra birti nafn, myndir og upplýsingar um aðra persónulega hagi. Jíg held persónulega að maður nái ekki árangri nema maður sé fullkom- lega tilbúinn til þess. Maður þarf að ákveða að breyta lífi sínu en þegar maður er tilbúinn þá er þessi stuðn- ingur sem við fáum á netinu nauðsyn- legur. Enda sýna rannsóknir að betri árangur næst í þyngdarstjómun ef góður stuðningur er aðgengilegur. Þetta kemur meðal annars fram í ný- legri BA-ritgerð minni, „Áhrif áfalla og erfiðleikaþátta á þyngd og þyngd- arbreytingar meðal karla og kvenna“. Það sem ég skrifaði um í þessari rit- gerð sannast að einhveiju leyti á okkur tveimur. Stuðningurinn sem við fengum og fáum stöðugt á netinu er ómetanlegur," segir Sigrún að lok- um. Átaksblogg Sigríðar má sjá á www.blog.central.is/lettara-lif Sigrún Snorradóttir og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir veita hvor annarri stuðning. u Maður getur svo sem alveg svindlað en það fer eftir eigin heiðar- leika. Leyndarmál afhjúpuð Á síðunni www.postsecret.com má sjá leyndarmál sem fólk hefur sent hvað- anæva úr heiminum. Þetta era alls kyns leyndarmál, sum era saklaus og fyndin og önnur era sorgleg og traflandi. Vefstjóri síðunnar, Frank Warren, bauð fólki að senda sér leyndarmál sín á póstkorti og hugðist hann sýna þau á listasýningu í Wash- ington. Einu skilyrðin sem hann setti var að leyndarmálið yrði að vera sannsögulegt og að viðkomandi hefði ekki sagt neinum frá leyndarmálinu. Frank segir að upphaflega hugmynd- in hafi komið þegar hann hafi vantað stað til að losa um persónulegt leynd- armál sem hann haföi borið með sér í 30 ár og hann vildi ekki þurfa að bera þessa byrði einn. Frank segist álíta að allir eigi leyndarmál. „Kannski höf- um við gleymt þeim eða við kjósum að muna þau ekki en þau era þama einhvers staðar. Ég held að fólk sem er nógu hugrakkt til að senda leynd- armál finni einhveija ró í að tjá sig á póstkort og setja það síðan í póst. Fólk sem heimsækir síðuna til að skoða annarra manna leyndarmál getur óvænt fundið sín eigin leyndar- mál, sem þau vissu jafnvel ekki af.“ Frank segist átta sig á því að einhver leyndarmálin gætu verið uppspuni en hann kjósi að trúa þvi að flest leyndarmálin séu sönn og að hann biðji til Guðs að mjögfá af þeim leynd- armálum sem hann fær send séu r\t Ég veit ekki hvað ég vil en ég vil ekki þetta. uppspuni. Frank hefur fengið nálægt 2.000 póstkortum og hann bætir inn nýjum leyndarmálum á síðuna hvem sunnudag. Einnig vonast hann til að geta gefið út bók með leyndarmálun- um árið 2006. Ég elska að pissa þegar ég er að synda. Verslun á netinu Það verður sífellt algengara að versla á netinu og oft má finna merkilega hluti sem og ómerkilega. Blaðið fann hér nok- krar áhugaverðar vörur og áhugasamir geta fjárfest í þeim á www. ebay.com íslendingar hafa andað að sér þessu ferska fjallalofti með góðum árangri í meira en 1.000 ár. Þetta er lykillinn að íslenskri fegurð og unglegu útliti. íslenska loftið er selt í 240 millflítra dósum og era því 79 skammtar í dós. Tekið er fram að í því era engar hitaeiningar, prótín eða kolvetni. íslenskt loft kostar 24,84 dali. Tappahálsmen með brúnni leðurkeðju. Það era hnútar á keðjunni svo hægt er að lengja hana og stytta. Hálsmenið kostar 8,95 dali. Smóking-stuttermabolur sem hentar við öll tækifæri og er einstaklega smekklegur. Hann hentar bæði konum og körlum. Hann er fáanlegir í flestum litum og stærðum. Bolurinn kostar 18,13 dali. Til sölu er póstfangið jaylenochin@ hotmail.com. Samkvæmt seljanda er sífellt verið að tala um höku Jays Leno í sjónvarpinu og því sé sprenghlægilegt að eiga þetta póstfang enda mun það eflaust kæta alla sem senda tölvupóst. Ætli Jay Leno viti af þessu? Póstfangið er til sölu á 2,73 dali. Blaðið / Steinar Hugi

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.