blaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 21

blaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 21
blaðid I mánudagur, 27. júní 2005 Þjóðartilþrif Ungmennafélag ís- lands, í samvinnu við Pokasjóð, er þessa dag- ana að fara af stað með umhverfisátak sem miðar að því að auka umhverfisskynjun ís- lendinga og hvetja þá til að taka til hendinni. „Við ætlum að virkja íslendinga til að vera aðeins meðvitaðri um umhverfi sitt. Ekki henda rusli hvar sem er og vera með poka í bflnum. Við erum þessa dagana að senda stóra ruslapoka til allra landsmanna. Þetta eru merktir pokar með slag- orðunum: „Tökum hönd- um saman“, „Þjóðartil- þrif', „Þjóðin þrífur til“ og „Látum greipar sópa um umhverfið“,“ segir Ásdís Sigurðardóttir verkefnisstjóri. Pokunum fylgja leiðbeiningar um notkun en landsmenn eru hvattir til að gefa umhverfinu meiri gaum og að losa sig við rusl á rétta staði. Bara einn heimur Ásdís segir að umbúðir séu sífellt að stækka og að þær auki þessa tilfinningu fólks fyrir auknu rusli. „Það hafa verið umhverfisverkefni hjá Ung- mennafélaginu áður en það er bara partur af því að vera manneskja í samfélagi að huga að því sem maður gerir og reyna að halda umhverfi sínu hreinu. Hreint land, fagurt land - er slag- orð sem notað var hér einu sinni en fólk virðist hafa gleymt þessu að undanfórnu. Maður sér fólk oftar henda rusli út um gluggann á bílunum og nýja kynslóðin, sem er að vaxa úr grasi, hefur lítið alist upp við þetta." Ásdis segir að umræðan hafi legið niðri of lengi og nú þurfi að rífa hana upp. „Við þurfum öll að taka ábyrgð á umhverfi okkar - við eigum bara einn heim.“ Leggjum hönd á plóg Þeir sem skila ruslapokunum til Sorpu geta einn- ig skilað nafninu sínu á miða sem settur er í pott og dregið verður úr honum í lok átaksins og þeir heppnu geta hlotið glæsilega vinninga. Einnig er fyrirhugað að velja í borginni það hverfi sem lítur best út og er hvað hreinast að átaki loknu. „Við ætlum að vekja fólk til vitundar um að leggja hönd á plóg. Verkefnið stendur í allt sum- ar en pokarnir ættu að fara að skila sér til fólks næstu daga.“ 1880 upplysingasími ■ sem hjálpar þér aö finna út þaó sem þú þarft t aö vita! 1880 y er leitarvél í slma!^# ' Hvar sem þú ert, hvað^ sem þig vantar, við finnum það fyrir þig! Hvar ertjaldstæði? Hvar ersundlaug? Hvar er hægt að fá Is? Hvar er khægt að veiða? Hvað^ IL erHeklahá? 4 Hvert ertu að fara? du og prófaðu þjónustunal í ferðalag og langar að skoða nýja staði þá er gott að hringja í 1880 og fá hugmyndir. Ef þú veist hvert þú ert að fara en veist ekki hvernig þú átt að komast þá er líka gott að hringja í 1880. Við segjum þér það sem þú þarft að vita! Sturlaugur Jónsson 8c Zoí • Fiskislóð 26 •Sími: 5514680 • www.sturlaugur.is • Véladeild B0 • Lágmúli 9 • Sími: 533 2840 Þjónustuverkstæði fyrir New Holland vélar er hjá 1/élRás ehf. @ NEW HOLLAND PtGAR NJ l’ARFT AÐ VELJA NVJA VEL I’Á ER ÚRVALIÐ HJÁ NEW HOLLAND. 12 VÉLÁ LLNUR v Jl VÉLA GERÐ.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.